Dæmi um fjármálamisferli hjá jamaíska sambandinu Valur Páll Eiríksson skrifar 16. september 2022 08:01 Heimir tekur líklega formlega við Jamaíku í dag. Vísir/Getty Strembnar vinnuaðstæður kunna að taka við Heimi Hallgrímssyni þegar hann tekur við sem landsliðsþjálfari Jamaíku. Ámælisverð fjármálastjórn hefur loðað við knattspyrnusambandið í landinu. Sambandið hefur sætt gagnrýni frá leikmönnum liðsins og blandaði dóttir söngvarans sáluga Bobs Marley sér í málið í vikunni þar sem kallað var eftir samstöðu með Andre Blake, markverði og fyrirliða liðsins. Hann er ekki í nýjasta landsliðshópnum eftir að hafa gagnrýnt stjórnarmenn hjá sambandinu. Þá tók töluverðan tíma að leysa harða launadeilu leikmanna og sambandsins í fyrra, þar sem litlu munaði að liðið þyrfti að gefa leiki í undankeppni HM. Klippa: Sportpakkinn: Heimir og sambandið „Það hefur verið örlítið vandamál í tengslum við laun leikmanna. Það má líklega rekja til samskiptaörðugleika og kannski rangrar ráðstöfunar fés. Fótbolti er á meðal þeirra íþrótta sem fær mest fé í Jamaíku jafnvel þó frjálsar íþróttir séu einnig ofarlega á lista,“ segir jamaíski íþróttafræðingurinn og þjálfarinn Pete Coley. „Fótbolti er vinsælasta íþróttin á Jamaíku og fótboltasambandið fær mest fé og það hafa verið vandamál og tilfelli þar sem fénu hefur ekki verið ráðstafað almennilega, sem má rekja til vandræða í samskiptum. Í fyrra komu upp vandamál sem voru á lokum leyst og liðið hélt áfram í undankeppni HM,“ segir hann um deiluna. Aðspurður um hvort spilling ríki í sambandinu segir hann: „Spilling (e. corruption) er kannski full sterkt orð. Ég myndi segja fjármálamisferli (e. misallocation of funds) þar sem ekki er verið að deila fé út á rétta staði á réttum tíma. Það má kannski segja að það sé eilítil spilling þegar litið er á fjármögnunina, til að mynda með styrktaraðila og fyrirtækin sem taka þátt. Í þeim tilfellum er yfirleitt hætta á slíku,“ segir Coley. Líkt og greint var frá í gær er gert ráð fyrir að Heimi Hallgrímsson verði tilkynntur sem nýr þjálfari Jamaíku í dag. Honum til aðstoðar verði Helgi Kolviðsson og Guðmundur Hreiðarsson, sem voru einnig í teymi hans með íslenska karlalandsliðið á sínum tíma. Jamaíka Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Sambandið hefur sætt gagnrýni frá leikmönnum liðsins og blandaði dóttir söngvarans sáluga Bobs Marley sér í málið í vikunni þar sem kallað var eftir samstöðu með Andre Blake, markverði og fyrirliða liðsins. Hann er ekki í nýjasta landsliðshópnum eftir að hafa gagnrýnt stjórnarmenn hjá sambandinu. Þá tók töluverðan tíma að leysa harða launadeilu leikmanna og sambandsins í fyrra, þar sem litlu munaði að liðið þyrfti að gefa leiki í undankeppni HM. Klippa: Sportpakkinn: Heimir og sambandið „Það hefur verið örlítið vandamál í tengslum við laun leikmanna. Það má líklega rekja til samskiptaörðugleika og kannski rangrar ráðstöfunar fés. Fótbolti er á meðal þeirra íþrótta sem fær mest fé í Jamaíku jafnvel þó frjálsar íþróttir séu einnig ofarlega á lista,“ segir jamaíski íþróttafræðingurinn og þjálfarinn Pete Coley. „Fótbolti er vinsælasta íþróttin á Jamaíku og fótboltasambandið fær mest fé og það hafa verið vandamál og tilfelli þar sem fénu hefur ekki verið ráðstafað almennilega, sem má rekja til vandræða í samskiptum. Í fyrra komu upp vandamál sem voru á lokum leyst og liðið hélt áfram í undankeppni HM,“ segir hann um deiluna. Aðspurður um hvort spilling ríki í sambandinu segir hann: „Spilling (e. corruption) er kannski full sterkt orð. Ég myndi segja fjármálamisferli (e. misallocation of funds) þar sem ekki er verið að deila fé út á rétta staði á réttum tíma. Það má kannski segja að það sé eilítil spilling þegar litið er á fjármögnunina, til að mynda með styrktaraðila og fyrirtækin sem taka þátt. Í þeim tilfellum er yfirleitt hætta á slíku,“ segir Coley. Líkt og greint var frá í gær er gert ráð fyrir að Heimi Hallgrímsson verði tilkynntur sem nýr þjálfari Jamaíku í dag. Honum til aðstoðar verði Helgi Kolviðsson og Guðmundur Hreiðarsson, sem voru einnig í teymi hans með íslenska karlalandsliðið á sínum tíma.
Jamaíka Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira