Spenna í Jamaíku fyrir Heimi: „Bjuggumst ekki við að fá mann af þessari stærðargráðu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. september 2022 08:31 Heimir Hallgrímsson vakti mikla athygli fyrir árangur sinn með íslenska landsliðinu. Hann er svo hátt metinn að Jamaíkumenn bjuggust ekki við að hann hefði áhuga á starfinu. Vísir/Getty Jamaískur íþróttafræðingur og þjálfari segir spennuna mikla í eyríkinu fyrir nýjum þjálfara karlalandsliðs Jamaíku í fótbolta. Búist er við að Heimir Hallgrímsson verði kynntur sem nýr þjálfari liðsins á morgun. Jamaískir fjölmiðlar greindu frá því í fyrradag að Heimir væri að taka við liðinu og þá greindu íslenskir miðlar frá því að hann væri á Leifsstöð á leið út. Líklegt þykir að Heimir verði kynntur til leiks á föstudag og segir íþróttafræðingurinn og þjálfarinn Pete Coley að spennan sé mikil í eyríkinu. „Það ríkir töluverð spenna. Í fyrsta lagi hugsuðum við Jamaíkumenn ekki um að fá þjálfara frá Evrópu. Hvað þá frá Íslandi. Ferilskráin hans sýnir að hann hefur náð svo góðum árangri með íslenska landsliðið og hann hefur verið mjög stöðugur. Upplegg hans er aðlaðandi og við Jamaíkar hlökkum til að spila góðan fótbolta, svo spennan er mikil,“ segir Coley. Óvænt að Heimir sé klár í verkefnið Síðustu þrír þjálfarar Jamaíku hafa verið heimamenn. Tveir þeirra, Theodore Whitmore (2016-2021) og Paul Hall (2021-2022), voru hluti af eina liði landsins sem fór á heimsmeistaramót, árið 1998. Árangurinn þótti undir pari og hefur Knattspyrnusamband Jamaíku því ákveðið að leita út fyrir landssteinana. Coley segir óvænt að maður með ferilskrá líkt og Heimir hafi viljað taka við. „Hans hugsanagangur er eitthvað sem við þurfum á að halda. Við þurfum meiri strúktúr og stöðugleika. Ég sé að hann færir liðum sínum það, út frá leikstíl hans bæði fram á við og í varnarleik. Við þurfum stöðugleika og ef hann fær tækifæri til þess, sem hann vonandi fær, til þess að setja sitt mark á liðið hvað varðar leikaðferð er ég viss um að hann nær góðum árangri,“ segir Coley og bætir við: „Það eru nægir hæfileikar í liðinu en þetta snýst um að finna rétta formúlu til að ná árangri. Þegar erlendur þjálfari af þessari stærðargráðu kemur inn, og við bjuggumst ekki við að fá mann af þessari stærðargráðu, þannig að margir eru spenntir fyrir þessu og vonandi fær hann tækifæri til þess að sanna sig,“ Klippa: Sportpakkinn: Jamaíkar eru spenntir fyrir Heimi Réttur maður í starfið Heimir er þá sagður passa vel inn í Jamaíku þar sem landið er að mörgu leyti ekki svo ólíkt Íslandi. Um er að ræða smáa eyju og knattspyrnusamband sem hefur ekki svo mikið milli handanna. Heimir geti því verið akkúrat rétti maðurinn fyrir liðið. „Ef maður lítur á Jamaíku, þá er þetta smá eyja, með smátt knattspyrnusamband og lítil fjárráð. Ef litið er á sögu hans, hefur hann þegar sýnt að hann getur tekið smærra land eins og Ísland, þar sem fjárráðin eru lítil og hópur leikmanna sem eru í boði er smár, og náð árangri,“ „Hans prófíll smellpassar við hvatninguna, þörfina og metnaðinn í landinu,“ segir Coley að endingu. Ummæli hans má sjá í spilaranum að ofan. Íslendingar erlendis Fótbolti Jamaíka Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Heimir í erfiðar aðstæður og dóttir Bobs Marley lét þung orð falla Heimir Hallgrímsson er á leið í afar krefjandi aðstæður sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku, samkvæmt fréttaflutningi þarlendra miðla. 14. september 2022 14:01 Reggístrákarnir sem bíða Heimis Frumraun Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfara Jamaíku verður gegn Argentínu, rétt eins og frumraun Íslands á HM 2018, í Bandaríkjunum í lok september. Nokkrir vel þekktir leikmenn eru í jamaíska landsliðshópnum. 13. september 2022 10:33 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Jamaískir fjölmiðlar greindu frá því í fyrradag að Heimir væri að taka við liðinu og þá greindu íslenskir miðlar frá því að hann væri á Leifsstöð á leið út. Líklegt þykir að Heimir verði kynntur til leiks á föstudag og segir íþróttafræðingurinn og þjálfarinn Pete Coley að spennan sé mikil í eyríkinu. „Það ríkir töluverð spenna. Í fyrsta lagi hugsuðum við Jamaíkumenn ekki um að fá þjálfara frá Evrópu. Hvað þá frá Íslandi. Ferilskráin hans sýnir að hann hefur náð svo góðum árangri með íslenska landsliðið og hann hefur verið mjög stöðugur. Upplegg hans er aðlaðandi og við Jamaíkar hlökkum til að spila góðan fótbolta, svo spennan er mikil,“ segir Coley. Óvænt að Heimir sé klár í verkefnið Síðustu þrír þjálfarar Jamaíku hafa verið heimamenn. Tveir þeirra, Theodore Whitmore (2016-2021) og Paul Hall (2021-2022), voru hluti af eina liði landsins sem fór á heimsmeistaramót, árið 1998. Árangurinn þótti undir pari og hefur Knattspyrnusamband Jamaíku því ákveðið að leita út fyrir landssteinana. Coley segir óvænt að maður með ferilskrá líkt og Heimir hafi viljað taka við. „Hans hugsanagangur er eitthvað sem við þurfum á að halda. Við þurfum meiri strúktúr og stöðugleika. Ég sé að hann færir liðum sínum það, út frá leikstíl hans bæði fram á við og í varnarleik. Við þurfum stöðugleika og ef hann fær tækifæri til þess, sem hann vonandi fær, til þess að setja sitt mark á liðið hvað varðar leikaðferð er ég viss um að hann nær góðum árangri,“ segir Coley og bætir við: „Það eru nægir hæfileikar í liðinu en þetta snýst um að finna rétta formúlu til að ná árangri. Þegar erlendur þjálfari af þessari stærðargráðu kemur inn, og við bjuggumst ekki við að fá mann af þessari stærðargráðu, þannig að margir eru spenntir fyrir þessu og vonandi fær hann tækifæri til þess að sanna sig,“ Klippa: Sportpakkinn: Jamaíkar eru spenntir fyrir Heimi Réttur maður í starfið Heimir er þá sagður passa vel inn í Jamaíku þar sem landið er að mörgu leyti ekki svo ólíkt Íslandi. Um er að ræða smáa eyju og knattspyrnusamband sem hefur ekki svo mikið milli handanna. Heimir geti því verið akkúrat rétti maðurinn fyrir liðið. „Ef maður lítur á Jamaíku, þá er þetta smá eyja, með smátt knattspyrnusamband og lítil fjárráð. Ef litið er á sögu hans, hefur hann þegar sýnt að hann getur tekið smærra land eins og Ísland, þar sem fjárráðin eru lítil og hópur leikmanna sem eru í boði er smár, og náð árangri,“ „Hans prófíll smellpassar við hvatninguna, þörfina og metnaðinn í landinu,“ segir Coley að endingu. Ummæli hans má sjá í spilaranum að ofan.
Íslendingar erlendis Fótbolti Jamaíka Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Heimir í erfiðar aðstæður og dóttir Bobs Marley lét þung orð falla Heimir Hallgrímsson er á leið í afar krefjandi aðstæður sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku, samkvæmt fréttaflutningi þarlendra miðla. 14. september 2022 14:01 Reggístrákarnir sem bíða Heimis Frumraun Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfara Jamaíku verður gegn Argentínu, rétt eins og frumraun Íslands á HM 2018, í Bandaríkjunum í lok september. Nokkrir vel þekktir leikmenn eru í jamaíska landsliðshópnum. 13. september 2022 10:33 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Heimir í erfiðar aðstæður og dóttir Bobs Marley lét þung orð falla Heimir Hallgrímsson er á leið í afar krefjandi aðstæður sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku, samkvæmt fréttaflutningi þarlendra miðla. 14. september 2022 14:01
Reggístrákarnir sem bíða Heimis Frumraun Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfara Jamaíku verður gegn Argentínu, rétt eins og frumraun Íslands á HM 2018, í Bandaríkjunum í lok september. Nokkrir vel þekktir leikmenn eru í jamaíska landsliðshópnum. 13. september 2022 10:33