Dæmi um fjármálamisferli hjá jamaíska sambandinu Valur Páll Eiríksson skrifar 16. september 2022 08:01 Heimir tekur líklega formlega við Jamaíku í dag. Vísir/Getty Strembnar vinnuaðstæður kunna að taka við Heimi Hallgrímssyni þegar hann tekur við sem landsliðsþjálfari Jamaíku. Ámælisverð fjármálastjórn hefur loðað við knattspyrnusambandið í landinu. Sambandið hefur sætt gagnrýni frá leikmönnum liðsins og blandaði dóttir söngvarans sáluga Bobs Marley sér í málið í vikunni þar sem kallað var eftir samstöðu með Andre Blake, markverði og fyrirliða liðsins. Hann er ekki í nýjasta landsliðshópnum eftir að hafa gagnrýnt stjórnarmenn hjá sambandinu. Þá tók töluverðan tíma að leysa harða launadeilu leikmanna og sambandsins í fyrra, þar sem litlu munaði að liðið þyrfti að gefa leiki í undankeppni HM. Klippa: Sportpakkinn: Heimir og sambandið „Það hefur verið örlítið vandamál í tengslum við laun leikmanna. Það má líklega rekja til samskiptaörðugleika og kannski rangrar ráðstöfunar fés. Fótbolti er á meðal þeirra íþrótta sem fær mest fé í Jamaíku jafnvel þó frjálsar íþróttir séu einnig ofarlega á lista,“ segir jamaíski íþróttafræðingurinn og þjálfarinn Pete Coley. „Fótbolti er vinsælasta íþróttin á Jamaíku og fótboltasambandið fær mest fé og það hafa verið vandamál og tilfelli þar sem fénu hefur ekki verið ráðstafað almennilega, sem má rekja til vandræða í samskiptum. Í fyrra komu upp vandamál sem voru á lokum leyst og liðið hélt áfram í undankeppni HM,“ segir hann um deiluna. Aðspurður um hvort spilling ríki í sambandinu segir hann: „Spilling (e. corruption) er kannski full sterkt orð. Ég myndi segja fjármálamisferli (e. misallocation of funds) þar sem ekki er verið að deila fé út á rétta staði á réttum tíma. Það má kannski segja að það sé eilítil spilling þegar litið er á fjármögnunina, til að mynda með styrktaraðila og fyrirtækin sem taka þátt. Í þeim tilfellum er yfirleitt hætta á slíku,“ segir Coley. Líkt og greint var frá í gær er gert ráð fyrir að Heimi Hallgrímsson verði tilkynntur sem nýr þjálfari Jamaíku í dag. Honum til aðstoðar verði Helgi Kolviðsson og Guðmundur Hreiðarsson, sem voru einnig í teymi hans með íslenska karlalandsliðið á sínum tíma. Jamaíka Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Sjá meira
Sambandið hefur sætt gagnrýni frá leikmönnum liðsins og blandaði dóttir söngvarans sáluga Bobs Marley sér í málið í vikunni þar sem kallað var eftir samstöðu með Andre Blake, markverði og fyrirliða liðsins. Hann er ekki í nýjasta landsliðshópnum eftir að hafa gagnrýnt stjórnarmenn hjá sambandinu. Þá tók töluverðan tíma að leysa harða launadeilu leikmanna og sambandsins í fyrra, þar sem litlu munaði að liðið þyrfti að gefa leiki í undankeppni HM. Klippa: Sportpakkinn: Heimir og sambandið „Það hefur verið örlítið vandamál í tengslum við laun leikmanna. Það má líklega rekja til samskiptaörðugleika og kannski rangrar ráðstöfunar fés. Fótbolti er á meðal þeirra íþrótta sem fær mest fé í Jamaíku jafnvel þó frjálsar íþróttir séu einnig ofarlega á lista,“ segir jamaíski íþróttafræðingurinn og þjálfarinn Pete Coley. „Fótbolti er vinsælasta íþróttin á Jamaíku og fótboltasambandið fær mest fé og það hafa verið vandamál og tilfelli þar sem fénu hefur ekki verið ráðstafað almennilega, sem má rekja til vandræða í samskiptum. Í fyrra komu upp vandamál sem voru á lokum leyst og liðið hélt áfram í undankeppni HM,“ segir hann um deiluna. Aðspurður um hvort spilling ríki í sambandinu segir hann: „Spilling (e. corruption) er kannski full sterkt orð. Ég myndi segja fjármálamisferli (e. misallocation of funds) þar sem ekki er verið að deila fé út á rétta staði á réttum tíma. Það má kannski segja að það sé eilítil spilling þegar litið er á fjármögnunina, til að mynda með styrktaraðila og fyrirtækin sem taka þátt. Í þeim tilfellum er yfirleitt hætta á slíku,“ segir Coley. Líkt og greint var frá í gær er gert ráð fyrir að Heimi Hallgrímsson verði tilkynntur sem nýr þjálfari Jamaíku í dag. Honum til aðstoðar verði Helgi Kolviðsson og Guðmundur Hreiðarsson, sem voru einnig í teymi hans með íslenska karlalandsliðið á sínum tíma.
Jamaíka Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Sjá meira