Kallar eftir frelsun bænda Snorri Másson skrifar 16. september 2022 20:47 Daði Már Kristófersson prófessor í umhverfis- og auðlindafræði segir að aukin jarðrækt, grænmetis og annarra afurða, geti skipt sköpum í loftslagsmálum í framtíðinni en þá þurfi að frelsa bændur undan regluverki. Enginn mælanlegur árangur er af loftslagsaðgerðum stjórnvalda þrátt fyrir metnaðarfull áform þeirra að mati Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Það er dagur íslenskrar náttúru og í gær voru áhugamönnum um náttúruvernd og loftslagsmál fluttar slæmar fréttir. Bráðabirgðaútreikningar sýna að losun gróðurhúsalofttegunda jókst á milli áranna 2020 og 2021, þegar öll viðleitni stjórnvalda miðar að hinu gagnstæða. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir þetta þyngra en tárum taki: „Ég var bjartsýnn fyrir 5-10 árum og hélt að hlutirnir myndu ganga miklu hraðar fyrir sig, þannig að lesa þessar fréttir í gær 15. september, þetta var enginn sérstakur gleðidagur.“ Enginn mælanlegur árangur, segir Einar. En af hverju gengur þetta svona hægt þrátt fyrir allar nefndirnar og stefnurnar? Ísland er númer tvö í heiminum í rafbílaeign og nýtur þess að nota hreina orku, það er gott, en á sviði matvæla segir prófessor að draga mætti mjög úr losun. Daði Már Kristófersson, prófessor í umhverfis- og auðlindahagfræði, einnig fyrrverandi aðstoðarrektor Landbúnaðarháskóla Íslands.Vísir/Egill „Ef við flytjum okkur á milli þess að neyta mikils prótíns úr dýraríkinu og nýta meira úr jurtaríkinu drögum við verulega úr losun í leiðinni. Vistspor allrar jarðræktar er bara brot af því sem hún er í framleiðslu af dýraafurðum,“ segir Daði Már. En aðstæður eru ekki hagfelldar til stóraukinnar jarðræktar á Íslandi, ekki vegna náttúrunnar eða veðursins, heldur vegna opinbera kerfisins, eins og bandaríkjamaður með lífrænan búskap á Suðurlandi lýsti fyrir fréttastofu. Nicholas Ian Robinson er garðyrkjubóndi í Reykjalundi í Grímsnesi og vinnur að doktorsrannsókn í landafræði.Vísir „Til þess að rækta eins og við viljum gera það þurfum við að eiga samtal um sértækan fjárhagsstuðning sem við þyrftum að fá frá stjórnvöldum,“ segir Nicholas Ian Robinson, bóndi á Suðurlandi. Daði Már segir einnig að kerfið stuðli ekki að grænmetisrækt. „Stóra vandamálið okkar er að landbúnaðarkerfið endurspeglar miklu frekar söguna en framtíðarþarfir Íslands. Þannig að það sem þarf að gera er að frelsa bændur frá regluverkinu og okinu sem hvílir á þeim. Þannig að þeir geti nýtt tækifærin sem eru á Íslandi í landbúnaðarframleiðslu. Ekki bara grænmeti heldur öll jarðrækt á Íslandi gæti verið miklu umfangsmeiri en hún er,“ segir Daði. Landbúnaður Umhverfismál Tengdar fréttir Þokkalegt hljóð í bændum eftir ellefu fundi um allt land Þrátt fyrir að bændur glími við ýmsa erfiðleika í búrekstrinum, ekki síst hækkanir á aðföngum, þá er nokkuð gott hljóð í þeim. 29. ágúst 2022 21:04 2,5 milljarðar til að bregðast við alvarlegri stöðu í landbúnaði Sérstakur spretthópur matvælaráðherra hefur lagt til að greitt verði samtals um 2,5 milljarða álag á ákveðnar greiðslur samkvæmt gildandi búvörusamningum til bænda til að bregðast við alvarlegri stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. 