Trump skipar Íslandi í flokk þriðja heims ríkja Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2022 10:36 Bandarísku forsetahjónin sátu rétt fyrir aftan þau íslensku við athöfnina í Westminster Abbey. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gagnrýnir að Bandaríkjaforseta hafi verið skipað á bekk með þriðja heims leiðtogum við útför Bretadrottningar í gær. Bandarísku forsetahjónin sátu rétt fyrir aftan þau íslensku í kirkjunni. Trump telur að Bandaríkin hafi mátt þola vanvirðu sökum þessa. Þjóðarleiðtogar flyktust til London í gær til að vera viðstaddir útför drottningar, þar á meðal Biden Bandaríkjaforseti og íslensku forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid. Um tvö þúsund gestir voru í Westminster Abbey. Trump birti mynd frá athöfninni á samfélagsmiðlasíðu sinni og fáraðist yfir því að Biden hafi verið látinn sitja svo aftarlega. Á innfelldri mynd sést Biden tylla sér fyrir aftan Guðna og Elizu. „Þetta er það sem hefur orðið um Bandaríkin á aðeins tveimur stuttum árum. Engin virðing! Hins vegar góður tími fyrir forsetann okkar að kynnast leiðtogum ákveðinna þriðja heims ríkja,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðilinn Truth. Trump says he would ve gotten a better seat than Biden at the Queen s funeral. pic.twitter.com/2n1hY3AfdM— Ron Filipkowski (@RonFilipkowski) September 19, 2022 Fyrrverandi forsetinn var ekki hættur og hélt því fram að ef hann væri enn við völd hefði hann fengið betra sæti við útförina en Biden. „Ef ég væri forseti hefðu þau ekki sett mig þarna fyrir aftan og landið okkar væri verulega frábrugðið því sem það er núna!“ Eftir því sem Vísir kemst næst raða konungsdæmi öðru kóngafólki á fremstu bekki við athafnir eins og útförina í gær. Fyrir aftan það koma svo kjörnir þjóðarleiðtogar og er þeim raðað eftir því hversu lengi þeir hafa setið í embætti. AP-fréttastofan segir að forsetar, forsætisráðherrar og aðrir þjóðarleiðtogar sem voru viðstaddir útförina í gær hafi almennt látið lítið fyrir sér fara. Þeir hafi lítið tjáð sig við fjölmiðla og forðast að draga athyglina frá viðburðinum. Gærdagurinn viðburðaríki var gerður upp í Íslandi í dag í gærkvöldi. Heimir Már Pétursson fór yfir hápunkta dagsins og Kristín Ólafsdóttir, sem stödd er í Lundúnum, lýsti stemmningunni í ensku höfuðborginni. Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Bandaríkin Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Þjóðarleiðtogar flyktust til London í gær til að vera viðstaddir útför drottningar, þar á meðal Biden Bandaríkjaforseti og íslensku forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid. Um tvö þúsund gestir voru í Westminster Abbey. Trump birti mynd frá athöfninni á samfélagsmiðlasíðu sinni og fáraðist yfir því að Biden hafi verið látinn sitja svo aftarlega. Á innfelldri mynd sést Biden tylla sér fyrir aftan Guðna og Elizu. „Þetta er það sem hefur orðið um Bandaríkin á aðeins tveimur stuttum árum. Engin virðing! Hins vegar góður tími fyrir forsetann okkar að kynnast leiðtogum ákveðinna þriðja heims ríkja,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðilinn Truth. Trump says he would ve gotten a better seat than Biden at the Queen s funeral. pic.twitter.com/2n1hY3AfdM— Ron Filipkowski (@RonFilipkowski) September 19, 2022 Fyrrverandi forsetinn var ekki hættur og hélt því fram að ef hann væri enn við völd hefði hann fengið betra sæti við útförina en Biden. „Ef ég væri forseti hefðu þau ekki sett mig þarna fyrir aftan og landið okkar væri verulega frábrugðið því sem það er núna!“ Eftir því sem Vísir kemst næst raða konungsdæmi öðru kóngafólki á fremstu bekki við athafnir eins og útförina í gær. Fyrir aftan það koma svo kjörnir þjóðarleiðtogar og er þeim raðað eftir því hversu lengi þeir hafa setið í embætti. AP-fréttastofan segir að forsetar, forsætisráðherrar og aðrir þjóðarleiðtogar sem voru viðstaddir útförina í gær hafi almennt látið lítið fyrir sér fara. Þeir hafi lítið tjáð sig við fjölmiðla og forðast að draga athyglina frá viðburðinum. Gærdagurinn viðburðaríki var gerður upp í Íslandi í dag í gærkvöldi. Heimir Már Pétursson fór yfir hápunkta dagsins og Kristín Ólafsdóttir, sem stödd er í Lundúnum, lýsti stemmningunni í ensku höfuðborginni.
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Bandaríkin Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira