Ray J segir Kim Kardashian og Kris Jenner sjálfar hafa lekið kynlífsmyndbandinu Elísabet Hanna skrifar 13. september 2022 12:16 Ray J segir að illa hafi verið farið með sig í The Kardashian þáttunum þar sem um sameiginlegan samning hafi verið að ræða þegar kynlífs myndbandið var gefið út. Getty/Gotham/Paras Griffin Kim Kardashian skaust fyrst upp á stjörnuhimininn eftir að kynlífsmyndband af henni og þáverandi kærasta hennar Ray J lak á netið. Nú hefur hann gefið út yfirlýsingu þess efnis að móðir Kim, Kris Jennar, hafið átt hlut í því að myndbandið fór í dreifingu. Hann birti meðal annars samning þar sem kemur fram að þau hafi fengið greitt fyrir myndbandið. Erjurnar á milli Ray J og Kardashian fjölskyldunnar virðast hafa stigmagnast síðan í apríl á þessu ári og náðu hápunkti, í bili, um helgina þegar Ray J birti tæplega fjörutíu og fimm mínútna langt myndband. Byrjaði í The Kardashians í apríl Í upphafi Hulu þáttanna The Kardashians sem fóru í loftið í apríl var atriði þar sem sonur Kim sá auglýsingu um kynlífsmyndband móður sinnar í tölvuleik. Í auglýsingunni var fullyrt að annað slíkt myndband væri til og síðar í þáttunum kom fram að umboðsmaður Ray J væri með myndbandið. Í gegnum fyrstu þætti seríunnar var sýnt frá því þegar Kanye West, fyrrum eiginmaður Kim, flaug til Ray J og sneri aftur með fartölvuna hans. Fjölskyldan fann fyrir miklum létti, og þar með lauk þeim söguþræði í þáttunum. Á bak við tjöldin voru þó samskipti Kim Kardashian og Ray J að fara af stað samkvæmt því sem hann greindi síðar frá á samfélagsmiðlum. Kris Jenner í lygamæli fyllti mælinn The Late Late Show með James Corden setti Kris Jennar í lygamæli og spurði meðal annars hvort að hún hafi hjálpað dóttur sinni að gefa myndbandið út. Kris svaraði neitandi og sagði lygamælirinn að um sannleikann væri að ræða. Ray J var ekki á sama máli og nýtti Instagram miðilinn sinn til þess að halda úti streymi og segja sína hlið á málinu. Þar fór hann í gegnum skilaboð á milli sín og Kim frá því í apríl í tengslum við þættina og kynlífsmyndbandið sem var gefið út af Vivid Entertainment árið 2007. Ray J vildi ekki koma illa út Í skilaboðunum, frá því í apríl, óskaði hann eftir því að vera ekki látinn koma svona illa út úr söguþræðinum sem var í gangi í þættinum þeirra. Hann segir engan hafa verið að hóta því að gefa neitt út og að hann hafi sjálfur hitt Kanye og þeir hafi átt gott og einlægt spjall. Í myndbandinu segist hann sjálfur eiga börn í dag og að hann vilji ómögulega að þau haldi í framtíðinni að faðir þeirra myndi gera slíkan hlut líkt og að leka myndbandinu. Kim fullyrti að hann myndi ekki koma illa út úr söguþræðinum í nýju þáttunum. View this post on Instagram A post shared by Ray J (@rayj) Sýndi undirritaðan samning Í streyminu sýndi Ray J samning um sölu á kynlífsmyndbandinu til Vivid Entertainment þar sem undirskriftir hans og Kim Kardashian koma fram. Á samningum var talað um þrjár myndbandsupptökur, Cabo Intro, Cabo Sex og Santa Barbara sex. „Þú veist hvað við gerðum! Mamma þín stjórnaði þessum kynlífsmyndbandssamningi við Joe Francis og Steve Hirsch. Það var hennar hugmynd að gefa út myndband með Vivid. Það eins sem ég gerði var að samþykkja það,“ sagði hann meðal annars í skilaboðum til Kim. View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian) Hann segir þriðju upptökuna hafa átt sér stað eftir að Kris, móðir Kim, óskaði eftir því að þau færu að taka upp meira efni til þess að gefa út. Hann segir þau hafa gert það, þrátt fyrir að vera hætt saman á þeim tímapunkti. Hann segir Cabo myndböndin þó hafa verið valin því hún hafi litið betur út í þeim. Hér að neðan má heyra Brennsluteið í heild sinni en umræðan um Kim og Ray hefst á mínútu 11:21 : Hollywood Tengdar fréttir Kim Kardashian stofnaði framtakssjóð og er mætt á Wall Street Kim Kardashian er mætt á Wall Street eftir að hún tók höndum saman með Jay Sammons, sem áður var yfir Carlyle Group, og stofnaði framtakssjóðinn (e. private equity fund) SKKY Partners. 8. september 2022 11:30 Kanye West greindi frá dauða Davidson Rapparinn Kanye West brást við sambandsslitum Kim Kardashian og Pete Davidson með því að birta andlátstilkynningu á Instagram fyrir Skete Davidson. Frá því Davidson byrjaði með Kim hefur Kanye áreitt leikarann á samfélagsmiðlum og uppnefnt hann „Skete.“ 8. ágúst 2022 22:28 Sagður dreifa svæsnum lygum um Davidson Tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa borið út þann róg að Pete Davidson sé með alnæmi. Eins og frægt er, þá er Davidson kærasti barnsmóður West, Kim Kardashian, en West ekki talinn vera par sáttur við það samband. 1. febrúar 2022 15:30 Kim Kardashian og Pete Davidson hætt saman Fregnir vestanhafs herma að Kim Kardashian og Pete Davidson séu hætt saman og hafi tekið ákvörðun um að vera bara vinir. 5. ágúst 2022 23:50 Mest lesið Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Lífið „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Lífið Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum Lífið Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Lífið Kornungur og í vandræðum með holdris Lífið Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust Lífið Okkar meyrasti maður Lífið Tanja Ýr eignaðist dreng Lífið Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Lífið „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Lífið Fleiri fréttir Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Helmingur labbar út þegar komið er að því að teygja Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Okkar meyrasti maður Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Sjá meira
Erjurnar á milli Ray J og Kardashian fjölskyldunnar virðast hafa stigmagnast síðan í apríl á þessu ári og náðu hápunkti, í bili, um helgina þegar Ray J birti tæplega fjörutíu og fimm mínútna langt myndband. Byrjaði í The Kardashians í apríl Í upphafi Hulu þáttanna The Kardashians sem fóru í loftið í apríl var atriði þar sem sonur Kim sá auglýsingu um kynlífsmyndband móður sinnar í tölvuleik. Í auglýsingunni var fullyrt að annað slíkt myndband væri til og síðar í þáttunum kom fram að umboðsmaður Ray J væri með myndbandið. Í gegnum fyrstu þætti seríunnar var sýnt frá því þegar Kanye West, fyrrum eiginmaður Kim, flaug til Ray J og sneri aftur með fartölvuna hans. Fjölskyldan fann fyrir miklum létti, og þar með lauk þeim söguþræði í þáttunum. Á bak við tjöldin voru þó samskipti Kim Kardashian og Ray J að fara af stað samkvæmt því sem hann greindi síðar frá á samfélagsmiðlum. Kris Jenner í lygamæli fyllti mælinn The Late Late Show með James Corden setti Kris Jennar í lygamæli og spurði meðal annars hvort að hún hafi hjálpað dóttur sinni að gefa myndbandið út. Kris svaraði neitandi og sagði lygamælirinn að um sannleikann væri að ræða. Ray J var ekki á sama máli og nýtti Instagram miðilinn sinn til þess að halda úti streymi og segja sína hlið á málinu. Þar fór hann í gegnum skilaboð á milli sín og Kim frá því í apríl í tengslum við þættina og kynlífsmyndbandið sem var gefið út af Vivid Entertainment árið 2007. Ray J vildi ekki koma illa út Í skilaboðunum, frá því í apríl, óskaði hann eftir því að vera ekki látinn koma svona illa út úr söguþræðinum sem var í gangi í þættinum þeirra. Hann segir engan hafa verið að hóta því að gefa neitt út og að hann hafi sjálfur hitt Kanye og þeir hafi átt gott og einlægt spjall. Í myndbandinu segist hann sjálfur eiga börn í dag og að hann vilji ómögulega að þau haldi í framtíðinni að faðir þeirra myndi gera slíkan hlut líkt og að leka myndbandinu. Kim fullyrti að hann myndi ekki koma illa út úr söguþræðinum í nýju þáttunum. View this post on Instagram A post shared by Ray J (@rayj) Sýndi undirritaðan samning Í streyminu sýndi Ray J samning um sölu á