14. júní 2022 12:03 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Það er dagur íslenskrar náttúru og í gær voru áhugamönnum um náttúruvernd og loftslagsmál fluttar slæmar fréttir. Bráðabirgðaútreikningar sýna að losun gróðurhúsalofttegunda jókst á milli áranna 2020 og 2021, þegar öll viðleitni stjórnvalda miðar að hinu gagnstæða. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir þetta þyngra en tárum taki: „Ég var bjartsýnn fyrir 5-10 árum og hélt að hlutirnir myndu ganga miklu hraðar fyrir sig, þannig að lesa þessar fréttir í gær 15. september, þetta var enginn sérstakur gleðidagur.“ Enginn mælanlegur árangur, segir Einar. En af hverju gengur þetta svona hægt þrátt fyrir allar nefndirnar og stefnurnar? Ísland er númer tvö í heiminum í rafbílaeign og nýtur þess að nota hreina orku, það er gott, en á sviði matvæla segir prófessor að draga mætti mjög úr losun. Daði Már Kristófersson, prófessor í umhverfis- og auðlindahagfræði, einnig fyrrverandi aðstoðarrektor Landbúnaðarháskóla Íslands.Vísir/Egill „Ef við flytjum okkur á milli þess að neyta mikils prótíns úr dýraríkinu og nýta meira úr jurtaríkinu drögum við verulega úr losun í leiðinni. Vistspor allrar jarðræktar er bara brot af því sem hún er í framleiðslu af dýraafurðum,“ segir Daði Már. En aðstæður eru ekki hagfelldar til stóraukinnar jarðræktar á Íslandi, ekki vegna náttúrunnar eða veðursins, heldur vegna opinbera kerfisins, eins og bandaríkjamaður með lífrænan búskap á Suðurlandi lýsti fyrir fréttastofu. Nicholas Ian Robinson er garðyrkjubóndi í Reykjalundi í Grímsnesi og vinnur að doktorsrannsókn í landafræði.Vísir „Til þess að rækta eins og við viljum gera það þurfum við að eiga samtal um sértækan fjárhagsstuðning sem við þyrftum að fá frá stjórnvöldum,“ segir Nicholas Ian Robinson, bóndi á Suðurlandi. Daði Már segir einnig að kerfið stuðli ekki að grænmetisrækt. „Stóra vandamálið okkar er að landbúnaðarkerfið endurspeglar miklu frekar söguna en framtíðarþarfir Íslands. Þannig að það sem þarf að gera er að frelsa bændur frá regluverkinu og okinu sem hvílir á þeim. Þannig að þeir geti nýtt tækifærin sem eru á Íslandi í landbúnaðarframleiðslu. Ekki bara grænmeti heldur öll jarðrækt á Íslandi gæti verið miklu umfangsmeiri en hún er,“ segir Daði.
Landbúnaður Umhverfismál Tengdar fréttir Þokkalegt hljóð í bændum eftir ellefu fundi um allt land Þrátt fyrir að bændur glími við ýmsa erfiðleika í búrekstrinum, ekki síst hækkanir á aðföngum, þá er nokkuð gott hljóð í þeim. 29. ágúst 2022 21:04 2,5 milljarðar til að bregðast við alvarlegri stöðu í landbúnaði Sérstakur spretthópur matvælaráðherra hefur lagt til að greitt verði samtals um 2,5 milljarða álag á ákveðnar greiðslur samkvæmt gildandi búvörusamningum til bænda til að bregðast við alvarlegri stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. 14. júní 2022 12:03 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Þokkalegt hljóð í bændum eftir ellefu fundi um allt land Þrátt fyrir að bændur glími við ýmsa erfiðleika í búrekstrinum, ekki síst hækkanir á aðföngum, þá er nokkuð gott hljóð í þeim. 29. ágúst 2022 21:04
2,5 milljarðar til að bregðast við alvarlegri stöðu í landbúnaði Sérstakur spretthópur matvælaráðherra hefur lagt til að greitt verði samtals um 2,5 milljarða álag á ákveðnar greiðslur samkvæmt gildandi búvörusamningum til bænda til að bregðast við alvarlegri stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. 14. júní 2022 12:03