Svona var blaðamannafundur Erlu Bolladóttur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. september 2022 12:00 Erla Bolladóttir á blaðamannafundinum, ásamt lögmanni hennar, Sigrúnu Gísladóttur. Vísir/Vilhelm Erla Bolladóttir boðaði til blaðamannafundar í dag. Í gær var greint frá því að Endurupptökudómstóll hafi hafnað beiðni hennar um endurupptöku á Hæstaréttardómi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Fundurinn fór fram í Bókasamlaginu í Skipholti í Reykjavík þar sem Erla og lögmaður hennar, Sigrún Gísladóttir, munu fara yfir stöðuna eftir tíðindi gærdagsins. Horfa má á upptöku af fundinum í spilaranum hér að neðan, auk þess að tíðindum fundsins var lýst í beinni textalýsingu neðst í fréttinni. Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Hefur hún á undanförnum árum barist fyrir því að dómurinn verði endurupptekinn. Allir fengið endurupptöku nema Erla Úrskurður Endurupptökudóms féll í síðustu viku. Dómstóllinn féllst ekki á það að fram hafi komið ný gögn eða upplýsingar sem hefðu skipt verulegu máli fyrir niðurstöðu málsins eða að lögregla, ríkið, dómari eða aðrir hafi haft frammi refsiverða háttsemi við niðurstöðuna, svo sem að vitni hafi vísvitandi farið með rangt mál fyrir dómi. Var kröfu Erlu því hafnað. Endurupptökunefnd ákvað árið 2017 að mál allra sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum skyldu fara aftur fyrir dómstóla, nema mál Erlu. Taldi endurupptökunefndin þá að ekki væru uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku máls hennar.
Fundurinn fór fram í Bókasamlaginu í Skipholti í Reykjavík þar sem Erla og lögmaður hennar, Sigrún Gísladóttir, munu fara yfir stöðuna eftir tíðindi gærdagsins. Horfa má á upptöku af fundinum í spilaranum hér að neðan, auk þess að tíðindum fundsins var lýst í beinni textalýsingu neðst í fréttinni. Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Hefur hún á undanförnum árum barist fyrir því að dómurinn verði endurupptekinn. Allir fengið endurupptöku nema Erla Úrskurður Endurupptökudóms féll í síðustu viku. Dómstóllinn féllst ekki á það að fram hafi komið ný gögn eða upplýsingar sem hefðu skipt verulegu máli fyrir niðurstöðu málsins eða að lögregla, ríkið, dómari eða aðrir hafi haft frammi refsiverða háttsemi við niðurstöðuna, svo sem að vitni hafi vísvitandi farið með rangt mál fyrir dómi. Var kröfu Erlu því hafnað. Endurupptökunefnd ákvað árið 2017 að mál allra sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum skyldu fara aftur fyrir dómstóla, nema mál Erlu. Taldi endurupptökunefndin þá að ekki væru uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku máls hennar.
Dómstólar Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Tengdar fréttir Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku synjað Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi frá árinu 1980 þar sem Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Dómstóllinn féllst ekki á það að Erla hafi verið beitt þrýstingi, líkt og hún hélt fram. 20. september 2022 14:29 Ríkið leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur Settur ríkissaksóknari leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur. Lögmaður Erlu furðar sig á umsögninni í ljósi fyrri yfirlýsinga stjórnvalda. Erla segir umsögnina áfall og lýsandi fyrir það virðingarleysi sem henni hafi verið sýnt. 26. júní 2022 18:40 Erla hefur farið fram á endurupptöku Erla Bolladóttir, einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hefur farið fram á endurupptöku máls síns. Verði fallist á endurupptökubeiðnina verður mál hennar flutt að nýju í Hæstarétti. Þetta staðfestir Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Erlu í samtali við fréttastofu. 2. apríl 2022 13:32 „Ég þrái að lifa þann dag að ég þurfi ekki að standa í þessu máli“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld muni una dómi héraðsdóms, sem gerir Erlu Bolladóttur kleift að höfða mál gegn ríkinu fyrir endurupptökudómstól. Erla gæti nú fengið tækifæri til að krefjast skaðabóta fyrir Hæstarétti, en hún var á sínum tíma fundin sek um rangar sakargiftir. 6. janúar 2022 21:25 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Sjá meira
Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku synjað Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi frá árinu 1980 þar sem Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Dómstóllinn féllst ekki á það að Erla hafi verið beitt þrýstingi, líkt og hún hélt fram. 20. september 2022 14:29
Ríkið leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur Settur ríkissaksóknari leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur. Lögmaður Erlu furðar sig á umsögninni í ljósi fyrri yfirlýsinga stjórnvalda. Erla segir umsögnina áfall og lýsandi fyrir það virðingarleysi sem henni hafi verið sýnt. 26. júní 2022 18:40
Erla hefur farið fram á endurupptöku Erla Bolladóttir, einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hefur farið fram á endurupptöku máls síns. Verði fallist á endurupptökubeiðnina verður mál hennar flutt að nýju í Hæstarétti. Þetta staðfestir Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Erlu í samtali við fréttastofu. 2. apríl 2022 13:32
„Ég þrái að lifa þann dag að ég þurfi ekki að standa í þessu máli“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld muni una dómi héraðsdóms, sem gerir Erlu Bolladóttur kleift að höfða mál gegn ríkinu fyrir endurupptökudómstól. Erla gæti nú fengið tækifæri til að krefjast skaðabóta fyrir Hæstarétti, en hún var á sínum tíma fundin sek um rangar sakargiftir. 6. janúar 2022 21:25