Stefna ríkisstjóra fyrir að senda þá á sumardvalareyju Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2022 09:15 Lítill drengur í faðmi móður sinnar. Mæðginin voru í hópi 48 venesúelskra hælisleitenda sem ríkisstjóri Flórída sendi frá Texas til Vínekru Mörtu í síðustu viku. AP/Ray Ewing/Vineyard Gazette Venesúelskir hælisleitendur sem ríkisstjóri Flórída í Bandaríkjunum lét fljúga með frá Texas til lítils sumardvalarstaðar í Massachusetts hafa stefnt honum fyrir blekkingar og mismunun. Lögmaður þeirra sakar ríkisstjórann um notfæra sér þá sem pólitísk peð. Ríkisstjórar úr röðum Repúblikanaflokknum í landamæraríkjunum Texas og Arizona hafa upp á síðkastið stundað það að senda hælisleitendur með rútum og flugvélum til borga eins og New York, Washington og Chigaco sem demókratar stýra og yfirlýst stefna yfirvalda er að taka ekki þátt í að vísa innflytjendum úr landi. Með því þykjast þeir mótmæla innflytjendastefnu demókrata og að ríki þeirra sitji ein eftir með að taka við straumi hælisleitenda á landamærunum. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tók slíka flutninga skrefinu lengra í síðustu viku þegar hann lét smala saman hópi venesúelskra hælisleitenda í Texas og flytja þá með flugvél til Vínekru Mörtu, lítillar og velmegandi sumardvalareyju í Massachusetts. Fólkinu hafði verið lofað aðstoð og störfum á áfangastað. Yfirvöld á eyjunni fengu engan fyrirvara um komu hælisleitendanna og voru alls óundirbúin. Samfélagið á eyjunni tók aftur á móti höndum saman um að skjóta yfir fólkið skjólshúsi, fæða það og klæða á meðan yfirvöld leystu úr málum þeirra. Svo virðist sem að hælisleitendurnir hafi ekki vitað hvar þeir voru staddir enda hafði þeim verið sagt að þeir færu til Boston. Flórída á ekki landamæri að Mexíkó, þaðan sem langflestir þeirra sem sækjast eftir hæli eða dvöl í Bandaríkjunum koma. DeSantis notaði peninga úr sjóð sem er ætlað að koma hælisleitendum fyrir til að greiða fyrir flutning á hópnum frá Texas til Massachusetts með millilendingu á Flórída. Segir fólkið hafa verið tælt á fölskum forsendum Nú hefur hluti hælisleitendanna stefnt DeSantis og samgönguráðherra hans fyrir alríkisdómstól í Boston og saka þá um sviksamlega og óréttláta áætlun um að koma þeim fyrir annars staðar, að sögn AP-fréttastofunnar. Í stefnunni er því haldið fram að hælisleitendurnir hafi verið tældir til ferðarinnar á fölskum forsendum. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, þykir líklegur til að bjóða sig fram til forseta fyrir kosingarnar 2024. Hreppaflutningar hans á hælisleitendum frá Texas til Massachusetts hafa verið bendlaðar við þær framavonir hans.AP/Luis Santana „Engin manneskja ætti að vera notuð sem pólitískt peð,“ sagði Iván Espinoza-Madrigal, forstöðumaður samtaka sem vilja höfða hópmálsókn fyrir hönd hælisleitendanna. DeSantis og talsmenn hans hafa enga iðrun sýnt og ekki viljað staðfesta eða hafna fréttum um að ríkisstjórinn ætli að senda fleiri hælisleitendur um landið. „Það er tækifærismennska að aðgerðasinnar noti ólöglega innflytjendur í pólitískt leikhús,“ segir Taryn Fenske, samskiptastjóri DeSantis, um málsóknina. DeSantis hefur sjálfur verið sakaður um pólitísk bellibrögð með uppátækinu en hann er talinn líklegt forsetaefni Repúblikanaflokksins ef Donald Trump býður sig ekki fram aftur. Lögreglustjóri í San Antonio, þaðan sem hælisleitendunum var flogið, hefur sagt ætla að kanna hvort lögbrot hafi verið framið. Sumir demókratar hafa kallað eftir því að dómsmálaráðuneytið rannsaki flutningana þar sem fólkið var flutt yfir ríkjamörk. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hælisleitendur Tengdar fréttir Rannsaka hreppaflutninga vonarstjörnu repúblikana á hælisleitendum Lögreglustjóri í Texas ætlar að kanna hvort að lög hafi verið brotin þegar ríkisstjóri Flórída lét fljúga tugum venesúelskra hælisleitenda þvert yfir landið til Massachusetts í síðustu viku. Vísbendingar hafa komið fram um að fólkið hafi verið beitt blekkingum um hvað biði þess þar. 20. september 2022 21:03 Flugu farandfólki óvænt til Martha's Vineyard Ríkisstjórar Texas og Arizona í Bandaríkjunum, sem eru Repúblikanar, hafa um mánaða skeið sent farandfólk með rútum til borga í Bandaríkjunum, án þess að láta Demókratana sem stjórna þar vita. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tók þetta skrefinu lengra á dögunum og flaug um fimmtíu manneskjum frá Texast til Martha‘s Vineyard í Massachusetts. 16. september 2022 09:19 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Ríkisstjórar úr röðum Repúblikanaflokknum í landamæraríkjunum Texas og Arizona hafa upp á síðkastið stundað það að senda hælisleitendur með rútum og flugvélum til borga eins og New York, Washington og Chigaco sem demókratar stýra og yfirlýst stefna yfirvalda er að taka ekki þátt í að vísa innflytjendum úr landi. Með því þykjast þeir mótmæla innflytjendastefnu demókrata og að ríki þeirra sitji ein eftir með að taka við straumi hælisleitenda á landamærunum. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tók slíka flutninga skrefinu lengra í síðustu viku þegar hann lét smala saman hópi venesúelskra hælisleitenda í Texas og flytja þá með flugvél til Vínekru Mörtu, lítillar og velmegandi sumardvalareyju í Massachusetts. Fólkinu hafði verið lofað aðstoð og störfum á áfangastað. Yfirvöld á eyjunni fengu engan fyrirvara um komu hælisleitendanna og voru alls óundirbúin. Samfélagið á eyjunni tók aftur á móti höndum saman um að skjóta yfir fólkið skjólshúsi, fæða það og klæða á meðan yfirvöld leystu úr málum þeirra. Svo virðist sem að hælisleitendurnir hafi ekki vitað hvar þeir voru staddir enda hafði þeim verið sagt að þeir færu til Boston. Flórída á ekki landamæri að Mexíkó, þaðan sem langflestir þeirra sem sækjast eftir hæli eða dvöl í Bandaríkjunum koma. DeSantis notaði peninga úr sjóð sem er ætlað að koma hælisleitendum fyrir til að greiða fyrir flutning á hópnum frá Texas til Massachusetts með millilendingu á Flórída. Segir fólkið hafa verið tælt á fölskum forsendum Nú hefur hluti hælisleitendanna stefnt DeSantis og samgönguráðherra hans fyrir alríkisdómstól í Boston og saka þá um sviksamlega og óréttláta áætlun um að koma þeim fyrir annars staðar, að sögn AP-fréttastofunnar. Í stefnunni er því haldið fram að hælisleitendurnir hafi verið tældir til ferðarinnar á fölskum forsendum. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, þykir líklegur til að bjóða sig fram til forseta fyrir kosingarnar 2024. Hreppaflutningar hans á hælisleitendum frá Texas til Massachusetts hafa verið bendlaðar við þær framavonir hans.AP/Luis Santana „Engin manneskja ætti að vera notuð sem pólitískt peð,“ sagði Iván Espinoza-Madrigal, forstöðumaður samtaka sem vilja höfða hópmálsókn fyrir hönd hælisleitendanna. DeSantis og talsmenn hans hafa enga iðrun sýnt og ekki viljað staðfesta eða hafna fréttum um að ríkisstjórinn ætli að senda fleiri hælisleitendur um landið. „Það er tækifærismennska að aðgerðasinnar noti ólöglega innflytjendur í pólitískt leikhús,“ segir Taryn Fenske, samskiptastjóri DeSantis, um málsóknina. DeSantis hefur sjálfur verið sakaður um pólitísk bellibrögð með uppátækinu en hann er talinn líklegt forsetaefni Repúblikanaflokksins ef Donald Trump býður sig ekki fram aftur. Lögreglustjóri í San Antonio, þaðan sem hælisleitendunum var flogið, hefur sagt ætla að kanna hvort lögbrot hafi verið framið. Sumir demókratar hafa kallað eftir því að dómsmálaráðuneytið rannsaki flutningana þar sem fólkið var flutt yfir ríkjamörk.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hælisleitendur Tengdar fréttir Rannsaka hreppaflutninga vonarstjörnu repúblikana á hælisleitendum Lögreglustjóri í Texas ætlar að kanna hvort að lög hafi verið brotin þegar ríkisstjóri Flórída lét fljúga tugum venesúelskra hælisleitenda þvert yfir landið til Massachusetts í síðustu viku. Vísbendingar hafa komið fram um að fólkið hafi verið beitt blekkingum um hvað biði þess þar. 20. september 2022 21:03 Flugu farandfólki óvænt til Martha's Vineyard Ríkisstjórar Texas og Arizona í Bandaríkjunum, sem eru Repúblikanar, hafa um mánaða skeið sent farandfólk með rútum til borga í Bandaríkjunum, án þess að láta Demókratana sem stjórna þar vita. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tók þetta skrefinu lengra á dögunum og flaug um fimmtíu manneskjum frá Texast til Martha‘s Vineyard í Massachusetts. 16. september 2022 09:19 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Rannsaka hreppaflutninga vonarstjörnu repúblikana á hælisleitendum Lögreglustjóri í Texas ætlar að kanna hvort að lög hafi verið brotin þegar ríkisstjóri Flórída lét fljúga tugum venesúelskra hælisleitenda þvert yfir landið til Massachusetts í síðustu viku. Vísbendingar hafa komið fram um að fólkið hafi verið beitt blekkingum um hvað biði þess þar. 20. september 2022 21:03
Flugu farandfólki óvænt til Martha's Vineyard Ríkisstjórar Texas og Arizona í Bandaríkjunum, sem eru Repúblikanar, hafa um mánaða skeið sent farandfólk með rútum til borga í Bandaríkjunum, án þess að láta Demókratana sem stjórna þar vita. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tók þetta skrefinu lengra á dögunum og flaug um fimmtíu manneskjum frá Texast til Martha‘s Vineyard í Massachusetts. 16. september 2022 09:19