kynlífsmyndbandinu til Vivid Entertainment þar sem undirskriftir hans og Kim Kardashian koma fram. Á samningum var talað um þrjár myndbandsupptökur, Cabo Intro, Cabo Sex og Santa Barbara sex. „Þú veist hvað við gerðum! Mamma þín stjórnaði þessum kynlífsmyndbandssamningi við Joe Francis og Steve Hirsch. Það var hennar hugmynd að gefa út myndband með Vivid. Það eins sem ég gerði var að samþykkja það,“ sagði hann meðal annars í skilaboðum til Kim. View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian) Hann segir þriðju upptökuna hafa átt sér stað eftir að Kris, móðir Kim, óskaði eftir því að þau færu að taka upp meira efni til þess að gefa út. Hann segir þau hafa gert það, þrátt fyrir að vera hætt saman á þeim tímapunkti. Hann segir Cabo myndböndin þó hafa verið valin því hún hafi litið betur út í þeim. Hér að neðan má heyra Brennsluteið í heild sinni en umræðan um Kim og Ray hefst á mínútu 11:21 :
Hollywood Tengdar fréttir Kim Kardashian stofnaði framtakssjóð og er mætt á Wall Street Kim Kardashian er mætt á Wall Street eftir að hún tók höndum saman með Jay Sammons, sem áður var yfir Carlyle Group, og stofnaði framtakssjóðinn (e. private equity fund) SKKY Partners. 8. september 2022 11:30 Kanye West greindi frá dauða Davidson Rapparinn Kanye West brást við sambandsslitum Kim Kardashian og Pete Davidson með því að birta andlátstilkynningu á Instagram fyrir Skete Davidson. Frá því Davidson byrjaði með Kim hefur Kanye áreitt leikarann á samfélagsmiðlum og uppnefnt hann „Skete.“ 8. ágúst 2022 22:28 Sagður dreifa svæsnum lygum um Davidson Tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa borið út þann róg að Pete Davidson sé með alnæmi. Eins og frægt er, þá er Davidson kærasti barnsmóður West, Kim Kardashian, en West ekki talinn vera par sáttur við það samband. 1. febrúar 2022 15:30 Kim Kardashian og Pete Davidson hætt saman Fregnir vestanhafs herma að Kim Kardashian og Pete Davidson séu hætt saman og hafi tekið ákvörðun um að vera bara vinir. 5. ágúst 2022 23:50 Mest lesið Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Lífið „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Lífið Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum Lífið Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Lífið Kornungur og í vandræðum með holdris Lífið Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust Lífið Okkar meyrasti maður Lífið Tanja Ýr eignaðist dreng Lífið Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Lífið „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Lífið Fleiri fréttir Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Helmingur labbar út þegar komið er að því að teygja Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Okkar meyrasti maður Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Sjá meira
Kim Kardashian stofnaði framtakssjóð og er mætt á Wall Street Kim Kardashian er mætt á Wall Street eftir að hún tók höndum saman með Jay Sammons, sem áður var yfir Carlyle Group, og stofnaði framtakssjóðinn (e. private equity fund) SKKY Partners. 8. september 2022 11:30
Kanye West greindi frá dauða Davidson Rapparinn Kanye West brást við sambandsslitum Kim Kardashian og Pete Davidson með því að birta andlátstilkynningu á Instagram fyrir Skete Davidson. Frá því Davidson byrjaði með Kim hefur Kanye áreitt leikarann á samfélagsmiðlum og uppnefnt hann „Skete.“ 8. ágúst 2022 22:28
Sagður dreifa svæsnum lygum um Davidson Tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa borið út þann róg að Pete Davidson sé með alnæmi. Eins og frægt er, þá er Davidson kærasti barnsmóður West, Kim Kardashian, en West ekki talinn vera par sáttur við það samband. 1. febrúar 2022 15:30
Kim Kardashian og Pete Davidson hætt saman Fregnir vestanhafs herma að Kim Kardashian og Pete Davidson séu hætt saman og hafi tekið ákvörðun um að vera bara vinir. 5. ágúst 2022 23:50