Bankastjóri Landsbankans segir samkeppni um innlán vera að aukast
![Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.](https://www.visir.is/i/B2AE30674992C76E9C09690B02BEF4C5919929832D47352AF26FD61E6F93760D_713x0.jpg)
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir að ekki hægt sé að skoða innlánavexti banka í tómarúmi heldur þurfi að setja þá í samhengi við útlánavexti sem eru almennt lægri hjá Landsbankanum en öðrum íslenskum fjármálastofnunum. Samkeppnin um innlán sé hins vegar að aukast og bankinn muni taka kjör á bankareikningum til skoðunar.