Fagnar staðfestingu á því að kynferðislegt áreiti átti sér stað Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. september 2022 14:04 Sunna Dóra Möller segir biskup hafa tekið vel á málinu. Digraneskirkja Prestur í Digranes- og Hjallaprestakalli, ein sex kvenna innan prestakallsins sem sökuðu sóknarprest um ósæmilega hegðun, lítur á niðurstöðu í máli hans sem sigur. Yfirlýsing biskups um að þjóðkirkjan standi með þolendum sýni hugrekki. Teymi þjóðkirkjunnar sem rannsakaði málið mat það svo að séra Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur við Digranes- og Hjallaprestakall, hefði tvisvar orðið uppvís að orðbundinni kynferðislegri áreitni gagnvart tveimur þolendum. Í þremur tilvikum hefði hann orðið uppvís að orðbundinni kynbundinni áreitni gagnvart tveimur einstaklingum. Gunnar hefur nú látið af störfum við við Digranes- og Hjallaprestakall og áformað er að veita honum skriflega áminningu. Alls hafi hann tíu sinnum orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn reglum þjóðkirkjunnar. Skýrslan tekur á málum sex kvenna sem sökuðu Gunnar um kynferðislega áreitni og einelti. Einn þeirra er Sunna Dóra Möller prestur í Hjallakirkju. Hún fagnar niðurstöðu teymis þjóðkirkjunnar. „Í fyrsta lagi er það léttir að það sé komin niðurstaða, þetta er búið að vera langt ferli. Mér finnst niðurstaðan mjög skýr og afgerandi. Mér fannst biskup Íslands sýna hugrekki í yfirlýsingu sinni í gær.“ Þar vísar Sunna til síðustu setninganna í tilkynningu þjóðkirkjunnar í gær, sem er eftirfarandi: „Þjóðkirkjan harmar þann sársauka sem þolendur hafa upplifað. Þjóðkirkjan hafnar allri ofbeldismenningu og stendur ávallt með þolendum.“ „Sumir voru farnir að hugsa sér annan starfsvettvang. Það er svo algengt í svona þolendamálum almennt, þar sem vinnuumhverfi er ekki heilbrigt, að þolendur líta í eigin barm og skoða: Er eitthvað að hjá mér? Jú það er ákveðinn sigur að fá þetta staðfest á blaði, þetta átti sér stað. Ég myndi segja að það væri sigur.“ Ekki hefur náðst í séra Gunnar vegna málsins. Þjóðkirkjan Kópavogur Kynferðisofbeldi Átök í Digraneskirkju Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Teymi þjóðkirkjunnar sem rannsakaði málið mat það svo að séra Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur við Digranes- og Hjallaprestakall, hefði tvisvar orðið uppvís að orðbundinni kynferðislegri áreitni gagnvart tveimur þolendum. Í þremur tilvikum hefði hann orðið uppvís að orðbundinni kynbundinni áreitni gagnvart tveimur einstaklingum. Gunnar hefur nú látið af störfum við við Digranes- og Hjallaprestakall og áformað er að veita honum skriflega áminningu. Alls hafi hann tíu sinnum orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn reglum þjóðkirkjunnar. Skýrslan tekur á málum sex kvenna sem sökuðu Gunnar um kynferðislega áreitni og einelti. Einn þeirra er Sunna Dóra Möller prestur í Hjallakirkju. Hún fagnar niðurstöðu teymis þjóðkirkjunnar. „Í fyrsta lagi er það léttir að það sé komin niðurstaða, þetta er búið að vera langt ferli. Mér finnst niðurstaðan mjög skýr og afgerandi. Mér fannst biskup Íslands sýna hugrekki í yfirlýsingu sinni í gær.“ Þar vísar Sunna til síðustu setninganna í tilkynningu þjóðkirkjunnar í gær, sem er eftirfarandi: „Þjóðkirkjan harmar þann sársauka sem þolendur hafa upplifað. Þjóðkirkjan hafnar allri ofbeldismenningu og stendur ávallt með þolendum.“ „Sumir voru farnir að hugsa sér annan starfsvettvang. Það er svo algengt í svona þolendamálum almennt, þar sem vinnuumhverfi er ekki heilbrigt, að þolendur líta í eigin barm og skoða: Er eitthvað að hjá mér? Jú það er ákveðinn sigur að fá þetta staðfest á blaði, þetta átti sér stað. Ég myndi segja að það væri sigur.“ Ekki hefur náðst í séra Gunnar vegna málsins.
Þjóðkirkjan Kópavogur Kynferðisofbeldi Átök í Digraneskirkju Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira