Innlent

Há­skóla­nemar hjálpi til með fækkun á bið­listum frí­stunda­heimila

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
552 börn eru á biðlista eftir leikskólaplássi.
552 börn eru á biðlista eftir leikskólaplássi. Vísir/Vilhelm

Leikskólamál hafa verið í brennidepli nú síðustu mánuði, foreldrar hafa fjölmennt á palla ráðhússins með börnin sín, sem fá ekki leikskólapláss.

Samkvæmt tölum frá því 25. ágúst frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar kom fram að enn átti eftir að ráða í 122 grunnstöðugildi á leikskólum borgarinnar. Mönnunin hefði þó einungis áhrif á inntöku 45 barna. 

Þar að auki voru 936 grunnskólabörn á biðlista eftir plássi á frístundaheimili eða öðrum úrræðum þann 5. september síðastliðinn.

Í skriflegu svari til fréttastofu segir Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, að í gær 13. september hafi 552 börn verið á biðlista eftir leikskólaplássi.

Þar að auki hafi 667 börn verið á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum. Hjördís segir hluta drifkraftsins á bakvið þessa miklu fækkun á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum vera háskólanema en mörg þeirra komi til starfa þegar loka stundatafla þeirra hafi verið staðfest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×