Erlent

Átta látið lífið eftir úr­hellis­rigningu á Ítalíu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Íbúar héraðsins hafa eytt morgninum í að bjarga því sem bjarga má eftir rnóttina.
Íbúar héraðsins hafa eytt morgninum í að bjarga því sem bjarga má eftir rnóttina. EPA/Carlo Leone

Að minnsta kosti átta hafa látið lífið eftir úrhellisrigningu á Ítalíu í nótt. Fjögurra er enn saknað en rigningin í nótt samsvarar helming þess sem venjan er á svæðinu á einu ári.

Héraðið Marche kom verst út úr rigningunni en götur borga og bæja eru margar hverjar á floti. Bæjarstjóri Ancona, héraðshöfuðborgar Marche, sagði í samtali við ítalska ríkisútvarpið að honum hafi liðið eins og það væri stór jarðskjálfti á svæðinu.

Búist var við rigningu á svæðinu en alls ekki svona mikilli. Um 400 millimetrar af rigningu féllu á tveimur til þremur tímum en ársmeðaltalið á svæðinu er 800 millimetrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×