Eyjakonur, sem komust í 8-liða úrslit Evrópubikarsins síðasta vetur, mæta gríska liðinu OFN Ionias. Samkvæmt heimasíðu EHF hefur þegar verið samið um að báðir leikir liðanna fari fram í Vestmannaeyjum, helgina 15.-16. október.
Bikarmeistarar Vals mæta slóvakíska liðinu Dunajska Streda og munu báðir leikirnir fara fram í Slóvakíu, 8.-9. október.
KA/Þór dróst svo gegn Gjorche Petrov-WHC Skopje frá Makedóníu, þegar dregið var í sumar, og munu báðir leikirnir fara fram á Akureyri 7. og 8. október.
KA mætir austurrísku liði
Þá er einnig orðið ljóst að í Evrópubikar karla munu KA-menn mæta HC Fivers frá Austurríki, í 2. umferð. Íslensku liðin í keppninni (KA, ÍBV og Haukar) sátu öll hjá í fyrstu umferð en þar sló Fivers út gríska liðið Diomidis Argous, samtals 61-52.
Áður lá fyrir að Haukar myndu mæta Sabbianco Anorthosis Famagusta frá Kýpur, og að ÍBV myndi mæta Donbas frá Úkraínu.
Áætlað er að leikirnir í 2. umferð Evrópubikars karla fari fram 29. október og 5. nóvember.