Lá við hávaðakvörtun á hótelinu: „Ég öskraði svo mikið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2022 13:01 Nökkvi Þeyr Þórisson er að koma sér hægt og rólega fyrir í Belgíu. Vísir/Hulda Margrét „Það er liðin vika síðan ég kom út. Ég er ástfanginn af borginni, hún er eins flott og allir tala um,“ segir Nökkvi Þeyr Þórisson um Antwerpen, hvar hann mun spila fótbolta með Beerschot næstu misserin. Nökkvi samdi við liðið í síðustu viku og er spenntur fyrir verkefninu. Nökkvi Þeyr var nýbúinn að skoða íbúð þegar Vísi sló á þráðinn til hans. Hann hefur búið á hóteli frá því að hann kom til félagsins en vonast til að koma sér fyrir sem fyrst. „Ég var einmitt að klára að skoða íbúð. Þannig að það gengur vel að koma sér fyrir. Það er mikilvægt að klára það sem fyrst svo maður geti einbeitt sér alfarið að fótboltanum. Eins og er þá erum við kærastan mín á hóteli á meðan þau mál leysast,“ „Ég er nokkuð viss um að við fáum þessa íbúð. Hún [María Lillý Ragnarsdóttir, kærasta Nökkva] var ástfangin af íbúðinni og hún ræður öllu þegar kemur að þessum málum. Svo lengi sem hún er glöð þá er ég glaður,“ sagði Nökkvi og hló við. View this post on Instagram A post shared by Mari a Lilly Ragnarsdo ttir (@marialillyy) Gríðarlegt stress Nökkvi segir ákvörðunina að yfirgefa KA-menn á þessum tímapunkti hafa verið erfiða. Hann styður vel við sína menn og segist hafa misst sig þegar hann sá KA vinna topplið Breiðabliks 2-1 á sunnudaginn var. „Ég horfði á leikinn og María þurfti að sussa á mig því maður var búinn að gleyma því að maður væri á hótelherbergi. Ég öskraði svo mikið og það var varla hægt að tala við mig á meðan leikurinn var í gangi, ég var svo einbeittur að horfa og algjört stress. Ég er miklu stressaðri að horfa á leik heldur en að spila leikinn. Það sem það var sætt að sjá þá vinna og kannski ennþá sætara í ljósi þess að ég tók þessa ákvörðun,“ segir Nökkvi Þeyr. Klippa: Viðtal við Nökkva Þey Erfitt að yfirgefa liðið á þessum tímapunkti Nökkvi segir sigurinn hafa verið enn sætari í ljósi þess að hann hafi verið með örlítið samviskubit yfir því að yfirgefa KA-menn í miðri baráttu um Evrópusæti, sérstaklega þar sem félagsskiptaglugginn var lokaður. Hann er þess þó fullviss um að KA-menn geri vel í þeirri baráttu. „Það spilaði mikið inn í af því að ég vissi að þeir væru ekki taka mann inn,“ segir Nökkvi. „Þetta var mjög erfitt fyrir mig að taka þessa ákvörðun en svo þegar maður er kannski smá eigingjarn og horfir á sinn feril þá auðveldaði það manni að taka þessa ákvörðun. Það sem hjálpaði mér líka er að ég veit gæðin í strákunum og ég veit hversu góður hópur þetta er. Ég vissi strax að ef ég myndi fara þá myndi maður stíga upp og það kæmi maður í manns stað,“ „Þetta er það góður hópur að ég hafði í raun engar áhyggjur af þeim þó að ég myndi fara,“ segir Nökkvi Þeyr. Ummæli Nökkva Þeys má sjá í spilaranum að ofan. Belgíski boltinn KA Besta deild karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Nökkvi Þeyr var nýbúinn að skoða íbúð þegar Vísi sló á þráðinn til hans. Hann hefur búið á hóteli frá því að hann kom til félagsins en vonast til að koma sér fyrir sem fyrst. „Ég var einmitt að klára að skoða íbúð. Þannig að það gengur vel að koma sér fyrir. Það er mikilvægt að klára það sem fyrst svo maður geti einbeitt sér alfarið að fótboltanum. Eins og er þá erum við kærastan mín á hóteli á meðan þau mál leysast,“ „Ég er nokkuð viss um að við fáum þessa íbúð. Hún [María Lillý Ragnarsdóttir, kærasta Nökkva] var ástfangin af íbúðinni og hún ræður öllu þegar kemur að þessum málum. Svo lengi sem hún er glöð þá er ég glaður,“ sagði Nökkvi og hló við. View this post on Instagram A post shared by Mari a Lilly Ragnarsdo ttir (@marialillyy) Gríðarlegt stress Nökkvi segir ákvörðunina að yfirgefa KA-menn á þessum tímapunkti hafa verið erfiða. Hann styður vel við sína menn og segist hafa misst sig þegar hann sá KA vinna topplið Breiðabliks 2-1 á sunnudaginn var. „Ég horfði á leikinn og María þurfti að sussa á mig því maður var búinn að gleyma því að maður væri á hótelherbergi. Ég öskraði svo mikið og það var varla hægt að tala við mig á meðan leikurinn var í gangi, ég var svo einbeittur að horfa og algjört stress. Ég er miklu stressaðri að horfa á leik heldur en að spila leikinn. Það sem það var sætt að sjá þá vinna og kannski ennþá sætara í ljósi þess að ég tók þessa ákvörðun,“ segir Nökkvi Þeyr. Klippa: Viðtal við Nökkva Þey Erfitt að yfirgefa liðið á þessum tímapunkti Nökkvi segir sigurinn hafa verið enn sætari í ljósi þess að hann hafi verið með örlítið samviskubit yfir því að yfirgefa KA-menn í miðri baráttu um Evrópusæti, sérstaklega þar sem félagsskiptaglugginn var lokaður. Hann er þess þó fullviss um að KA-menn geri vel í þeirri baráttu. „Það spilaði mikið inn í af því að ég vissi að þeir væru ekki taka mann inn,“ segir Nökkvi. „Þetta var mjög erfitt fyrir mig að taka þessa ákvörðun en svo þegar maður er kannski smá eigingjarn og horfir á sinn feril þá auðveldaði það manni að taka þessa ákvörðun. Það sem hjálpaði mér líka er að ég veit gæðin í strákunum og ég veit hversu góður hópur þetta er. Ég vissi strax að ef ég myndi fara þá myndi maður stíga upp og það kæmi maður í manns stað,“ „Þetta er það góður hópur að ég hafði í raun engar áhyggjur af þeim þó að ég myndi fara,“ segir Nökkvi Þeyr. Ummæli Nökkva Þeys má sjá í spilaranum að ofan.
Belgíski boltinn KA Besta deild karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira