Sérsveitin kölluð út vegna „torkennilegs hlutar“ á Selfossi Atli Ísleifsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 15. september 2022 11:03 Lögreglumenn á vettvangi á Selfossi í morgun. Vísir/Kristófer Lögregla á Suðurlandi er með mikinn viðbúnað nærri Fjölbrautaskóla Suðurlands og Vallaskóla á Selfossi eftir að tilkynnt var um „torkennilegan hlut“ á götu við skólann. Að sögn lögreglu er um að ræða ósprungna sprengju sem svipaði til þeirra sem fjallað var um í fréttum Stöðvar 2 í gær. Uppfært: Sprengjunni var eytt rétt fyrir klukkan tólf. Garðar Már Garðarson aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að sprengjuleitarteymi sérsveitarinnar sé á staðnum og að búið sé að girða af svæði á mótum Engjavegar og Tryggvagötu. „Við erum að vinna í því að loka og tryggja svæðið. Við notumst þarna við róbota og dróna,“ segir Garðar Már og bætir við að tilkynningin hafi borist um klukkan 10:30. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins. Að neðan má sjá myndband frá vettvangi: Klippa: Sprengjusérfræðingar kallaðir út vegna sprengju á Selfossi Þetta er ekki í fyrsta sinn í vikunni þar sem sprengjusérfræðingar hjá ríkislögreglustjóra séu kallaðir út á Selfossi til að eyða heimagerðri sprengju. Lögregla sagði frá því að ungmenni í bænum hafi verið að útbúa sprengjurnar sem lögregla segir vera kraftmiklar og skapa verulega hættu og innihalda ætandi efni í plastflöskum. Lögregla notast við dróna og vélmenni í aðgerðum sínum á mótum Engjavegar og Tryggvagötu á Selfossi.Vísir/Kristófer Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að myndböndum af sprengingum hafi verið deilt á samfélagsmiðlum. „Börn og ungmenni eru að nota ætandi efni og setja þau á flöskur og sprengja. Við höfum séð búta úr svona heimagerðri sprengju í tuttugu metra fjarlægð frá spengjustaðnum. Þær eru það öflugar að þær skapa hættu og geta auðveldlega rifið hönd af manni og ég tala nú ekki um þessi ætandi efni, þegar þau skvettast, þá geta þau brennt bæði húð og augu,“ sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi, í gær. Lögregla á Suðurlandi segir í tilkynningu á Facebook að tilkynning hafi borist um „torkennilegan hlut“ sem drengir hafi verið að vasast með við gatnamót Tryggvagötu og Engjavegar á Selfossi. „Við athugun lögreglu þykir rétt að meðhöndla hlutinn af varkárni og því var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til með búnað til að leysa verkefnið. Á meðan unnið er að úrlausn er vettvangur lokaður og bæði Engjavegur og Tryggvagata þar með í allt að 100 metra fjarlægð frá gatnamótunum. Ekki er talið að fólki stafi hætta af hlutnum nú eftir að vettvangi hefur verið lokað. Nánari upplýsingar verða veittar eftir að aðgerðum lýkur.“ Uppfært klukkan 11:46: Samkvæmt heimildum fréttastofu er lögreglan búin að eyða sprengjunni. Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Ungmenni útbúa sprengjur á Selfossi Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af ungmennum í bænum. Lögregla segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu. 14. september 2022 19:29 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Uppfært: Sprengjunni var eytt rétt fyrir klukkan tólf. Garðar Már Garðarson aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að sprengjuleitarteymi sérsveitarinnar sé á staðnum og að búið sé að girða af svæði á mótum Engjavegar og Tryggvagötu. „Við erum að vinna í því að loka og tryggja svæðið. Við notumst þarna við róbota og dróna,“ segir Garðar Már og bætir við að tilkynningin hafi borist um klukkan 10:30. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins. Að neðan má sjá myndband frá vettvangi: Klippa: Sprengjusérfræðingar kallaðir út vegna sprengju á Selfossi Þetta er ekki í fyrsta sinn í vikunni þar sem sprengjusérfræðingar hjá ríkislögreglustjóra séu kallaðir út á Selfossi til að eyða heimagerðri sprengju. Lögregla sagði frá því að ungmenni í bænum hafi verið að útbúa sprengjurnar sem lögregla segir vera kraftmiklar og skapa verulega hættu og innihalda ætandi efni í plastflöskum. Lögregla notast við dróna og vélmenni í aðgerðum sínum á mótum Engjavegar og Tryggvagötu á Selfossi.Vísir/Kristófer Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að myndböndum af sprengingum hafi verið deilt á samfélagsmiðlum. „Börn og ungmenni eru að nota ætandi efni og setja þau á flöskur og sprengja. Við höfum séð búta úr svona heimagerðri sprengju í tuttugu metra fjarlægð frá spengjustaðnum. Þær eru það öflugar að þær skapa hættu og geta auðveldlega rifið hönd af manni og ég tala nú ekki um þessi ætandi efni, þegar þau skvettast, þá geta þau brennt bæði húð og augu,“ sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi, í gær. Lögregla á Suðurlandi segir í tilkynningu á Facebook að tilkynning hafi borist um „torkennilegan hlut“ sem drengir hafi verið að vasast með við gatnamót Tryggvagötu og Engjavegar á Selfossi. „Við athugun lögreglu þykir rétt að meðhöndla hlutinn af varkárni og því var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til með búnað til að leysa verkefnið. Á meðan unnið er að úrlausn er vettvangur lokaður og bæði Engjavegur og Tryggvagata þar með í allt að 100 metra fjarlægð frá gatnamótunum. Ekki er talið að fólki stafi hætta af hlutnum nú eftir að vettvangi hefur verið lokað. Nánari upplýsingar verða veittar eftir að aðgerðum lýkur.“ Uppfært klukkan 11:46: Samkvæmt heimildum fréttastofu er lögreglan búin að eyða sprengjunni.
Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Ungmenni útbúa sprengjur á Selfossi Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af ungmennum í bænum. Lögregla segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu. 14. september 2022 19:29 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Ungmenni útbúa sprengjur á Selfossi Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af ungmennum í bænum. Lögregla segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu. 14. september 2022 19:29