Aron Einar aftur í landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2022 10:01 Aron Einar Gunnarsson lék síðast með íslenska landsliðinu gegn Póllandi í vináttulandsleik í júní á síðasta ári. Getty Aron Einar Gunnarsson snýr aftur í íslenska landsliðshópinn í fótbolta fyrir næstu leiki liðsins sem fara fram síðar í þessum mánuði. Þetta er fullyrt í grein mbl.is en Arnar Þór Viðarsson tilkynnir næsta landsliðshóp sinn á blaðamannafundi klukkan 13:15 í dag, í beinni útsendingu á Vísi. Aron Einar hefur ekki verið valinn í landsliðið síðan í júní á síðasta ári en hann kom ekki til greina vegna ásakana um nauðgun. Aron Einar hefur ávallt neitað sök og eftir að ríkissaksóknari staðfesti í síðasta mánuði niðurfellingu héraðssaksóknara á kynferðisbrotamálinu sem höfðað var gegn Aroni, og Eggerti Gunnþóri Jónssyni, er Arnari samkvæmt reglum KSÍ heimilt að velja hann í landsliðið. Aron Einar, sem er 33 ára gamall, gæti því nálgast hundrað landsleikja múrinn en hann á að baki 97 A-landsleiki og hefur leitt íslenska liðið sem fyrirliði á tvö stórmót, EM 2016 og HM 2018. Hann hefur leikið með Al Arabi í Katar síðustu ár og er með liðinu á toppi katörsku úrvalsdeildarinnar eftir sjö umferðir. Ísland mætir Venesúela í vináttulandsleik 22. september til að undirbúa sig fyrir leik sem gæti orðið ansi mikilvægur, þann 27. september á útivelli gegn Albaníu, þegar keppni í Þjóðadeildinni lýkur. Leikurinn gæti orðið afar úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins sem Ísland er í, í B-deild Þjóðadeildarinnar, en sigur í riðlinum veitir sterka stöðu í undankeppni EM 2024 og rétt til að spila í umspili ef á þarf að halda. Ísland þarf þó að treysta á að Albanía tapi ekki gegn Ísrael í leik sem fram fer þremur dögum fyrr, eða 24. september, því annars vinnur Ísrael riðilinn. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum Sjá meira
Þetta er fullyrt í grein mbl.is en Arnar Þór Viðarsson tilkynnir næsta landsliðshóp sinn á blaðamannafundi klukkan 13:15 í dag, í beinni útsendingu á Vísi. Aron Einar hefur ekki verið valinn í landsliðið síðan í júní á síðasta ári en hann kom ekki til greina vegna ásakana um nauðgun. Aron Einar hefur ávallt neitað sök og eftir að ríkissaksóknari staðfesti í síðasta mánuði niðurfellingu héraðssaksóknara á kynferðisbrotamálinu sem höfðað var gegn Aroni, og Eggerti Gunnþóri Jónssyni, er Arnari samkvæmt reglum KSÍ heimilt að velja hann í landsliðið. Aron Einar, sem er 33 ára gamall, gæti því nálgast hundrað landsleikja múrinn en hann á að baki 97 A-landsleiki og hefur leitt íslenska liðið sem fyrirliði á tvö stórmót, EM 2016 og HM 2018. Hann hefur leikið með Al Arabi í Katar síðustu ár og er með liðinu á toppi katörsku úrvalsdeildarinnar eftir sjö umferðir. Ísland mætir Venesúela í vináttulandsleik 22. september til að undirbúa sig fyrir leik sem gæti orðið ansi mikilvægur, þann 27. september á útivelli gegn Albaníu, þegar keppni í Þjóðadeildinni lýkur. Leikurinn gæti orðið afar úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins sem Ísland er í, í B-deild Þjóðadeildarinnar, en sigur í riðlinum veitir sterka stöðu í undankeppni EM 2024 og rétt til að spila í umspili ef á þarf að halda. Ísland þarf þó að treysta á að Albanía tapi ekki gegn Ísrael í leik sem fram fer þremur dögum fyrr, eða 24. september, því annars vinnur Ísrael riðilinn.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum Sjá meira