Kross 1. umferðar: Vígðu nýja heimavöllinn með stæl og Róbert Aron spólaði til baka Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. september 2022 11:00 Róbert Aron Hostert er markahæstur í Olís-deild karla. vísir/diego Keppni í Olís-deild karla í handbolta hófst í síðustu viku. Fimm leikir fóru þá fram í 1. umferð deildarinnar. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Þrefaldir meistarar Vals sluppu með skrekkinn gegn Aftureldingu, Grótta rúllaði yfir nýliða ÍR í fyrsta leiknum undir stjórn Róberts Gunnarssonar, Fram vígði nýja heimavöllinn með sannfærandi sigri á Selfossi, þjálfaralausir KA-menn í blakbúningum töpuðu fyrir Haukum og Stjörnumenn sýndu að þeim er alvara með því að vinna í Kaplakrika þangað sem fá lið sækja stig. Það var eini útisigurinn í 1. umferð sem lýkur með leik ÍBV og Harðar 2. október. Honum var seinkað vegna þátttöku Eyjamanna í Áskorendabikar Evrópu. Umfjöllun og viðtöl úr 1. umferð Olís-deildar karla Fram 33-26 Selfoss Valur 25-24 Afturelding Grótta 31-20 ÍR FH 28-33 Stjarnan Haukar 27-21 KA Góð umferð fyrir ... Tandri Már Konráðsson var ekki á meðal markaskorara gegn FH en gaf slatta af stoðsendingum eins og samherjar hans.vísir/hulda margrét League Pass Frammara Miðað við fyrsta leik sinn er Fram tilvalið League Pass-lið ef svo má segja. Ekkert endilega það besta í deildinni en áhorfsvænt og með skemmtilega leikmenn sem þeir hlutlausu geta hrifist af. Frammarar spiluðu gríðarlega hraðan bolta gegn Selfyssingum og samkvæmt þjálfara þeirra, Einari Jónssyni, er þetta það sem koma skal og það er vel. Einar er með nóg af leikmönnum en til marks um það voru spilarar á borð við Breka Dagsson, Arnar Snæ Magnússon og Alexander Má Egan utan hóps gegn Selfossi. Fram á eftir að fá erfiðari próf en byrjunin lofar góðu. Róbert Aron Hostert Hann getur víst enn skotið! Róbert Aron spólaði aftur í tímann og setti upp skotsýningu gegn Aftureldingu. Hann skoraði tólf mörk í fimmtán skotum og náði tveggja stafa tölu í markaskorun í fyrsta sinn í búningi Vals. Og meistararnir þurfu svo sannarlega á hans framlagi að halda gegn Aftureldingu enda náðu aðrir útispilarar liðsins sér ekki á strik. Róbert Aron hefur verið meiðslum hrjáður undanfarin ár en ef hann er heill kemur hann með nýja breidd í lið Vals. Samvinnu Stjörnumanna Stjarnan skoraði 33 mörk gegn FH og á bak við þau voru hvorki fleiri né færri en 25 stoðsendingar. Stjörnumenn tóku aðeins þrettán skot fyrir utan en voru duglegir að opna vörn FH-inga fyrir horna- og línumenn sína sem höfðu úr nægu að moða í Krikanum. Patrekur Jóhannesson gladdist eflaust mjög að sjá samvinnu sinna manna í sókninni og hvernig þeir opnuðu fyrir hvern annan. Slæm umferð fyrir ... Dagur Gautason snerti varla boltann í fyrsta leik sínum fyrir KA eftir endurkomuna.ka Dag Gautason Greyið Dagur gerði svo sem ekkert vitlaust í leik Hauka og KA. Hann fékk boltann bara aldrei. Dagur fékk ekki eitt einasta færi í leiknum, hvorki í uppstilltri sókn né hraðaupphlaupum. Eflaust vöknuðu upp óþægilegar minningar frá því hann spilaði með hinum hornablinda Tarik Kasumovic fyrir nokkrum árum. Vonandi fyrir Dag og KA finna samherjar hans hann oftar í næstu leikjum því það er synd að þessi frábæri hornamaður sé aðgerðalaus í sókninni í heilan leik. Óskarssyni Þeir Benedikt Gunnar og Arnór Snær Óskarssynir léku á als oddi í Meistaraleiknum gegn KA en voru illa tengdir gegn Aftureldingu. Benedikt var með eitt mark í fimm skotum og