Ætlar að ná metinu af Tryggva Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2022 09:30 Steven Lennon er einn af aðeins fimm mönnum sem skorað hafa hundrað mörk í efstu deild á Íslandi. Stöð 2 Steven Lennon vonast til þess að stífla hafi brostið þegar hann skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild á Íslandi á sunnudaginn, fyrstur erlendra knattspyrnumanna. Lennon hefur búið á Íslandi og spilað hér í efstu deild frá árinu 2011, fyrstu þrjú tímabilin með Fram en svo með FH. Á sunnudaginn kom hann inn á af varamannabekknum og skoraði í 6-1 sigri gegn ÍA. Það var þó aðeins þriðja mark Lennons í sumar sem er eitthvað sem hann er alls ekki vanur. Hann hafði beðið í sextíu daga frá því að hann skoraði 99. markið sitt og meðal annars brennt af tveimur vítaspyrnum. Sat það svona í honum að næsta mark yrði það hundraðasta? „Kannski dálítið. Það er stór áfangi fyrir hvern sem er að skora hundrað mörk. Auðvitað hugsaði ég mikið um það en það hélt ekki aftur af mér eða setti mig undir þrýsting. Þessi leiktíð hefur ekki verið sú besta hjá mér hvað markaskorun varðar en nú þegar markið er komið vonast ég til að geta skorað mörg fleiri,“ segir Lennon í Sportpakkanum á Stöð 2. Lennon er einn af aðeins fimm leikmönnum sem skorað hafa hundrað mörk í efstu deild á Íslandi. Hann er einu marki á eftir Guðmundi Steinssyni og þrettán á eftir Atla Viðari Björnssyni, en efstir eru Tryggvi Guðmundsson með 131 mark og Ingi Björn Albertsson með 126 mörk. Lennon ætlar sér að slá þeim við: „Ég er enn 34 ára og á nokkur ár eftir, og er enn í formi. Ég þarf bara að eiga betri leiktíð en ég hef átt á þessu ári, en ég veit að svo verður. Þetta er bara eitt af þessum árum. Vonandi næ ég að saxa á þessa stráka á næstu árum.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla FH Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Lennon hefur búið á Íslandi og spilað hér í efstu deild frá árinu 2011, fyrstu þrjú tímabilin með Fram en svo með FH. Á sunnudaginn kom hann inn á af varamannabekknum og skoraði í 6-1 sigri gegn ÍA. Það var þó aðeins þriðja mark Lennons í sumar sem er eitthvað sem hann er alls ekki vanur. Hann hafði beðið í sextíu daga frá því að hann skoraði 99. markið sitt og meðal annars brennt af tveimur vítaspyrnum. Sat það svona í honum að næsta mark yrði það hundraðasta? „Kannski dálítið. Það er stór áfangi fyrir hvern sem er að skora hundrað mörk. Auðvitað hugsaði ég mikið um það en það hélt ekki aftur af mér eða setti mig undir þrýsting. Þessi leiktíð hefur ekki verið sú besta hjá mér hvað markaskorun varðar en nú þegar markið er komið vonast ég til að geta skorað mörg fleiri,“ segir Lennon í Sportpakkanum á Stöð 2. Lennon er einn af aðeins fimm leikmönnum sem skorað hafa hundrað mörk í efstu deild á Íslandi. Hann er einu marki á eftir Guðmundi Steinssyni og þrettán á eftir Atla Viðari Björnssyni, en efstir eru Tryggvi Guðmundsson með 131 mark og Ingi Björn Albertsson með 126 mörk. Lennon ætlar sér að slá þeim við: „Ég er enn 34 ára og á nokkur ár eftir, og er enn í formi. Ég þarf bara að eiga betri leiktíð en ég hef átt á þessu ári, en ég veit að svo verður. Þetta er bara eitt af þessum árum. Vonandi næ ég að saxa á þessa stráka á næstu árum.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla FH Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira