Eigandi Plútós vill leyfa skriðdýrahald á Íslandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. september 2022 10:13 Plútó drekkur hér vatn úr búri sínu, sem er orðið heldur lítið fyrir kallinn að sögn eigandans. Hann ætlar að kaupa stærra búr undir Plútó, sem er kornsnákur. Þeir stækka hratt og geta orðið allt að eins og hálfs metra langir. vísir/einar Snákar og skriðdýr eru orðin nokkuð algeng gæludýr á Íslandi. Ætla má að dýrin finnist hér í hundraðatali. Við litum við hjá eiganda snáksins Plútós, sem vill leyfa skriðdýrahald á Íslandi. Af augljósum ástæðum kom eigandinn ekki fram undir nafni. Það er stranglega bannað að halda snáka eða önnur skriðdýr á Íslandi og ef lögregla eða Matvælastofnun (MAST) kæmust að því hvar Plútó býr yrði hann tekinn burtu og aflífaður. „Við fáum yfirleitt lögregluna í lið með okkur þar sem að dýrin eru svo fjarlægð. Við þurfum yfirleitt að leita til lögreglu þar sem fólk trúlega er ófúst til að láta slík dýr af hendi. Svo er farið með dýrið til dýralæknis þar sem það er aflífað á mannúðlegan hátt,” segir Þóra J. Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá MAST, spurð hver viðbrögð stofnunarinnar séu fái þau ábendingar um skriðdýrahald fólks á Íslandi. Þóra J. Jónasdóttir, sérdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að stofnunin fái að jafnaði um tíu tilkynningar á ári um skriðdýrahald á Íslandi.VÍSIR/EINAR Ætla má að skriðdýr á íslenskum heimilum séu í hundraðatali. Á leynilegri Facebook-síðu hafa eigendur þeirra safnast saman til að ræða allt sem tengist skriðdýrahaldi. Meðlimir hópsins eru tæplega þúsund talsins. Eigandi Plútós segir snákinn gott gæludýr. Snákurinn og kötturinn mestu mátar „Mér finnst þetta bara vera svo flott dýr beisikklí. Tengi við snákinn,” segir hann. Mun betri gæludýrakostur en köttur eða hundur að hans sögn enda fer ekki mikið fyrir þeim. Plútó horfir löngunaraugum á jakkaföt fréttamanns, sem hann var afar spenntur að kanna nánar. Rétt eftir að myndin var tekin var hann kominn hálfur inn undir ermi jakkans.vísir/einar „Já, ég er með einn kött hérna heima líka og ég hef meira gaman af snáknum.” Hvernig ná þeir saman? „Þeir eru mjög fínir vinir. Kötturinn kemur oft til okkar upp í rúm þegar við erum þar og þeir fara eitthvað að kýtast og leika sér.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá þegar fréttastofa leit við hjá Plútó og eiganda hans: Matvælastofnun segir tvær meginástæður fyrir því að ekki megi eiga hér skriðdýr. Annars vegar dýravelferðarsjónarmið. Þeir séu villt dýr. Og hins vegar geti þeim fylgt ýmsir smitsjúkdómar eins og sníkjudýr, bakteríur, sveppir og veirur og mikið af þessu getur smitast beint yfir í fólk. En eigandi Plútós hefur ekki miklar áhyggjur af þessu. Aldrei hefur hann lent í veseni með smitsjúkdóma þegar kemur að Plútó, þvær sér alltaf um hendur eftir að hann heldur á honum og hefur aldrei heyrt af slíkum tilfellum úr samfélagi skriðdýraeigenda á Íslandi. Plútó er bara nokkuð sætur þegar maður fær að kynnast honum aðeins. vísir/einar Finnst þér að þetta ætti að vera leyfilegt á Íslandi? „Mér finnst það. Þú veist, þetta er bara í búri og þegar fólk getur átt ketti þá skil ég ekki af hverju það má ekki eiga einn snák.“ Eigandinn bendir á að til dæmis í Noregi séu þeir seldir í gæludýrabúðum og að hér væri auðvelt að koma á eðlilegu eftirliti og umhverfi til að leyfa snákahald. Dýr Gæludýr Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Af augljósum ástæðum kom eigandinn ekki fram undir nafni. Það er stranglega bannað að halda snáka eða önnur skriðdýr á Íslandi og ef lögregla eða Matvælastofnun (MAST) kæmust að því hvar Plútó býr yrði hann tekinn burtu og aflífaður. „Við fáum yfirleitt lögregluna í lið með okkur þar sem að dýrin eru svo fjarlægð. Við þurfum yfirleitt að leita til lögreglu þar sem fólk trúlega er ófúst til að láta slík dýr af hendi. Svo er farið með dýrið til dýralæknis þar sem það er aflífað á mannúðlegan hátt,” segir Þóra J. Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá MAST, spurð hver viðbrögð stofnunarinnar séu fái þau ábendingar um skriðdýrahald fólks á Íslandi. Þóra J. Jónasdóttir, sérdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að stofnunin fái að jafnaði um tíu tilkynningar á ári um skriðdýrahald á Íslandi.VÍSIR/EINAR Ætla má að skriðdýr á íslenskum heimilum séu í hundraðatali. Á leynilegri Facebook-síðu hafa eigendur þeirra safnast saman til að ræða allt sem tengist skriðdýrahaldi. Meðlimir hópsins eru tæplega þúsund talsins. Eigandi Plútós segir snákinn gott gæludýr. Snákurinn og kötturinn mestu mátar „Mér finnst þetta bara vera svo flott dýr beisikklí. Tengi við snákinn,” segir hann. Mun betri gæludýrakostur en köttur eða hundur að hans sögn enda fer ekki mikið fyrir þeim. Plútó horfir löngunaraugum á jakkaföt fréttamanns, sem hann var afar spenntur að kanna nánar. Rétt eftir að myndin var tekin var hann kominn hálfur inn undir ermi jakkans.vísir/einar „Já, ég er með einn kött hérna heima líka og ég hef meira gaman af snáknum.” Hvernig ná þeir saman? „Þeir eru mjög fínir vinir. Kötturinn kemur oft til okkar upp í rúm þegar við erum þar og þeir fara eitthvað að kýtast og leika sér.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá þegar fréttastofa leit við hjá Plútó og eiganda hans: Matvælastofnun segir tvær meginástæður fyrir því að ekki megi eiga hér skriðdýr. Annars vegar dýravelferðarsjónarmið. Þeir séu villt dýr. Og hins vegar geti þeim fylgt ýmsir smitsjúkdómar eins og sníkjudýr, bakteríur, sveppir og veirur og mikið af þessu getur smitast beint yfir í fólk. En eigandi Plútós hefur ekki miklar áhyggjur af þessu. Aldrei hefur hann lent í veseni með smitsjúkdóma þegar kemur að Plútó, þvær sér alltaf um hendur eftir að hann heldur á honum og hefur aldrei heyrt af slíkum tilfellum úr samfélagi skriðdýraeigenda á Íslandi. Plútó er bara nokkuð sætur þegar maður fær að kynnast honum aðeins. vísir/einar Finnst þér að þetta ætti að vera leyfilegt á Íslandi? „Mér finnst það. Þú veist, þetta er bara í búri og þegar fólk getur átt ketti þá skil ég ekki af hverju það má ekki eiga einn snák.“ Eigandinn bendir á að til dæmis í Noregi séu þeir seldir í gæludýrabúðum og að hér væri auðvelt að koma á eðlilegu eftirliti og umhverfi til að leyfa snákahald.
Dýr Gæludýr Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira