„Hvernig brýtur maður hnéskel?“ Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2022 12:31 Aminata Diallo hefur verið ákærð vegna árásar á Kheira Hamraoui sem sýndi ljóta áverka eftir árásina. Getty/@kheirahamraoui Franska blaðið Le Parisien hefur birt hálfótrúlegar upplýsingar úr lögregluskýrslu sem renna stoðum undir það að knattspyrnukonan Aminata Diallo hafi skipulagt árásina á liðsfélaga sinn í PSG, Kheiru Hamraoui, til að losna við samkeppni um stöðu í liðinu. Því mun meðal annars haldið fram í skýrslu lögreglu að fyrir árásina hafi Diallo sett inn í Google leitarorðin „Hvernig brýtur maður hnéskel?“, og einnig lesið sér til um „hættulega lyfjakokteila“. Grímuklæddir menn með járnrör réðust á Hamraoui í nóvember á síðasta ári. Hún hafði fengið far heim með Diallo eftir liðskvöldverð en mennirnir stöðvuðu bílinn, drógu Hamraoui út og lúskruðu á henni. Hamraoui birti myndir af áverkunum eftir árásina og sagði síðar frá því að hún hefði haldið að þessi stund yrði sín síðasta. „Ég reyndi að verja mig eins og ég gat. Þetta eru mjög sárar minningar,“ sagði Hamraoui. Diallo var handtekin skömmu eftir árásina en svo sleppt og hefur hún alltaf haldið fram sakleysi sínu. Hún var hins vegar aftur handtekin síðastliðinn föstudag og hefur nú verið ákærð fyrir grófa líkamsárás. Fjórir menn voru einnig handteknir og einn þeirra mun hafa viðurkennt fyrir lögreglu að þeir hafi fengið 500 evrur fyrir árásina. Í skýrslu lögreglunnar í Versölum sem Le Parisien vitnar til segir meðal annars að hæg, sálfræðileg afturför hafi orðið að eins konar sjúkleika hjá Diallo. Hún hafi farið að sjá Hamraoui sem hindrun á eigin íþróttaferli. Óskaði liðsfélögum sínum skaða Í skilaboðum sem fundust í síma Diallo sést að hún sendi tengiliðnum „Jaja“ skilaboð um að hún óskaði öllum liðsfélögum sínum skaða og að hún þyrfti bara á ættingjum sínum að halda. „Ef að ég væri vond, afbrýðisöm og klók eins og hún þá [myndi ég segja ættingja] að eyðileggja hana,“ sagði einnig í einum skilaboðum. Diallo var orðin samningslaus hjá PSG og Hamraoui hefur heldur ekki spilað með liðinu í upphafi leiktíðar. Félagið hefur hins vegar styrkt sig með öflugum leikmönnum, meðal annars Berglindi Björg Þorvaldsdóttur sem keypt var frá Brann. Franski boltinn Fótbolti Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira
Því mun meðal annars haldið fram í skýrslu lögreglu að fyrir árásina hafi Diallo sett inn í Google leitarorðin „Hvernig brýtur maður hnéskel?“, og einnig lesið sér til um „hættulega lyfjakokteila“. Grímuklæddir menn með járnrör réðust á Hamraoui í nóvember á síðasta ári. Hún hafði fengið far heim með Diallo eftir liðskvöldverð en mennirnir stöðvuðu bílinn, drógu Hamraoui út og lúskruðu á henni. Hamraoui birti myndir af áverkunum eftir árásina og sagði síðar frá því að hún hefði haldið að þessi stund yrði sín síðasta. „Ég reyndi að verja mig eins og ég gat. Þetta eru mjög sárar minningar,“ sagði Hamraoui. Diallo var handtekin skömmu eftir árásina en svo sleppt og hefur hún alltaf haldið fram sakleysi sínu. Hún var hins vegar aftur handtekin síðastliðinn föstudag og hefur nú verið ákærð fyrir grófa líkamsárás. Fjórir menn voru einnig handteknir og einn þeirra mun hafa viðurkennt fyrir lögreglu að þeir hafi fengið 500 evrur fyrir árásina. Í skýrslu lögreglunnar í Versölum sem Le Parisien vitnar til segir meðal annars að hæg, sálfræðileg afturför hafi orðið að eins konar sjúkleika hjá Diallo. Hún hafi farið að sjá Hamraoui sem hindrun á eigin íþróttaferli. Óskaði liðsfélögum sínum skaða Í skilaboðum sem fundust í síma Diallo sést að hún sendi tengiliðnum „Jaja“ skilaboð um að hún óskaði öllum liðsfélögum sínum skaða og að hún þyrfti bara á ættingjum sínum að halda. „Ef að ég væri vond, afbrýðisöm og klók eins og hún þá [myndi ég segja ættingja] að eyðileggja hana,“ sagði einnig í einum skilaboðum. Diallo var orðin samningslaus hjá PSG og Hamraoui hefur heldur ekki spilað með liðinu í upphafi leiktíðar. Félagið hefur hins vegar styrkt sig með öflugum leikmönnum, meðal annars Berglindi Björg Þorvaldsdóttur sem keypt var frá Brann.
Franski boltinn Fótbolti Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira