Karlagrobb Hjörleifs einungis brandari Bjarki Sigurðsson skrifar 20. september 2022 09:47 Frá vinstri: Tinna Guðmundsdóttir, Jón Hjaltason, Brynjólfur Ingvarsson, Málfríður Þórðardóttir, Hannesína Scheving sem voru í efstu fimm sætum Flokks fólksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Jón Hjaltason segir allar ásakanir um andlegt ofbeldi sem konur í forystu Flokks fólksins hafa sakað hann og Brynjólf Ingvarsson um vera hreinan uppspuna. Hann segir konurnar fara ítrekað með rangfærslur. Þá segir hann kynferðislega áreitni Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar hafa verið brandara. Í Bítinu á Bylgjunni var rætt við Jón Hjaltason sem skipaði þriðja sæti á lista Flokks fólksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Þrjár konur innan forystu flokksins hafa sakað hann og oddvita flokksins, Brynjólf Ingvarsson um ítrekað andlegt ofbeldi. Þá hafa konurnar sakað Hjörleif Hallgríms Herbertsson, manninn sem setti lista flokksins saman, um að hafa áreitt sig kynferðislega. Þær hafi til að mynda verið of hræddar til að fara heim til hans að skila undirskriftalistum. Í Bítinu sagði Jón að mikið hafi verið gert úr þætti Hjörleifs í málinu. Hann hafi í byrjun kosningabaráttunnar verið settur til hliðar eftir að það kastaðist í kekki með honum og þeirra sem skipuðu efstu sæti listans. „Svo gerðist það að ég hafði ætlað að taka hann inn í hópinn aftur. Aðdragandinn af því var að hér héldum við afskaplega vel heppnaða skemmtun í Lystigarðinum, sem Jakob Frímann stjórnaði og var afskaplega skemmtilegur atburður. Þar mætti Hjörleifur ásamt fjölda fólks úr bænum, og Inga Sæland. Þarna sátu þau tvö á hljóðskrafi og það fór afskaplega vel á með þeim,“ segir Jón. Eftir þetta hafi Jón haft samband við Hjörleif og spurt hvort hann hefði áhuga á að koma á sáttum. Hjörleifur hafi verið til í það. Þegar Jón hafi borið málið upp á fundi flokksins hafi viðbrögðin verið þau að það kæmi ekki til greina. Jón segir að þar með hafi málið verið afgreitt. Þá segir Jón að honum finnist óþarfi að gera svona mikið úr meintu kynferðislegu áreiti Hjörleifs. Hann segist hafa heyrt af málinu áður. „Hannesína sagði okkur frá þessu karlagrobbi sem Hjörleifur á að hafa haft í frammi. Að hann hafi verið góður í rúminu. Og hún gerði það þannig að það hlógu allir.“ Hjörleifur Hallgríms Herbertsson er svokallaður „guðfaðir“ listans. Skynjaðir þú það ekki á þeim tíma að þetta hefði verið áreiti? „Hreint ekki, hún hló að þessu. Sagði frá þessu með tilburðum og okkur þótti þetta bara fyndið og eiginlega fáránlegt, eins og eðlilegt er. Það var alls ekki um neitt þannig að ræða hjá henni að hún væri að kvarta undan og bæri sig illa. Þvert á móti, þetta var brandari,“ segir Jón. Þá segir Jón að Tinna hafi einnig sagt frá sinni reynslu á sínum tíma eins og hún væri fyndin, allir hafi hlegið saman að þessu. „Það var engan veginn um það að ræða að þær væru kvartandi og grátandi yfir kynferðislegu áreiti,“ segir Jón. Hreinn uppspuni Hann segir að allt hið andlega ofbeldi sem þeir Brynjólfur hafa verið sakaðir um sé hreinn uppspuni. „Ég bendi þó á það að flest allir fundir þessarar fimm manna klíku eða hvað sem við viljum kalla okkur fóru fram á heimili Hannesínu. Hún bauð heimili sitt og þar var alltaf fundað. Hver býður ofbeldismönnum ítrekað, andlegum ofbeldismönnum, ítrekað inn á heimili sitt heilt sumar,“ segir Jón. Þá var honum bent á af þáttarstjórnendum að fólk eigi oft erfitt með að slíta sig frá ofbeldismönnum sínum. Jón tjáði sig ekki um þá ábendingu. Barði ekki í nein húsgögn, nema borðið Hann segir sumarfundi flokksins alltaf hafa farið fram í sátt og samlyndi, aldrei hafi verið öskrað á neinn eða barið í húsgögn. „Það var ég sem átti að hafa öskrað og skeytt skapi mínu á húsgögnum, þetta er einfaldlega ekki rétt. Ég bar fram spurningu, tiltekna spurningu um hvort að þeim þætti rétt að vega með þeim hætti að Brynjólfi sem þær höfðu gert. Ég vildi fá svar, já eða nei. Þegar Málfríður vék sér undan því að svara þá barði ég í borðið og heimtaði svar. Það gerði ég án þess að öskra á hana og án þess að lumbra á nokkrum stól eða borði, að öðru leyti en að ég barði í borðið,“ segir Jón. Þá segir hann allt tal um andlegt ofbeldi vera hreinan uppspuna. Þá verði að vekja athygli á því að ekki hafi soðið upp úr hjá flokknum fyrr en í byrjun mánaðar þegar konurnar hafi viljað koma Brynjólfi frá. Jón segist ekki vita hvers vegna konurnar vilji koma Brynjólfi frá, hann hafi spurt þær að því en þær ekki svarað. Hann sjái enga lausn á þessu máli og ætli ekki að starfa fyrir Flokk fólksins á meðan núverandi flokksforysta situr. „Eftir þetta sem við höfum gengið í gegnum finnst mér með ólíkindum að nokkrum fólki sé stjórnað með þessum hætti, þá er ég ekki síður að tala um formann og varaformann Flokks fólksins,“ segir Jón. Flokkur fólksins Akureyri Sveitarstjórnarmál Bítið Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Tengdar fréttir Kallar konurnar „upphlaupsmanneskjur“ og „svikakvensur“ Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, sem kallar sig „guðföður“ framboðslista Flokks fólksins á Akureyri, hefur ritað aðsenda grein á Akureyri.net, sem virðist renna stoðum undir ásakanir þriggja kvenna á listanum sem hafa sakað karlmenn í forystunni á Akureyri um lítilsvirðingu, rógburð og áreiti. 20. september 2022 07:22 Þrjár konur í Flokki fólksins stíga fram og lýsa óásættanlegri framkomu í sinn garð Þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar hafa starfað í Flokki fólksins á Akureyri, hafa nú stigið fram og lýst lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. 13. september 2022 10:52 Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53 Brynjólfur telur ásakanir á hendur sér með svæsnustu persónuárásum íslenskrar stjórnmálasögu Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir, oddviti Flokks fólksins á Akureyri, er ómyrkur í máli í samtali við fréttastofu þar sem hann svarar ásökunum á hendur sér frá flokkssystrum sínum nyrðra. Hann segir aðeins tvennt í stöðunni, annað hvort fari hann frá eða konurnar. 14. september 2022 16:37 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Í Bítinu á Bylgjunni var rætt við Jón Hjaltason sem skipaði þriðja sæti á lista Flokks fólksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Þrjár konur innan forystu flokksins hafa sakað hann og oddvita flokksins, Brynjólf Ingvarsson um ítrekað andlegt ofbeldi. Þá hafa konurnar sakað Hjörleif Hallgríms Herbertsson, manninn sem setti lista flokksins saman, um að hafa áreitt sig kynferðislega. Þær hafi til að mynda verið of hræddar til að fara heim til hans að skila undirskriftalistum. Í Bítinu sagði Jón að mikið hafi verið gert úr þætti Hjörleifs í málinu. Hann hafi í byrjun kosningabaráttunnar verið settur til hliðar eftir að það kastaðist í kekki með honum og þeirra sem skipuðu efstu sæti listans. „Svo gerðist það að ég hafði ætlað að taka hann inn í hópinn aftur. Aðdragandinn af því var að hér héldum við afskaplega vel heppnaða skemmtun í Lystigarðinum, sem Jakob Frímann stjórnaði og var afskaplega skemmtilegur atburður. Þar mætti Hjörleifur ásamt fjölda fólks úr bænum, og Inga Sæland. Þarna sátu þau tvö á hljóðskrafi og það fór afskaplega vel á með þeim,“ segir Jón. Eftir þetta hafi Jón haft samband við Hjörleif og spurt hvort hann hefði áhuga á að koma á sáttum. Hjörleifur hafi verið til í það. Þegar Jón hafi borið málið upp á fundi flokksins hafi viðbrögðin verið þau að það kæmi ekki til greina. Jón segir að þar með hafi málið verið afgreitt. Þá segir Jón að honum finnist óþarfi að gera svona mikið úr meintu kynferðislegu áreiti Hjörleifs. Hann segist hafa heyrt af málinu áður. „Hannesína sagði okkur frá þessu karlagrobbi sem Hjörleifur á að hafa haft í frammi. Að hann hafi verið góður í rúminu. Og hún gerði það þannig að það hlógu allir.“ Hjörleifur Hallgríms Herbertsson er svokallaður „guðfaðir“ listans. Skynjaðir þú það ekki á þeim tíma að þetta hefði verið áreiti? „Hreint ekki, hún hló að þessu. Sagði frá þessu með tilburðum og okkur þótti þetta bara fyndið og eiginlega fáránlegt, eins og eðlilegt er. Það var alls ekki um neitt þannig að ræða hjá henni að hún væri að kvarta undan og bæri sig illa. Þvert á móti, þetta var brandari,“ segir Jón. Þá segir Jón að Tinna hafi einnig sagt frá sinni reynslu á sínum tíma eins og hún væri fyndin, allir hafi hlegið saman að þessu. „Það var engan veginn um það að ræða að þær væru kvartandi og grátandi yfir kynferðislegu áreiti,“ segir Jón. Hreinn uppspuni Hann segir að allt hið andlega ofbeldi sem þeir Brynjólfur hafa verið sakaðir um sé hreinn uppspuni. „Ég bendi þó á það að flest allir fundir þessarar fimm manna klíku eða hvað sem við viljum kalla okkur fóru fram á heimili Hannesínu. Hún bauð heimili sitt og þar var alltaf fundað. Hver býður ofbeldismönnum ítrekað, andlegum ofbeldismönnum, ítrekað inn á heimili sitt heilt sumar,“ segir Jón. Þá var honum bent á af þáttarstjórnendum að fólk eigi oft erfitt með að slíta sig frá ofbeldismönnum sínum. Jón tjáði sig ekki um þá ábendingu. Barði ekki í nein húsgögn, nema borðið Hann segir sumarfundi flokksins alltaf hafa farið fram í sátt og samlyndi, aldrei hafi verið öskrað á neinn eða barið í húsgögn. „Það var ég sem átti að hafa öskrað og skeytt skapi mínu á húsgögnum, þetta er einfaldlega ekki rétt. Ég bar fram spurningu, tiltekna spurningu um hvort að þeim þætti rétt að vega með þeim hætti að Brynjólfi sem þær höfðu gert. Ég vildi fá svar, já eða nei. Þegar Málfríður vék sér undan því að svara þá barði ég í borðið og heimtaði svar. Það gerði ég án þess að öskra á hana og án þess að lumbra á nokkrum stól eða borði, að öðru leyti en að ég barði í borðið,“ segir Jón. Þá segir hann allt tal um andlegt ofbeldi vera hreinan uppspuna. Þá verði að vekja athygli á því að ekki hafi soðið upp úr hjá flokknum fyrr en í byrjun mánaðar þegar konurnar hafi viljað koma Brynjólfi frá. Jón segist ekki vita hvers vegna konurnar vilji koma Brynjólfi frá, hann hafi spurt þær að því en þær ekki svarað. Hann sjái enga lausn á þessu máli og ætli ekki að starfa fyrir Flokk fólksins á meðan núverandi flokksforysta situr. „Eftir þetta sem við höfum gengið í gegnum finnst mér með ólíkindum að nokkrum fólki sé stjórnað með þessum hætti, þá er ég ekki síður að tala um formann og varaformann Flokks fólksins,“ segir Jón.
Flokkur fólksins Akureyri Sveitarstjórnarmál Bítið Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Tengdar fréttir Kallar konurnar „upphlaupsmanneskjur“ og „svikakvensur“ Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, sem kallar sig „guðföður“ framboðslista Flokks fólksins á Akureyri, hefur ritað aðsenda grein á Akureyri.net, sem virðist renna stoðum undir ásakanir þriggja kvenna á listanum sem hafa sakað karlmenn í forystunni á Akureyri um lítilsvirðingu, rógburð og áreiti. 20. september 2022 07:22 Þrjár konur í Flokki fólksins stíga fram og lýsa óásættanlegri framkomu í sinn garð Þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar hafa starfað í Flokki fólksins á Akureyri, hafa nú stigið fram og lýst lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. 13. september 2022 10:52 Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53 Brynjólfur telur ásakanir á hendur sér með svæsnustu persónuárásum íslenskrar stjórnmálasögu Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir, oddviti Flokks fólksins á Akureyri, er ómyrkur í máli í samtali við fréttastofu þar sem hann svarar ásökunum á hendur sér frá flokkssystrum sínum nyrðra. Hann segir aðeins tvennt í stöðunni, annað hvort fari hann frá eða konurnar. 14. september 2022 16:37 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Kallar konurnar „upphlaupsmanneskjur“ og „svikakvensur“ Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, sem kallar sig „guðföður“ framboðslista Flokks fólksins á Akureyri, hefur ritað aðsenda grein á Akureyri.net, sem virðist renna stoðum undir ásakanir þriggja kvenna á listanum sem hafa sakað karlmenn í forystunni á Akureyri um lítilsvirðingu, rógburð og áreiti. 20. september 2022 07:22
Þrjár konur í Flokki fólksins stíga fram og lýsa óásættanlegri framkomu í sinn garð Þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar hafa starfað í Flokki fólksins á Akureyri, hafa nú stigið fram og lýst lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. 13. september 2022 10:52
Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53
Brynjólfur telur ásakanir á hendur sér með svæsnustu persónuárásum íslenskrar stjórnmálasögu Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir, oddviti Flokks fólksins á Akureyri, er ómyrkur í máli í samtali við fréttastofu þar sem hann svarar ásökunum á hendur sér frá flokkssystrum sínum nyrðra. Hann segir aðeins tvennt í stöðunni, annað hvort fari hann frá eða konurnar. 14. september 2022 16:37