Ert þú Ljósberi? Vilborg Anna Garðarsdóttir skrifar 19. september 2022 07:01 Undanfarin ár hafa sannarlega verið átakamikil. Í slíku árferði hefur kvenmiðuð neyðaraðstoð líkt og sú sem UN Women sérhæfir sig í, sjaldan verið jafn mikilvæg. Konur og stúlkur á átakasvæðum upplifa mikinn skort, eru oft réttindalausar, fjárhagsleg staða þeirra hörmuleg og skortur á viðeigandi stuðningi. Í kjölfar COVID-19 heimsfaraldurs, stríðsátaka, borgarstyrjalda og loftlagsbreytinga, hafa aðstæður kvenna og stúlkna versnað gríðarlega. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að samtök líkt og UN Women beiti sér fyrir valdeflingu og fjárhagslegri styrkingu kvenna og stúlkna í neyð; það er baráttumál sem snertir okkur öll, sérstaklega komandi kynslóðir. Í dag eru starfræktar 12 landsnefndir UN Women víðs vegar um heiminn og er íslenska landsnefnin ein af þeim. Markmið þessara landsnefnda er, í gegnum fjáröflun, að safna fjármagni til þess að styðja við mikilvæg verkefni UN Women á heimsvísu, útrýma fátækt og tryggja frið og öryggi fyrir allar konur og stúlkur. UN Women á Íslandi hefur undanfarin ár náð ótrúlegum árangri á sviði fjáröflunar og hefur í sex ár í röð sent hæsta fjármagn allra landsnefna til verkefna UN Women, óháð höfðatölu. Þessu erum við hjá UN Women á Íslandi afar stoltar af og þakklátar fyrir mánaðarlegu styrktaraðilana okkar, sem eru einn af lykilþáttum í þessari velgengni okkar. Mánaðarlegir styrktaraðilar UN Women á Íslandi kallast Ljósberar og eru án nokkurs vafa bakbeinið og hjartað í öllu okkar starfi. Við getum sennilega ekki varpað nægilega miklu ljósi á mikilvægi þessa hóps, sem með framlögum sínum tekur virkan þátt í að berjast fyrir öllum meginmarkmiðum UN Women; vinna gegn ójöfnuði, efla pólitíska þátttöku kvenna, efla efnahagslegt sjálfstæði kvenna og stuðla almennt að afnámi kynbundins ofbeldis. Mánaðarleg framlög Ljósbera eru lang stærsta og öflugasta vopnið okkar í þeirri baráttu, þau gera okkur kleift að spyrna við því gríðarlega bakslagi sem hefur orðið á réttindum kvenna síðustu ár. Með því að styrkja UN Women á Íslandi mánaðarlega gerist þú Ljósberi og tekur þannig þátt í að efla konur og stúlkur um allan heim, tryggja að þeim sé veitt kvenmiðuð neyðaraðstoð og tekið sé tillit til þarfa kvenna, styðja konur og stúlkur til náms og uppræta kynbundið ofbeldi. Hver einasta króna skiptir máli og framlag Ljósbera er ómetanlegt fyrir framtíð núverandi og komandi kynslóða. Ég hvet öll til þess að verða partur af öflugu samfélagi Ljósbera með því að fara inn á www.ljosberi.is og skrá sig sem mánaðarlegan styrktaraðila. Og ef þú ert nú þegar Ljósberi vil ég segja; takk fyrir að vera ljós í lífi kvenna og stúlkna, takk fyrir að vera Ljósberi. Höfundur er fjármála- og fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa sannarlega verið átakamikil. Í slíku árferði hefur kvenmiðuð neyðaraðstoð líkt og sú sem UN Women sérhæfir sig í, sjaldan verið jafn mikilvæg. Konur og stúlkur á átakasvæðum upplifa mikinn skort, eru oft réttindalausar, fjárhagsleg staða þeirra hörmuleg og skortur á viðeigandi stuðningi. Í kjölfar COVID-19 heimsfaraldurs, stríðsátaka, borgarstyrjalda og loftlagsbreytinga, hafa aðstæður kvenna og stúlkna versnað gríðarlega. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að samtök líkt og UN Women beiti sér fyrir valdeflingu og fjárhagslegri styrkingu kvenna og stúlkna í neyð; það er baráttumál sem snertir okkur öll, sérstaklega komandi kynslóðir. Í dag eru starfræktar 12 landsnefndir UN Women víðs vegar um heiminn og er íslenska landsnefnin ein af þeim. Markmið þessara landsnefnda er, í gegnum fjáröflun, að safna fjármagni til þess að styðja við mikilvæg verkefni UN Women á heimsvísu, útrýma fátækt og tryggja frið og öryggi fyrir allar konur og stúlkur. UN Women á Íslandi hefur undanfarin ár náð ótrúlegum árangri á sviði fjáröflunar og hefur í sex ár í röð sent hæsta fjármagn allra landsnefna til verkefna UN Women, óháð höfðatölu. Þessu erum við hjá UN Women á Íslandi afar stoltar af og þakklátar fyrir mánaðarlegu styrktaraðilana okkar, sem eru einn af lykilþáttum í þessari velgengni okkar. Mánaðarlegir styrktaraðilar UN Women á Íslandi kallast Ljósberar og eru án nokkurs vafa bakbeinið og hjartað í öllu okkar starfi. Við getum sennilega ekki varpað nægilega miklu ljósi á mikilvægi þessa hóps, sem með framlögum sínum tekur virkan þátt í að berjast fyrir öllum meginmarkmiðum UN Women; vinna gegn ójöfnuði, efla pólitíska þátttöku kvenna, efla efnahagslegt sjálfstæði kvenna og stuðla almennt að afnámi kynbundins ofbeldis. Mánaðarleg framlög Ljósbera eru lang stærsta og öflugasta vopnið okkar í þeirri baráttu, þau gera okkur kleift að spyrna við því gríðarlega bakslagi sem hefur orðið á réttindum kvenna síðustu ár. Með því að styrkja UN Women á Íslandi mánaðarlega gerist þú Ljósberi og tekur þannig þátt í að efla konur og stúlkur um allan heim, tryggja að þeim sé veitt kvenmiðuð neyðaraðstoð og tekið sé tillit til þarfa kvenna, styðja konur og stúlkur til náms og uppræta kynbundið ofbeldi. Hver einasta króna skiptir máli og framlag Ljósbera er ómetanlegt fyrir framtíð núverandi og komandi kynslóða. Ég hvet öll til þess að verða partur af öflugu samfélagi Ljósbera með því að fara inn á www.ljosberi.is og skrá sig sem mánaðarlegan styrktaraðila. Og ef þú ert nú þegar Ljósberi vil ég segja; takk fyrir að vera ljós í lífi kvenna og stúlkna, takk fyrir að vera Ljósberi. Höfundur er fjármála- og fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun