Vilja afnema bann við klámi Bjarki Sigurðsson skrifar 15. september 2022 14:05 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og Björn Leví Gunnarsson eru flutningsmenn frumvarpsins. Vísir Tveir þingmenn Pírata hafa lagt fram frumvarp um breytingu laga er varða bann við klámi á Íslandi. Þingmennirnir vilja að refsiheimild vegna birtingar þess, innflutnings, sölu útbýtingar eða annars konar dreifingar verði felld út. Flutningsmenn frumvarpsins eru Björn Leví Gunnarsson og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir. Í forsögu frumvarpsins segir að íslensk lög um klám hafi staðið að mestu leyti óbreytt í 153 ár á meðan viðhorf til kynlífs, umræða um það, kynhegðun og kynfrelsi hefur allt breyst. Þá kemur fram að Danir hafi fellt út bann við klámi árið 1969, Svíar séu ekki með bann við því og í Finnlandi er dreifing þess ólögleg einungis ef í því má finna ofbeldi, börn eða dýr. Í Noregi er klám skilgreind sem birting á kynferðislegu efni sem er misbjóðandi og er birting á því eða dreifing refsiverð með sekt eða fangelsi allt að þremur árum. „Almennt er það ekki talið vera í verkahring yfirvalda að ákveða hvers konar kynlíf fólk kjósi að stunda hvert með öðru, heldur snýst umræða um siðferðisleg mörk kynlífs fyrst og fremst um að til staðar sé upplýst samþykki allra sem í hlut eiga,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Þá segir að núgildandi bann við dreifingu kláms taki ekki tillit til þeirrar spurningar og sé því úr takti við nútíma viðhorf til kynlífs og kynhegðunar. Bannið sé tímaskekkja sem þarf að fjarlægja úr lögum. Minnst er á í greinargerðinni að þónokkur fjöldi fólks starfar við háttsemi sem myndi flokkast sem refsiverð samkvæmt núgildandi banni, til dæmis þeir sem birta efni á OnlyFans. Fjallað var um OnlyFans og klám í einum annálsþætti fréttastofunnar í fyrra. Klám Kynlíf Alþingi Píratar OnlyFans Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Flutningsmenn frumvarpsins eru Björn Leví Gunnarsson og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir. Í forsögu frumvarpsins segir að íslensk lög um klám hafi staðið að mestu leyti óbreytt í 153 ár á meðan viðhorf til kynlífs, umræða um það, kynhegðun og kynfrelsi hefur allt breyst. Þá kemur fram að Danir hafi fellt út bann við klámi árið 1969, Svíar séu ekki með bann við því og í Finnlandi er dreifing þess ólögleg einungis ef í því má finna ofbeldi, börn eða dýr. Í Noregi er klám skilgreind sem birting á kynferðislegu efni sem er misbjóðandi og er birting á því eða dreifing refsiverð með sekt eða fangelsi allt að þremur árum. „Almennt er það ekki talið vera í verkahring yfirvalda að ákveða hvers konar kynlíf fólk kjósi að stunda hvert með öðru, heldur snýst umræða um siðferðisleg mörk kynlífs fyrst og fremst um að til staðar sé upplýst samþykki allra sem í hlut eiga,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Þá segir að núgildandi bann við dreifingu kláms taki ekki tillit til þeirrar spurningar og sé því úr takti við nútíma viðhorf til kynlífs og kynhegðunar. Bannið sé tímaskekkja sem þarf að fjarlægja úr lögum. Minnst er á í greinargerðinni að þónokkur fjöldi fólks starfar við háttsemi sem myndi flokkast sem refsiverð samkvæmt núgildandi banni, til dæmis þeir sem birta efni á OnlyFans. Fjallað var um OnlyFans og klám í einum annálsþætti fréttastofunnar í fyrra.
Klám Kynlíf Alþingi Píratar OnlyFans Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira