Heimir í erfiðar aðstæður og dóttir Bobs Marley lét þung orð falla Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2022 14:01 Heimir Hallgrímsson á fyrir höndum verðugt verkefni með jamaíska landsliðinu ef fram heldur sem horfir. Getty/@cedellamarley Heimir Hallgrímsson er á leið í afar krefjandi aðstæður sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku, samkvæmt fréttaflutningi þarlendra miðla. Þó að Heimir hafi enn ekki verið kynntur sem þjálfari Jamaíku bendir allt til þess að það verði gert á föstudaginn. Jamaíski miðillinn The Gleaner gekk svo langt að segja að Heimir hefði þegar haft sitt að segja um valið á nýjasta landsliðshópi Jamaíku, sem mæta mun Argentínu í vináttulandsleik undir lok mánaðarins. Það virðist hafa vakið mikla athygli og reiði að í þeim landsliðshópi er hvergi að finna Andre Blake, sem verið hefur fyrirliði og aðalmarkvörður Jamaíku. Blake er 31 árs og ver mark Philadelphia Union sem er á toppi MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum. Gagnrýndi sambandið á samfélagsmiðlum Blake segist sjálfur ekki vita af hverju hann hafi ekki verið valinn og á samfélagsmiðlum hefur mynd verið í dreifingu þar sem segir: „Við stöndum með Blake. 9.24.22 verður sögulegur,“ en jamaíski landsliðshópurinn á einmitt að koma saman 24. september og virðist myndin gefa til kynna að liðsfélagar Blake ætli að sýna honum stuðning með einhverjum hætti. Talið er að Blake hafi angrað nýju vinnuveitendurna hans Heimis í jamaíska knattspyrnusambandinu þegar hann skrifaði við færslu á samfélagsmiðlum, þess efnis að nýr landsliðsþjálfari yrði kynntur bráðlega; „Nýr aðalþjálfari með sama knattspyrnusambandi mun væntanlega skila sömu niðurstöðu.“ Marley vill að barist verði fyrir réttindum Cedella Marley, dóttir söngvarans Bobs Marley og sérlegur sendiherra jamaíska kvennalandsliðsins, hefur blandað sér í málið og gagnrýnt knattspyrnusambandið vegna fjarveru Blakes. Hún hefur áður verið ósátt með störf sambandsins, sem leitt er af Michael Ricketts. View this post on Instagram A post shared by Cedella Marley (@cedellamarley) „Hvernig getur staðið á því að fyrirliði karlalandsliðsins okkar er ekki valinn í sögulegan leik gegn Argentínu? Af hverju líður mér eins og að það sé verið að refsa honum fyrir að rísa upp gegn jamaíska knattspyrnusambandinu? Það er allur heimurinn að fylgjast með @jff_football. Þið getið stundum blekkt suma en þið getið ekki stöðugt blekkt alla, og nú sjáum við ljósið og RÍSUM FYRIR RÉTTINDUM OKKAR,“ skrifaði Cedella Marley, og vísaði í lag föður síns. Blake hefur ásamt fleirum af reyndari leikmönnum landsliðsins gagnrýnt knattspyrnusambandið vegna þess hvernig hugsað er um liðið. Þeir kröfðust til að mynda afsagnar aðalritara sambandsins, Dalton Wint, í júní. „Þetta er það sem þeir gera ef þú mótmælir“ Sjálfur veit Blake ekki hver stendur á bakvið myndina sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum, þar sem segir að staðið verði við bakið á honum: „Ég veit ekki hver skrifaði þetta en ég er búinn að sjá þetta og skrif Marley. Ég hef ekki heyrt persónulega frá neinum af liðsfélögum mínum enn þá. Ég heyrði í einum fyrrverandi leikmanni en ekki meira en það,“ sagði Blake við The Gleaner. Hann telur knattspyrnusambandið hafa tekið þá ákvörðun að velja hann ekki, vegna skrifa hans á samfélagsmiðlum: „Ég er ekki hissa því þetta er það sem þeir gera ef þú mótmælir þeim. Ef að þetta er lausnin þeirra þegar einhver krefst meira af þeim, þá er komin ástæðan fyrir því að hlutirnir eru eins og þeir eru. Svona svar er ömurlegt og barnalegt en ég læt þetta ekki slá mig út af laginu,“ sagði Blake. Fótbolti Jamaíka Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Heimir að taka við Jamaíku Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, verður kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Jamaíku á föstudaginn. 13. september 2022 07:53 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Sjá meira
Þó að Heimir hafi enn ekki verið kynntur sem þjálfari Jamaíku bendir allt til þess að það verði gert á föstudaginn. Jamaíski miðillinn The Gleaner gekk svo langt að segja að Heimir hefði þegar haft sitt að segja um valið á nýjasta landsliðshópi Jamaíku, sem mæta mun Argentínu í vináttulandsleik undir lok mánaðarins. Það virðist hafa vakið mikla athygli og reiði að í þeim landsliðshópi er hvergi að finna Andre Blake, sem verið hefur fyrirliði og aðalmarkvörður Jamaíku. Blake er 31 árs og ver mark Philadelphia Union sem er á toppi MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum. Gagnrýndi sambandið á samfélagsmiðlum Blake segist sjálfur ekki vita af hverju hann hafi ekki verið valinn og á samfélagsmiðlum hefur mynd verið í dreifingu þar sem segir: „Við stöndum með Blake. 9.24.22 verður sögulegur,“ en jamaíski landsliðshópurinn á einmitt að koma saman 24. september og virðist myndin gefa til kynna að liðsfélagar Blake ætli að sýna honum stuðning með einhverjum hætti. Talið er að Blake hafi angrað nýju vinnuveitendurna hans Heimis í jamaíska knattspyrnusambandinu þegar hann skrifaði við færslu á samfélagsmiðlum, þess efnis að nýr landsliðsþjálfari yrði kynntur bráðlega; „Nýr aðalþjálfari með sama knattspyrnusambandi mun væntanlega skila sömu niðurstöðu.“ Marley vill að barist verði fyrir réttindum Cedella Marley, dóttir söngvarans Bobs Marley og sérlegur sendiherra jamaíska kvennalandsliðsins, hefur blandað sér í málið og gagnrýnt knattspyrnusambandið vegna fjarveru Blakes. Hún hefur áður verið ósátt með störf sambandsins, sem leitt er af Michael Ricketts. View this post on Instagram A post shared by Cedella Marley (@cedellamarley) „Hvernig getur staðið á því að fyrirliði karlalandsliðsins okkar er ekki valinn í sögulegan leik gegn Argentínu? Af hverju líður mér eins og að það sé verið að refsa honum fyrir að rísa upp gegn jamaíska knattspyrnusambandinu? Það er allur heimurinn að fylgjast með @jff_football. Þið getið stundum blekkt suma en þið getið ekki stöðugt blekkt alla, og nú sjáum við ljósið og RÍSUM FYRIR RÉTTINDUM OKKAR,“ skrifaði Cedella Marley, og vísaði í lag föður síns. Blake hefur ásamt fleirum af reyndari leikmönnum landsliðsins gagnrýnt knattspyrnusambandið vegna þess hvernig hugsað er um liðið. Þeir kröfðust til að mynda afsagnar aðalritara sambandsins, Dalton Wint, í júní. „Þetta er það sem þeir gera ef þú mótmælir“ Sjálfur veit Blake ekki hver stendur á bakvið myndina sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum, þar sem segir að staðið verði við bakið á honum: „Ég veit ekki hver skrifaði þetta en ég er búinn að sjá þetta og skrif Marley. Ég hef ekki heyrt persónulega frá neinum af liðsfélögum mínum enn þá. Ég heyrði í einum fyrrverandi leikmanni en ekki meira en það,“ sagði Blake við The Gleaner. Hann telur knattspyrnusambandið hafa tekið þá ákvörðun að velja hann ekki, vegna skrifa hans á samfélagsmiðlum: „Ég er ekki hissa því þetta er það sem þeir gera ef þú mótmælir þeim. Ef að þetta er lausnin þeirra þegar einhver krefst meira af þeim, þá er komin ástæðan fyrir því að hlutirnir eru eins og þeir eru. Svona svar er ömurlegt og barnalegt en ég læt þetta ekki slá mig út af laginu,“ sagði Blake.
Fótbolti Jamaíka Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Heimir að taka við Jamaíku Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, verður kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Jamaíku á föstudaginn. 13. september 2022 07:53 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Sjá meira
Heimir að taka við Jamaíku Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, verður kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Jamaíku á föstudaginn. 13. september 2022 07:53