Aftur handtekin í tengslum við árásina á liðsfélaga Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2022 15:16 Aminata Diallo á æfingu með PSG síðasta vetur. Hún hefur nú lagt skóna á hilluna. Getty/Aurelien Meunier Knattspyrnukonan Aminata Diallo hefur á ný verið handtekinn og sett í gæsluvarðhald vegna rannsóknar frönsku lögreglunnar á árásinni á Kheiru Hamraoui, liðsfélaga Diallo hjá PSG. Lögregla reynir enn að komast að því hverjir stóðu á bakvið árásina á Hamraoui þann 4. nóvember í fyrra. Hún hafði fengið far heim af veitingastað með Diallo en grímuklæddir menn stöðvuðu bifreiðina, drógu Hamraoui út og slógu hana með barefli. Þeir virtust leggja sérstaka áherslu á að skaða fætur Hamraoui sem hlaut skurði og fleiri áverka. Diallo var handtekin viku eftir árásina og sætti þá gæsluvarðhaldi í 36 klukkustundir en var svo sleppt. Hún hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Diallo var svo aftur handtekin nú í morgun af lögreglunni í Versölum, í nágrenni Parísar, og hvorki hún né lögfræðingur hennar hafa tjáð sig um málið opinberlega eftir það. Bíómyndamál sem teygir anga sína víðar Mikið hefur verið fjallað um málið og segir New York Times kvikmyndagerðarmenn hafa leitað til þeirra Diallo og Hamraoui með það í huga að gera bíómynd um málið. Það hafi þeir gert með það í huga að mögulega hafi Diallo viljað að árásin yrði gerð, í von um að fá að spila meira fyrir PSG þar sem hún átti í samkeppni við Hamraoui um stöðu í liðinu. Inn í málið fléttast svo einnig hjónaskilnaður Erics og Hayet Abidal en Eric, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Frakklands og leikmaður Barcelona, mun hafa viðurkennt fyrir konu sinni að hafa haldið framhjá henni með Hamraoui. Við rannsókn á árásinni á Hamraoui fannst nefnilega símakort sem var í eigu Erics Abidal. Auk þess að handtaka Diallo voru fjórar aðrar handtökur gerðar, samkvæmt yfirlýsingu lögreglu í dag. Hvorug spilar með Berglindi í dag Málið virðist hafa eyðilagt knattspyrnuferla bæði Diallo, sem er 27 ára, og Hamraoui, sem er 32 ára. Hvorug þeirra hefur verið að spila með Berglindi Björg Þorvaldsdóttur og öðrum liðsfélögum PSG í byrjun tímabilsins. Diallo lagði skóna á hilluna í sumar en Hamraoui á í deilum við PSG sem hefur ekki leyft henni að spila, samkvæmt frétt New York Times. Þá var hvorug þeirra valin í franska landsliðið fyrir EM í sumar. Fótbolti Franski boltinn Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Fleiri fréttir „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Sjá meira
Lögregla reynir enn að komast að því hverjir stóðu á bakvið árásina á Hamraoui þann 4. nóvember í fyrra. Hún hafði fengið far heim af veitingastað með Diallo en grímuklæddir menn stöðvuðu bifreiðina, drógu Hamraoui út og slógu hana með barefli. Þeir virtust leggja sérstaka áherslu á að skaða fætur Hamraoui sem hlaut skurði og fleiri áverka. Diallo var handtekin viku eftir árásina og sætti þá gæsluvarðhaldi í 36 klukkustundir en var svo sleppt. Hún hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Diallo var svo aftur handtekin nú í morgun af lögreglunni í Versölum, í nágrenni Parísar, og hvorki hún né lögfræðingur hennar hafa tjáð sig um málið opinberlega eftir það. Bíómyndamál sem teygir anga sína víðar Mikið hefur verið fjallað um málið og segir New York Times kvikmyndagerðarmenn hafa leitað til þeirra Diallo og Hamraoui með það í huga að gera bíómynd um málið. Það hafi þeir gert með það í huga að mögulega hafi Diallo viljað að árásin yrði gerð, í von um að fá að spila meira fyrir PSG þar sem hún átti í samkeppni við Hamraoui um stöðu í liðinu. Inn í málið fléttast svo einnig hjónaskilnaður Erics og Hayet Abidal en Eric, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Frakklands og leikmaður Barcelona, mun hafa viðurkennt fyrir konu sinni að hafa haldið framhjá henni með Hamraoui. Við rannsókn á árásinni á Hamraoui fannst nefnilega símakort sem var í eigu Erics Abidal. Auk þess að handtaka Diallo voru fjórar aðrar handtökur gerðar, samkvæmt yfirlýsingu lögreglu í dag. Hvorug spilar með Berglindi í dag Málið virðist hafa eyðilagt knattspyrnuferla bæði Diallo, sem er 27 ára, og Hamraoui, sem er 32 ára. Hvorug þeirra hefur verið að spila með Berglindi Björg Þorvaldsdóttur og öðrum liðsfélögum PSG í byrjun tímabilsins. Diallo lagði skóna á hilluna í sumar en Hamraoui á í deilum við PSG sem hefur ekki leyft henni að spila, samkvæmt frétt New York Times. Þá var hvorug þeirra valin í franska landsliðið fyrir EM í sumar.
Fótbolti Franski boltinn Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Fleiri fréttir „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Sjá meira