Hefur áhyggjur af framtíð ASÍ vegna „einræðistilburða“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. september 2022 12:22 Halldóra hefur ekki farið leynt með óánægju sína með framgöngu Ragnars og Sólveigar innan hreyfingarinnar. Formaður Bárunnar, stærsta stéttarfélags á Suðurlandi, hefur miklar áhyggjur af framtíð Alþýðusambandsins verði Ragnar Þór formaður þess. Hún segir skjóta skökku við að hópur sem hafi hrakið fyrrverandi forseta sambandsins frá völdum með ofbeldi taki við stjórninni. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur gefið kost á sér til forseta Alþýðusambandsins og í gær lýsti hann því yfir að hann vilji að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, verði annar varaforseti þess. Hún segir í samtali við fréttastofu í morgun að hún sé að íhuga þetta en hafi ekki enn tekið ákvörðun. Þau eru með meirihluta innan sambandsins og ættu auðveldlega að ná kjöri, eitthvað sem formönnum sumra verkalýðsfélaga líst illa á. „Ég hef náttúrulega ekkert legið á því að mér þykir þetta undravert ástand þegar forseti hrekkst frá völdum vegna ofbeldis, sem hún hefur nú bara talað mikið um og sagt frá, að það sé fólk sem ætlar að setjast í forystuna. Og þetta er orðin svona blokk sem hefur ekki mikið umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum og lýðræðislegri umræðu,“ segir Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags á Suðurlandi. Að hennar sögn eru margir á sama máli og hún en þeir þori hreinlega ekki að láta þær skoðanir í ljós opinberlega af ótta við að vera úthúðað fyrir af Ragnari eða Sólveigu. „Það er orðin svo mikil heift og reiði og fólk stígur ekki orðið fram því það býst við einhverri sjöfaldri árás ef það segir eitthvað.“ Skilur ekki hvert Ragnar er að fara Hún segir Alþýðusambandið hafa lifað marga átakatíma en nú sé hún verulega hugsi um framtíð þess. „Alþýðusambandið hefur lifað lifað af alls konar karaktera. En ég er hreinlega bara hugsandi því að við erum að sjá það að stór félög geta bara einokað í rauninni umræðuna í sambandi með ofbeldi í rauninni, bæði þegar fólk stígur ekki fram og það vill ekki fá yfir sig gusuna. Að halda áfram án þess að lýðræðisleg umræða geti átt sér stað, mér líst hreint ekki á það,“ segir Halldóra. Ragnar og Sólveig hafa verið mjög gagnrýnin á sambandið síðastliðið ár. Halldóra segir þetta vanvirðingu við starfsmenn þess. „Mér þykir ákaflega vont að heyra Ragnar tala um að það sé allt í skötulíki og það þurfi að fara að virkja Alþýðusambandið. Og þetta eru allt félagsmenn hans,“ segir Halldóra. „Þetta snýst orðið um persónur og árásir á persónur ekki málefnin. Og ég hef ekki heyrt hann segja í einu einasta viðtali hver ágreiningurinn er.“ Hún segist ekkert hafa heyrt frá Ragnari þegar hann var að íhuga framboð en í samtali við fréttastofu sagðist hann þá ætla að fá það staðfest að stóru aðildarfélög sambandsins væru tilbúin að lægja öldurnar og halda áfram undir sinni forystu. „Hugsunin er dáldið þannig að það er bara „my way or no way" (við förum mína leið eða enga leið) og það er bara þeirra leið. Og þau vilja í rauninni... Þetta eru orðnir svona einræðistilburðir eiginlega,“ segir Halldóra. Hún telji að verkalýðshreyfingin hafi tapað trúverðugleika sínum, sérstaklega gagnvart atvinnurekendum. Hún hefur því miklar áhyggjur af komandi kjarasamningum: „Því að samningar eru samningar og þú verður að ganga svolítið lausnamiðaður til samninga. Þannig að í rauninni þegar það er ekki og búið að gefa það út að það eigi að vera verkföll án þess að vera búin að skila inn kröfugerðum... það eru ákaflega skrýtin vinnubrögð.“ Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Tengdar fréttir Óttast að ofbeldismenning taki yfir verkalýðshreyfinguna Stjórn Bárunnar, stéttarfélags, hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hún fordæmir allar tegundir ofbeldis og tilburði til eineltis. Báran segir ömurlegt að fylgjast með forystumönnum innan verkalýðshreyfingarinnar fagna afsögn Drífu Snædal. 12. ágúst 2022 10:14 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur gefið kost á sér til forseta Alþýðusambandsins og í gær lýsti hann því yfir að hann vilji að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, verði annar varaforseti þess. Hún segir í samtali við fréttastofu í morgun að hún sé að íhuga þetta en hafi ekki enn tekið ákvörðun. Þau eru með meirihluta innan sambandsins og ættu auðveldlega að ná kjöri, eitthvað sem formönnum sumra verkalýðsfélaga líst illa á. „Ég hef náttúrulega ekkert legið á því að mér þykir þetta undravert ástand þegar forseti hrekkst frá völdum vegna ofbeldis, sem hún hefur nú bara talað mikið um og sagt frá, að það sé fólk sem ætlar að setjast í forystuna. Og þetta er orðin svona blokk sem hefur ekki mikið umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum og lýðræðislegri umræðu,“ segir Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags á Suðurlandi. Að hennar sögn eru margir á sama máli og hún en þeir þori hreinlega ekki að láta þær skoðanir í ljós opinberlega af ótta við að vera úthúðað fyrir af Ragnari eða Sólveigu. „Það er orðin svo mikil heift og reiði og fólk stígur ekki orðið fram því það býst við einhverri sjöfaldri árás ef það segir eitthvað.“ Skilur ekki hvert Ragnar er að fara Hún segir Alþýðusambandið hafa lifað marga átakatíma en nú sé hún verulega hugsi um framtíð þess. „Alþýðusambandið hefur lifað lifað af alls konar karaktera. En ég er hreinlega bara hugsandi því að við erum að sjá það að stór félög geta bara einokað í rauninni umræðuna í sambandi með ofbeldi í rauninni, bæði þegar fólk stígur ekki fram og það vill ekki fá yfir sig gusuna. Að halda áfram án þess að lýðræðisleg umræða geti átt sér stað, mér líst hreint ekki á það,“ segir Halldóra. Ragnar og Sólveig hafa verið mjög gagnrýnin á sambandið síðastliðið ár. Halldóra segir þetta vanvirðingu við starfsmenn þess. „Mér þykir ákaflega vont að heyra Ragnar tala um að það sé allt í skötulíki og það þurfi að fara að virkja Alþýðusambandið. Og þetta eru allt félagsmenn hans,“ segir Halldóra. „Þetta snýst orðið um persónur og árásir á persónur ekki málefnin. Og ég hef ekki heyrt hann segja í einu einasta viðtali hver ágreiningurinn er.“ Hún segist ekkert hafa heyrt frá Ragnari þegar hann var að íhuga framboð en í samtali við fréttastofu sagðist hann þá ætla að fá það staðfest að stóru aðildarfélög sambandsins væru tilbúin að lægja öldurnar og halda áfram undir sinni forystu. „Hugsunin er dáldið þannig að það er bara „my way or no way" (við förum mína leið eða enga leið) og það er bara þeirra leið. Og þau vilja í rauninni... Þetta eru orðnir svona einræðistilburðir eiginlega,“ segir Halldóra. Hún telji að verkalýðshreyfingin hafi tapað trúverðugleika sínum, sérstaklega gagnvart atvinnurekendum. Hún hefur því miklar áhyggjur af komandi kjarasamningum: „Því að samningar eru samningar og þú verður að ganga svolítið lausnamiðaður til samninga. Þannig að í rauninni þegar það er ekki og búið að gefa það út að það eigi að vera verkföll án þess að vera búin að skila inn kröfugerðum... það eru ákaflega skrýtin vinnubrögð.“
Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Tengdar fréttir Óttast að ofbeldismenning taki yfir verkalýðshreyfinguna Stjórn Bárunnar, stéttarfélags, hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hún fordæmir allar tegundir ofbeldis og tilburði til eineltis. Báran segir ömurlegt að fylgjast með forystumönnum innan verkalýðshreyfingarinnar fagna afsögn Drífu Snædal. 12. ágúst 2022 10:14 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Óttast að ofbeldismenning taki yfir verkalýðshreyfinguna Stjórn Bárunnar, stéttarfélags, hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hún fordæmir allar tegundir ofbeldis og tilburði til eineltis. Báran segir ömurlegt að fylgjast með forystumönnum innan verkalýðshreyfingarinnar fagna afsögn Drífu Snædal. 12. ágúst 2022 10:14