Eigandi Plútós vill leyfa skriðdýrahald á Íslandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. september 2022 10:13 Plútó drekkur hér vatn úr búri sínu, sem er orðið heldur lítið fyrir kallinn að sögn eigandans. Hann ætlar að kaupa stærra búr undir Plútó, sem er kornsnákur. Þeir stækka hratt og geta orðið allt að eins og hálfs metra langir. vísir/einar Snákar og skriðdýr eru orðin nokkuð algeng gæludýr á Íslandi. Ætla má að dýrin finnist hér í hundraðatali. Við litum við hjá eiganda snáksins Plútós, sem vill leyfa skriðdýrahald á Íslandi. Af augljósum ástæðum kom eigandinn ekki fram undir nafni. Það er stranglega bannað að halda snáka eða önnur skriðdýr á Íslandi og ef lögregla eða Matvælastofnun (MAST) kæmust að því hvar Plútó býr yrði hann tekinn burtu og aflífaður. „Við fáum yfirleitt lögregluna í lið með okkur þar sem að dýrin eru svo fjarlægð. Við þurfum yfirleitt að leita til lögreglu þar sem fólk trúlega er ófúst til að láta slík dýr af hendi. Svo er farið með dýrið til dýralæknis þar sem það er aflífað á mannúðlegan hátt,” segir Þóra J. Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá MAST, spurð hver viðbrögð stofnunarinnar séu fái þau ábendingar um skriðdýrahald fólks á Íslandi. Þóra J. Jónasdóttir, sérdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að stofnunin fái að jafnaði um tíu tilkynningar á ári um skriðdýrahald á Íslandi.VÍSIR/EINAR Ætla má að skriðdýr á íslenskum heimilum séu í hundraðatali. Á leynilegri Facebook-síðu hafa eigendur þeirra safnast saman til að ræða allt sem tengist skriðdýrahaldi. Meðlimir hópsins eru tæplega þúsund talsins. Eigandi Plútós segir snákinn gott gæludýr. Snákurinn og kötturinn mestu mátar „Mér finnst þetta bara vera svo flott dýr beisikklí. Tengi við snákinn,” segir hann. Mun betri gæludýrakostur en köttur eða hundur að hans sögn enda fer ekki mikið fyrir þeim. Plútó horfir löngunaraugum á jakkaföt fréttamanns, sem hann var afar spenntur að kanna nánar. Rétt eftir að myndin var tekin var hann kominn hálfur inn undir ermi jakkans.vísir/einar „Já, ég er með einn kött hérna heima líka og ég hef meira gaman af snáknum.” Hvernig ná þeir saman? „Þeir eru mjög fínir vinir. Kötturinn kemur oft til okkar upp í rúm þegar við erum þar og þeir fara eitthvað að kýtast og leika sér.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá þegar fréttastofa leit við hjá Plútó og eiganda hans: Matvælastofnun segir tvær meginástæður fyrir því að ekki megi eiga hér skriðdýr. Annars vegar dýravelferðarsjónarmið. Þeir séu villt dýr. Og hins vegar geti þeim fylgt ýmsir smitsjúkdómar eins og sníkjudýr, bakteríur, sveppir og veirur og mikið af þessu getur smitast beint yfir í fólk. En eigandi Plútós hefur ekki miklar áhyggjur af þessu. Aldrei hefur hann lent í veseni með smitsjúkdóma þegar kemur að Plútó, þvær sér alltaf um hendur eftir að hann heldur á honum og hefur aldrei heyrt af slíkum tilfellum úr samfélagi skriðdýraeigenda á Íslandi. Plútó er bara nokkuð sætur þegar maður fær að kynnast honum aðeins. vísir/einar Finnst þér að þetta ætti að vera leyfilegt á Íslandi? „Mér finnst það. Þú veist, þetta er bara í búri og þegar fólk getur átt ketti þá skil ég ekki af hverju það má ekki eiga einn snák.“ Eigandinn bendir á að til dæmis í Noregi séu þeir seldir í gæludýrabúðum og að hér væri auðvelt að koma á eðlilegu eftirliti og umhverfi til að leyfa snákahald. Dýr Gæludýr Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Sjá meira
Af augljósum ástæðum kom eigandinn ekki fram undir nafni. Það er stranglega bannað að halda snáka eða önnur skriðdýr á Íslandi og ef lögregla eða Matvælastofnun (MAST) kæmust að því hvar Plútó býr yrði hann tekinn burtu og aflífaður. „Við fáum yfirleitt lögregluna í lið með okkur þar sem að dýrin eru svo fjarlægð. Við þurfum yfirleitt að leita til lögreglu þar sem fólk trúlega er ófúst til að láta slík dýr af hendi. Svo er farið með dýrið til dýralæknis þar sem það er aflífað á mannúðlegan hátt,” segir Þóra J. Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá MAST, spurð hver viðbrögð stofnunarinnar séu fái þau ábendingar um skriðdýrahald fólks á Íslandi. Þóra J. Jónasdóttir, sérdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að stofnunin fái að jafnaði um tíu tilkynningar á ári um skriðdýrahald á Íslandi.VÍSIR/EINAR Ætla má að skriðdýr á íslenskum heimilum séu í hundraðatali. Á leynilegri Facebook-síðu hafa eigendur þeirra safnast saman til að ræða allt sem tengist skriðdýrahaldi. Meðlimir hópsins eru tæplega þúsund talsins. Eigandi Plútós segir snákinn gott gæludýr. Snákurinn og kötturinn mestu mátar „Mér finnst þetta bara vera svo flott dýr beisikklí. Tengi við snákinn,” segir hann. Mun betri gæludýrakostur en köttur eða hundur að hans sögn enda fer ekki mikið fyrir þeim. Plútó horfir löngunaraugum á jakkaföt fréttamanns, sem hann var afar spenntur að kanna nánar. Rétt eftir að myndin var tekin var hann kominn hálfur inn undir ermi jakkans.vísir/einar „Já, ég er með einn kött hérna heima líka og ég hef meira gaman af snáknum.” Hvernig ná þeir saman? „Þeir eru mjög fínir vinir. Kötturinn kemur oft til okkar upp í rúm þegar við erum þar og þeir fara eitthvað að kýtast og leika sér.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá þegar fréttastofa leit við hjá Plútó og eiganda hans: Matvælastofnun segir tvær meginástæður fyrir því að ekki megi eiga hér skriðdýr. Annars vegar dýravelferðarsjónarmið. Þeir séu villt dýr. Og hins vegar geti þeim fylgt ýmsir smitsjúkdómar eins og sníkjudýr, bakteríur, sveppir og veirur og mikið af þessu getur smitast beint yfir í fólk. En eigandi Plútós hefur ekki miklar áhyggjur af þessu. Aldrei hefur hann lent í veseni með smitsjúkdóma þegar kemur að Plútó, þvær sér alltaf um hendur eftir að hann heldur á honum og hefur aldrei heyrt af slíkum tilfellum úr samfélagi skriðdýraeigenda á Íslandi. Plútó er bara nokkuð sætur þegar maður fær að kynnast honum aðeins. vísir/einar Finnst þér að þetta ætti að vera leyfilegt á Íslandi? „Mér finnst það. Þú veist, þetta er bara í búri og þegar fólk getur átt ketti þá skil ég ekki af hverju það má ekki eiga einn snák.“ Eigandinn bendir á að til dæmis í Noregi séu þeir seldir í gæludýrabúðum og að hér væri auðvelt að koma á eðlilegu eftirliti og umhverfi til að leyfa snákahald.
Dýr Gæludýr Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Sjá meira