Erlent

Ákærður fyrir að reyna að grípa í líkkistuna

Bjarki Sigurðsson skrifar
Maðurinn hljóp upp tröppurnar en var gripinn af vörðum.
Maðurinn hljóp upp tröppurnar en var gripinn af vörðum. EPA/Jessica Taylor

Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður í Bretlandi fyrir að reyna að grípa í líkkistu Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Maðurinn mun koma fram fyrir dómara á morgun.

Atvikið átti sér stað á föstudaginn í Westminster-höll en maðurinn hafði beðið í röð rétt eins og aðrir til að sjá líkkistu drottningarinnar. Hann ætlaði þó ekki að láta það duga, hljóp upp að kistunni og reyndi að grípa í hana.

Maðurinn er ákærður fyrir „hegðun sem miðar að því að valda vanlíðan eða áreitni“ og hefur verið í haldi lögreglu síðan atvikið átti sér stað.


Tengdar fréttir

Bretar bíða þolinmóðir í biðröð allra biðraða

Svo mikill fjöldi hefur raðað sér í röð til að votta Elísabet II Bretadrottningu virðingu sína í Lundúnum að fleiri komast ekki að í bili. Sjálfir hafa Bretar gert góðlátlegt grín að því að biðröðin sjálf sé það breskasta sem til er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×