Segir að brotið hafi verið á sér fyrir fyrstu tónleika Kryddpíanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2022 08:30 Mel C segir að brotið hafi verið á sér kynferðislega kvöldið fyrir frumsýningu Kryddpíanna. Getty/Matthew Baker Melanie Chisholm, betur þekkt sem Melanie C eða Sporty Spice, segir að á sér hafi verið brotið kynferðislega kvöldið fyrir fyrstu tónleika stúlknasveitarinnar Spice Girls árið 1998. Melanie skrifar um þetta í ævisögu sinni Who I Am og ræddi atvikið í hlaðvarpsþættinum How To Fail. Melanie var eins og flestir vita ein hljómsveitarmeðlima Kryddpíanna, sem voru geysivinsælar á tíunda áratugi síðustu aldar og fyrsta áratugi þessarar. Hún segir í hlaðvarpsþættinum, sem birtist í gær, að kvöldið fyrir fyrstu tónleika sveitarinnar í Istanbúl í Tyrklandi hafi nuddari brotið á henni kynferðislega. Henni hafi liði mjög illa í kjölfarið og eins og hún hefði enga stjórn á hlutunum. „Ég gróf það sem gerðist um leið af því að ég þurfti að einbeita mér að öðrum hlutum,“ sagði Melanie í hlaðvarpsþættinum og bætti við að vegna alls þess tíma sem farið hafði í undirbúning tónleikanna hafi hún viljað einblína á þá, frekar en kynferðisbrotið. „Ég vildi ekki skapa vandræði en ég hafði heldur engan tíma til að takast á við það sem hafði gerst,“ sagði Melanie. Hún sagði í hlaðvarpinu að brotið hafi ekki verið alvarlegt, miðað við mörg önnur kynferðisbrot. Þá hafi hún ekki ætlað að skrifa um það í bókinni sinni en ákveðið að gera það eftir að hana dreymdi atvikið. „Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir mig að tala um þetta og loksins takast á við það sem gerðist og vinna úr því,“ sagði Melanie. „Hræðilegir hlutir gerast á hverjum degi og þetta atvik varð ekki jafn alvarlegt og það hefði getað orðið,“ bætti hún við. Í kjölfar þess að Kryddpíurnar sögðu skilið við sviðið opnaði Melanie sig um þá erfiðleika sem hún glímdi við á Kryddpíuárunum. Hún greindi til að mynda frá því í viðtali við Guardian árið 2020 að hún hafi glímt við átröskun og þunglyndi þegar frægðin var sem mest. Í fyrra kærði hún þá fjölmiðlasamsteypu Ruperts Murdoch fyrir að hafa hakkað símann hennar. Bretland Tónlist Kynferðisofbeldi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Melanie var eins og flestir vita ein hljómsveitarmeðlima Kryddpíanna, sem voru geysivinsælar á tíunda áratugi síðustu aldar og fyrsta áratugi þessarar. Hún segir í hlaðvarpsþættinum, sem birtist í gær, að kvöldið fyrir fyrstu tónleika sveitarinnar í Istanbúl í Tyrklandi hafi nuddari brotið á henni kynferðislega. Henni hafi liði mjög illa í kjölfarið og eins og hún hefði enga stjórn á hlutunum. „Ég gróf það sem gerðist um leið af því að ég þurfti að einbeita mér að öðrum hlutum,“ sagði Melanie í hlaðvarpsþættinum og bætti við að vegna alls þess tíma sem farið hafði í undirbúning tónleikanna hafi hún viljað einblína á þá, frekar en kynferðisbrotið. „Ég vildi ekki skapa vandræði en ég hafði heldur engan tíma til að takast á við það sem hafði gerst,“ sagði Melanie. Hún sagði í hlaðvarpinu að brotið hafi ekki verið alvarlegt, miðað við mörg önnur kynferðisbrot. Þá hafi hún ekki ætlað að skrifa um það í bókinni sinni en ákveðið að gera það eftir að hana dreymdi atvikið. „Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir mig að tala um þetta og loksins takast á við það sem gerðist og vinna úr því,“ sagði Melanie. „Hræðilegir hlutir gerast á hverjum degi og þetta atvik varð ekki jafn alvarlegt og það hefði getað orðið,“ bætti hún við. Í kjölfar þess að Kryddpíurnar sögðu skilið við sviðið opnaði Melanie sig um þá erfiðleika sem hún glímdi við á Kryddpíuárunum. Hún greindi til að mynda frá því í viðtali við Guardian árið 2020 að hún hafi glímt við átröskun og þunglyndi þegar frægðin var sem mest. Í fyrra kærði hún þá fjölmiðlasamsteypu Ruperts Murdoch fyrir að hafa hakkað símann hennar.
Bretland Tónlist Kynferðisofbeldi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira