Sendiherrann vakinn um miðja nótt Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. september 2022 17:56 Mikill fjöldi þjóðhöfðingja leggur leið sína til Lundúna, þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti. AP/Utanríkisráðuneytið Sendiherra Íslands í Lundúnum var vakinn við hljóðfæraleik og trommuslátt í vikunni þegar verið var að æfa fyrir útför Elísabetar II, sem fram fer á mánudaginn næstkomandi. Þúsundir manna hafa streymt til borgarinnar síðustu daga og öryggisgæsla hefur aldrei verið meiri. „Það hafa verið hér æfingar fyrir útförina á mánudaginn. Ég vaknaði nú sjálfur klukkan fjögur í nótt við trumbuslátt og hljóðfæraleik þegar æfingin fór hérna fram, þeir hafa æft á nóttunni,“ sagði Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands í Lundúnum, í viðtali í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Sendiherrann segir sérstaka stemningu yfir borginni en búist er við að gríðarlegur fjöldi komi saman í Lundúnum næstu daga. Fyrst til að votta Elísabetu drottningu virðingu þar sem kista hennar liggur í Westminster Hall, svo á mánudaginn þegar jarðarförin verður haldin. Sturla segir að nú sé röðin að Westminster Hall um átta kílómetra löng. „Það hafa hundruð þúsunda streymt hingað í miðborgina á undanförnum dögum en það er mjög áberandi miðað við mannfjöldann hvað það er almennt mikil kurteisi og tillitssemi hjá þeim sem koma hingað í borgina. Og mjög svona vinsamleg stemning.“ Fundum og ráðstefnum aflýst Þegar jarðarförin fer fram verður almennur frídagur og gert er ráð fyrir því að búðir verði lokaðar og þjónusta liggi niðri. „Það má sjá það til dæmis í stjórnsýslunni að öllum fundum er aflýst, menn klæðast með ákveðnum hætti í ráðuneytum til dæmis og flestum móttökum, veislum, jafnvel ráðstefnum og fundum hefur verið frestað hjá mörgum,“ bætir Sturla við. Jarðarförin krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu borgarinnar en hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. Aðspurður um viðbúnaðinn segir Sturla eðlilegt að lögregla hafi varann á. „Þetta er náttúrulega alltaf hætta við þessar aðstæður. Það er gert ráð fyrir fimm hundruð háttsettum gestum erlendis frá og jafnvel allt að milljón manna hérna í miðborginni á mánudag, þannig að þeir þurfa að vera viðbúnir öllu,“ segir Sturla. Eru Bretar almennt sáttir við nýja konunginn? „Já, ég fæ ekki betur séð en að honum hafi verið mjög vel tekið. Hann er búinn að fara til Skotlands og hann er búinn að fara til Norður-Írlands, og fer til Wales á föstudaginn. Og hefur alls staðar fengið mjög góðar viðtökur,“ segir sendiherrann að lokum. Reykjavík síðdegis Bretland Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Tengdar fréttir Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. 15. september 2022 10:29 Ein umfangsmesta löggæsluaðgerð seinni tíma í bígerð: Hver einasti brunnur og ljósastaur kannaður Jarðarför Elísabetar II Bretadrottningar næstkomandi mánudag krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu Lundúna. Hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. 14. september 2022 23:30 Milljónir fylgdust með flutningi líkkistu drottningar Metfjöldi fylgdist með þegar líkkistu Elísabetar II Bretlandsdottningar heitinnar var flogið frá Edinborg og til London nú í gær. 14. september 2022 12:39 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
„Það hafa verið hér æfingar fyrir útförina á mánudaginn. Ég vaknaði nú sjálfur klukkan fjögur í nótt við trumbuslátt og hljóðfæraleik þegar æfingin fór hérna fram, þeir hafa æft á nóttunni,“ sagði Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands í Lundúnum, í viðtali í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Sendiherrann segir sérstaka stemningu yfir borginni en búist er við að gríðarlegur fjöldi komi saman í Lundúnum næstu daga. Fyrst til að votta Elísabetu drottningu virðingu þar sem kista hennar liggur í Westminster Hall, svo á mánudaginn þegar jarðarförin verður haldin. Sturla segir að nú sé röðin að Westminster Hall um átta kílómetra löng. „Það hafa hundruð þúsunda streymt hingað í miðborgina á undanförnum dögum en það er mjög áberandi miðað við mannfjöldann hvað það er almennt mikil kurteisi og tillitssemi hjá þeim sem koma hingað í borgina. Og mjög svona vinsamleg stemning.“ Fundum og ráðstefnum aflýst Þegar jarðarförin fer fram verður almennur frídagur og gert er ráð fyrir því að búðir verði lokaðar og þjónusta liggi niðri. „Það má sjá það til dæmis í stjórnsýslunni að öllum fundum er aflýst, menn klæðast með ákveðnum hætti í ráðuneytum til dæmis og flestum móttökum, veislum, jafnvel ráðstefnum og fundum hefur verið frestað hjá mörgum,“ bætir Sturla við. Jarðarförin krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu borgarinnar en hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. Aðspurður um viðbúnaðinn segir Sturla eðlilegt að lögregla hafi varann á. „Þetta er náttúrulega alltaf hætta við þessar aðstæður. Það er gert ráð fyrir fimm hundruð háttsettum gestum erlendis frá og jafnvel allt að milljón manna hérna í miðborginni á mánudag, þannig að þeir þurfa að vera viðbúnir öllu,“ segir Sturla. Eru Bretar almennt sáttir við nýja konunginn? „Já, ég fæ ekki betur séð en að honum hafi verið mjög vel tekið. Hann er búinn að fara til Skotlands og hann er búinn að fara til Norður-Írlands, og fer til Wales á föstudaginn. Og hefur alls staðar fengið mjög góðar viðtökur,“ segir sendiherrann að lokum.
Reykjavík síðdegis Bretland Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Tengdar fréttir Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. 15. september 2022 10:29 Ein umfangsmesta löggæsluaðgerð seinni tíma í bígerð: Hver einasti brunnur og ljósastaur kannaður Jarðarför Elísabetar II Bretadrottningar næstkomandi mánudag krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu Lundúna. Hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. 14. september 2022 23:30 Milljónir fylgdust með flutningi líkkistu drottningar Metfjöldi fylgdist með þegar líkkistu Elísabetar II Bretlandsdottningar heitinnar var flogið frá Edinborg og til London nú í gær. 14. september 2022 12:39 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. 15. september 2022 10:29
Ein umfangsmesta löggæsluaðgerð seinni tíma í bígerð: Hver einasti brunnur og ljósastaur kannaður Jarðarför Elísabetar II Bretadrottningar næstkomandi mánudag krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu Lundúna. Hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. 14. september 2022 23:30
Milljónir fylgdust með flutningi líkkistu drottningar Metfjöldi fylgdist með þegar líkkistu Elísabetar II Bretlandsdottningar heitinnar var flogið frá Edinborg og til London nú í gær. 14. september 2022 12:39