Hakimi var á varamannabekk PSG þegar liðið sótti Maccabi Haifa heim í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Staðan var 2-1 gestunum í vil þegar Hakimi kom inn af bekknum en við það var baulað gríðarlega.
Þetta er í annað skiptið sem baulað er á Hakimi í Ísrael en þetta gerðist einnig í sumar þegar PSG mætti Nantes þar í leiknum um franska Ofurbikarinn.
PSG's Achraf Hakimi touches his ear after being loudly booed by home fans in Haifa tonight when he was introduced as a substitute. The Morocco international has been a vocal advocate of Palestinian rights. pic.twitter.com/ezmKn2cTBY
— Colin Millar (@Millar_Colin) September 14, 2022
Eins og sjá má hér að ofan er tíst sem Hakimi skrifaði þann 10. maí árið 2021 kveikjan að bauli Ísraelsmanna. Baulið virðist ekki hafa haft áhrif á Hakimi eða liðsfélaga hans en liðið fór með 3-1 sigur af hólmi þökk sé mörkum Lionel Messi, Kylian Mbappé og Neymar.
PSG er á toppi H-riðils með sex stig líkt og Benfica en þau mætast í næstu umferð keppninnar. Hér að neðan má sjá mörkin úr leik gærkvöldsins.