Logi Tómasson: Þetta var rothögg Sverrir Mar Smárason skrifar 17. september 2022 16:50 Logi Tómasson, leikmaður Víkings. Vísir/Diego Víkingar fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma gegn KR í Bestu deild karla í dag. Jöfnunarmarkið gerir það að verkum að Víkingar eru 8 stigum á eftir Breiðablik þegar úrslitakeppnin hefst í október. Logi Tómasson, leikmaður Víkings, var gríðarlega svekktur í leikslok. „Ég er bara svekktur og ég held að liðið sé svekkt. Þetta var rothögg. Við skoruðum tvö mörk og mér fannst við vera með þá þangað til á svona 70.mín þegar við förum bara að pakka í vörn og bíða eftir því að leikurinn klárast. Þá mæta þeir framar og byrja að setja upp langa bolta og svoleiðis,“ sagði Logi. Víkingar breyttu í 5 manna vörn á 65. mínútu og talaði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari, um að það hafi verið hans mistök í viðtali eftir leikinn. Logi vill meira að liðið hafi bakkað of mikið. „Já það gæti verið. Ég er enginn þjálfari en mér fannst þetta bara lélegt. Það var lítil ákefð í lokin og menn voru kannski þreyttir. Ég veit það ekki alveg en þetta var bara lélegt,“ sagði Logi. Líkt og áður segir þá eru Víkingar eftir leiki dagsins 8 stigum á eftir Breiðablik og möguleikar þeirra á titli minnka mikið. „Möguleikarnir eru ekki miklir sko. Við höldum áfram og reynum að vinna rest og tryggja annað sætið sem gefur Evrópusæti sem getur verið sterkt líka,“ sagði Logi um möguleika liðsins. Logi hefur átt frábært tímabil í áhugaverðri stöðu sem einhverskonar blanda af bakverði og miðjumanni. Hann nýtur stöðunnar vel og þakkar Arnari fyrir traustið. Logi var valinn í u21 landslið Íslands fyrir mikilvæga leiki. Þá var einnig að ganga saga um að hann hefði neitað að fara á reynslu hjá Gautaborg í Svíþjóð en Logi tekur fyrir það. „Mér finnst þetta mjög skemmtileg staða og ástæðan fyrir því að ég er búinn að skora svona mikið af mörkum er því ég fæ frjálsræði frá Arnari. Hann vill að ég fari hærra því ég er gamall kantmaður í yngri flokkum og mér finnst gaman að sækja.“ „Þetta er spennandi verkefni með u21. Þetta verða 50/50 leikir held ég og við ætlum okkur áfram bara.“ „Þetta var nú bara eitthvað djók hjá félaga mínum. Ég er ekki á leiðinni á neina reynslu eða allavega ekki svo ég viti,“ sagði Logi að lokum. Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík KR Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur-KR 2-2 | Endurkoma gestanna minnkaði möguleika Víkinga á að verja titilinn til muna Íslandsmeistarar Víkings þurftu á sigri að halda þegar liðið tók á móti KR í lokaumferð Bestu-deildar karla áður en úrslitakeppnin tekur við. Víkingur komst í 2-0 en KR kom til baka og jafnaði 2-2 undir blálok leiksins. Mikið högg fyrir Víking sem er átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 16:10 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Sjá meira
„Ég er bara svekktur og ég held að liðið sé svekkt. Þetta var rothögg. Við skoruðum tvö mörk og mér fannst við vera með þá þangað til á svona 70.mín þegar við förum bara að pakka í vörn og bíða eftir því að leikurinn klárast. Þá mæta þeir framar og byrja að setja upp langa bolta og svoleiðis,“ sagði Logi. Víkingar breyttu í 5 manna vörn á 65. mínútu og talaði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari, um að það hafi verið hans mistök í viðtali eftir leikinn. Logi vill meira að liðið hafi bakkað of mikið. „Já það gæti verið. Ég er enginn þjálfari en mér fannst þetta bara lélegt. Það var lítil ákefð í lokin og menn voru kannski þreyttir. Ég veit það ekki alveg en þetta var bara lélegt,“ sagði Logi. Líkt og áður segir þá eru Víkingar eftir leiki dagsins 8 stigum á eftir Breiðablik og möguleikar þeirra á titli minnka mikið. „Möguleikarnir eru ekki miklir sko. Við höldum áfram og reynum að vinna rest og tryggja annað sætið sem gefur Evrópusæti sem getur verið sterkt líka,“ sagði Logi um möguleika liðsins. Logi hefur átt frábært tímabil í áhugaverðri stöðu sem einhverskonar blanda af bakverði og miðjumanni. Hann nýtur stöðunnar vel og þakkar Arnari fyrir traustið. Logi var valinn í u21 landslið Íslands fyrir mikilvæga leiki. Þá var einnig að ganga saga um að hann hefði neitað að fara á reynslu hjá Gautaborg í Svíþjóð en Logi tekur fyrir það. „Mér finnst þetta mjög skemmtileg staða og ástæðan fyrir því að ég er búinn að skora svona mikið af mörkum er því ég fæ frjálsræði frá Arnari. Hann vill að ég fari hærra því ég er gamall kantmaður í yngri flokkum og mér finnst gaman að sækja.“ „Þetta er spennandi verkefni með u21. Þetta verða 50/50 leikir held ég og við ætlum okkur áfram bara.“ „Þetta var nú bara eitthvað djók hjá félaga mínum. Ég er ekki á leiðinni á neina reynslu eða allavega ekki svo ég viti,“ sagði Logi að lokum.
Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík KR Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur-KR 2-2 | Endurkoma gestanna minnkaði möguleika Víkinga á að verja titilinn til muna Íslandsmeistarar Víkings þurftu á sigri að halda þegar liðið tók á móti KR í lokaumferð Bestu-deildar karla áður en úrslitakeppnin tekur við. Víkingur komst í 2-0 en KR kom til baka og jafnaði 2-2 undir blálok leiksins. Mikið högg fyrir Víking sem er átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 16:10 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Sjá meira
Leik lokið: Víkingur-KR 2-2 | Endurkoma gestanna minnkaði möguleika Víkinga á að verja titilinn til muna Íslandsmeistarar Víkings þurftu á sigri að halda þegar liðið tók á móti KR í lokaumferð Bestu-deildar karla áður en úrslitakeppnin tekur við. Víkingur komst í 2-0 en KR kom til baka og jafnaði 2-2 undir blálok leiksins. Mikið högg fyrir Víking sem er átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 16:10