Arnór þrjú mörk í sjö skotum. Þeir tóku samtals fjögur víti en aðeins eitt þeirra fór í markið. Þótt Óskarssynir hafi ekki fundið sig kom það ekki að sök. Valsmenn eru með frábæran mannskap og að þessu sinni var Róbert Aron hetjan. FH FH-ingum var spáð nokkuð góðu gengi fyrir tímabilið en miðað við leikinn gegn Stjörnumönnum var kannski ekki alveg nógu mikil innistæða fyrir því. Sigursteinn Arndal þurfti að játa sig sigraðan gegn æfingafélaga sínum, Patreki Jóhannessyni, og á greinilega enn eftir að herða skrúfurnar betur fyrir framhaldið. Vörn FH var ólík sjálfri sér og greinilegt er að Ágústs Birgissonar er sárt saknað. Fokk, við þurfum að hafa áhyggjur Miðað við leikinn gegn Frömmurum eru Selfyssingar komnir ansi stutt á veg. Sunnlendingar virtust hreinlega spila á öðrum hraða en bláliðar. Það kristallaðist kannski í leik Ísaks Gústafssonar sem byrjaði af miklum krafti en gaf svo hressilega eftir. Selfoss styrkti sig ekkert fyrir tímabilið en sé mið tekið af leiknum gegn Fram hefði svo sannarlega verið þörf á því. Besti ungi leikmaðurinn Haukar voru í miklum vandræðum framan af gegn KA en það breyttist eftir að Andri Már Rúnarsson kom inn á í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Þrátt fyrir að hafa bara náð nokkrum æfingum með Haukum sneri Andri leik liðsins, skoraði fimm mörk og gaf sex stoðsendingar. Koma hans í Hauka gjörbreytir landslaginu í deildinni. Tölfræði sem stakk í augun Jovan Kukobat lék sinn fyrsta leik fyrir Aftureldingu gegn Val og frammistaðan var ekki af verri endanum. Hann varði ellefu af þeim tuttugu skotum sem hann fékk á sig (55 prósent), þar af öll fjögur vítin sem hann fékk á sig. Menn leiksins samkvæmt HB Statz Ívar Logi Styrmisson (Fram) - 7,96 í einkunn Róbert Aron Hostert (Val) - 10,0 Einar Baldvin Baldvinsson (Gróttu) - 10,0 Arnar Freyr Ársælsson (Stjörnunni) - 8,32 Andri Már Rúnarsson (Haukum) - 8,09 Handboltarokk umferðarinnar Förum bara beint í forvígismenn senunnar, Scott Stapp og félaga í Creed. Hér bjóða þeir opinn faðminn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=99j0zLuNhi8">watch on YouTube</a> Næsta umferð Svona lítur 2. umferð Olís-deildar karla út.hsí Olís-deild karla Tengdar fréttir „Hvað myndi hann segja ef það væru alltaf einn til tveir í árshátíðarferð?“ Í Seinni bylgjunni eftir fyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta var það gagnrýnt að aðalþjálfari KA síðustu ár, Jónatan Magnússon, skyldi missa af fyrsta leik tímabilsins vegna árshátíðarferðar. 13. september 2022 08:30 „Mikil meiðsli og mikil forföll, alltaf einn leikmaður út á sjó meira að segja“ Það ríkti ekki mikil bjartsýni hjá Handkastinu fyrir leik Íslandsmeistara Vals og nýliða Harðar í Olís deild karla á föstudaginn kemur. Ástæðan er mannekla Ísfirðinga ásamt þeirri staðreynd að þeir eru að heimsækja Íslandsmeistarana. 13. september 2022 07:00 „Þetta eru bestu félagaskiptin í sumar“ „Við spáðum Haukum 5. sætinu, við þurfum mögulega bara að endurskoða það eftir þessi kaup,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar, um innkomu Andra Más Rúnarssonar í lið Hauka í Olís deild karla. 12. september 2022 21:46 „Er Guðmundur Hólmar að nenna þessu?“ „Þetta verður rosalega langt tímabil fyrir Selfyssinga,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, ómyrkur í máli eftir afhroðið sem Selfoss hlaut gegn Fram í fyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta í síðustu viku. 12. september 2022 14:01 „Ef ekki núna, hvenær þá?“ Stjarnan fór vel af stað í Olís-deild karla í handbolta er liðið vann 33-28 sigur á FH í Kaplakrika. Nýju mennirnir í Garðabæ, þeir Hergeir Grímsson og Arnar Freyr Ársælsson, komu vel inn í liðið. 12. september 2022 12:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Þrefaldir meistarar Vals sluppu með skrekkinn gegn Aftureldingu, Grótta rúllaði yfir nýliða ÍR í fyrsta leiknum undir stjórn Róberts Gunnarssonar, Fram vígði nýja heimavöllinn með sannfærandi sigri á Selfossi, þjálfaralausir KA-menn í blakbúningum töpuðu fyrir Haukum og Stjörnumenn sýndu að þeim er alvara með því að vinna í Kaplakrika þangað sem fá lið sækja stig. Það var eini útisigurinn í 1. umferð sem lýkur með leik ÍBV og Harðar 2. október. Honum var seinkað vegna þátttöku Eyjamanna í Áskorendabikar Evrópu. Umfjöllun og viðtöl úr 1. umferð Olís-deildar karla Fram 33-26 Selfoss Valur 25-24 Afturelding Grótta 31-20 ÍR FH 28-33 Stjarnan Haukar 27-21 KA Góð umferð fyrir ... Tandri Már Konráðsson var ekki á meðal markaskorara gegn FH en gaf slatta af stoðsendingum eins og samherjar hans.vísir/hulda margrét League Pass Frammara Miðað við fyrsta leik sinn er Fram tilvalið League Pass-lið ef svo má segja. Ekkert endilega það besta í deildinni en áhorfsvænt og með skemmtilega leikmenn sem þeir hlutlausu geta hrifist af. Frammarar spiluðu gríðarlega hraðan bolta gegn Selfyssingum og samkvæmt þjálfara þeirra, Einari Jónssyni, er þetta það sem koma skal og það er vel. Einar er með nóg af leikmönnum en til marks um það voru spilarar á borð við Breka Dagsson, Arnar Snæ Magnússon og Alexander Má Egan utan hóps gegn Selfossi. Fram á eftir að fá erfiðari próf en byrjunin lofar góðu. Róbert Aron Hostert Hann getur víst enn skotið! Róbert Aron spólaði aftur í tímann og setti upp skotsýningu gegn Aftureldingu. Hann skoraði tólf mörk í fimmtán skotum og náði tveggja stafa tölu í markaskorun í fyrsta sinn í búningi Vals. Og meistararnir þurfu svo sannarlega á hans framlagi að halda gegn Aftureldingu enda náðu aðrir útispilarar liðsins sér ekki á strik. Róbert Aron hefur verið meiðslum hrjáður undanfarin ár en ef hann er heill kemur hann með nýja breidd í lið Vals. Samvinnu Stjörnumanna Stjarnan skoraði 33 mörk gegn FH og á bak við þau voru hvorki fleiri né færri en 25 stoðsendingar. Stjörnumenn tóku aðeins þrettán skot fyrir utan en voru duglegir að opna vörn FH-inga fyrir horna- og línumenn sína sem höfðu úr nægu að moða í Krikanum. Patrekur Jóhannesson gladdist eflaust mjög að sjá samvinnu sinna manna í sókninni og hvernig þeir opnuðu fyrir hvern annan. Slæm umferð fyrir ... Dagur Gautason snerti varla boltann í fyrsta leik sínum fyrir KA eftir endurkomuna.ka Dag Gautason Greyið Dagur gerði svo sem ekkert vitlaust í leik Hauka og KA. Hann fékk boltann bara aldrei. Dagur fékk ekki eitt einasta færi í leiknum, hvorki í uppstilltri sókn né hraðaupphlaupum. Eflaust vöknuðu upp óþægilegar minningar frá því hann spilaði með hinum hornablinda Tarik Kasumovic fyrir nokkrum árum. Vonandi fyrir Dag og KA finna samherjar hans hann oftar í næstu leikjum því það er synd að þessi frábæri hornamaður sé aðgerðalaus í sókninni í heilan leik. Óskarssyni Þeir Benedikt Gunnar og Arnór Snær Óskarssynir léku á als oddi í Meistaraleiknum gegn KA en voru illa tengdir gegn Aftureldingu. Benedikt var með eitt mark í fimm skotum og Arnór þrjú mörk í sjö skotum. Þeir tóku samtals fjögur víti en aðeins eitt þeirra fór í markið. Þótt Óskarssynir hafi ekki fundið sig kom það ekki að sök. Valsmenn eru með frábæran mannskap og að þessu sinni var Róbert Aron hetjan. FH FH-ingum var spáð nokkuð góðu gengi fyrir tímabilið en miðað við leikinn gegn Stjörnumönnum var kannski ekki alveg nógu mikil innistæða fyrir því. Sigursteinn Arndal þurfti að játa sig sigraðan gegn æfingafélaga sínum, Patreki Jóhannessyni, og á greinilega enn eftir að herða skrúfurnar betur fyrir framhaldið. Vörn FH var ólík sjálfri sér og greinilegt er að Ágústs Birgissonar er sárt saknað. Fokk, við þurfum að hafa áhyggjur Miðað við leikinn gegn Frömmurum eru Selfyssingar komnir ansi stutt á veg. Sunnlendingar virtust hreinlega spila á öðrum hraða en bláliðar. Það kristallaðist kannski í leik Ísaks Gústafssonar sem byrjaði af miklum krafti en gaf svo hressilega eftir. Selfoss styrkti sig ekkert fyrir tímabilið en sé mið tekið af leiknum gegn Fram hefði svo sannarlega verið þörf á því. Besti ungi leikmaðurinn Haukar voru í miklum vandræðum framan af gegn KA en það breyttist eftir að Andri Már Rúnarsson kom inn á í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Þrátt fyrir að hafa bara náð nokkrum æfingum með Haukum sneri Andri leik liðsins, skoraði fimm mörk og gaf sex stoðsendingar. Koma hans í Hauka gjörbreytir landslaginu í deildinni. Tölfræði sem stakk í augun Jovan Kukobat lék sinn fyrsta leik fyrir Aftureldingu gegn Val og frammistaðan var ekki af verri endanum. Hann varði ellefu af þeim tuttugu skotum sem hann fékk á sig (55 prósent), þar af öll fjögur vítin sem hann fékk á sig. Menn leiksins samkvæmt HB Statz Ívar Logi Styrmisson (Fram) - 7,96 í einkunn Róbert Aron Hostert (Val) - 10,0 Einar Baldvin Baldvinsson (Gróttu) - 10,0 Arnar Freyr Ársælsson (Stjörnunni) - 8,32 Andri Már Rúnarsson (Haukum) - 8,09 Handboltarokk umferðarinnar Förum bara beint í forvígismenn senunnar, Scott Stapp og félaga í Creed. Hér bjóða þeir opinn faðminn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=99j0zLuNhi8">watch on YouTube</a> Næsta umferð Svona lítur 2. umferð Olís-deildar karla út.hsí
Olís-deild karla Tengdar fréttir „Hvað myndi hann segja ef það væru alltaf einn til tveir í árshátíðarferð?“ Í Seinni bylgjunni eftir fyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta var það gagnrýnt að aðalþjálfari KA síðustu ár, Jónatan Magnússon, skyldi missa af fyrsta leik tímabilsins vegna árshátíðarferðar. 13. september 2022 08:30 „Mikil meiðsli og mikil forföll, alltaf einn leikmaður út á sjó meira að segja“ Það ríkti ekki mikil bjartsýni hjá Handkastinu fyrir leik Íslandsmeistara Vals og nýliða Harðar í Olís deild karla á föstudaginn kemur. Ástæðan er mannekla Ísfirðinga ásamt þeirri staðreynd að þeir eru að heimsækja Íslandsmeistarana. 13. september 2022 07:00 „Þetta eru bestu félagaskiptin í sumar“ „Við spáðum Haukum 5. sætinu, við þurfum mögulega bara að endurskoða það eftir þessi kaup,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar, um innkomu Andra Más Rúnarssonar í lið Hauka í Olís deild karla. 12. september 2022 21:46 „Er Guðmundur Hólmar að nenna þessu?“ „Þetta verður rosalega langt tímabil fyrir Selfyssinga,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, ómyrkur í máli eftir afhroðið sem Selfoss hlaut gegn Fram í fyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta í síðustu viku. 12. september 2022 14:01 „Ef ekki núna, hvenær þá?“ Stjarnan fór vel af stað í Olís-deild karla í handbolta er liðið vann 33-28 sigur á FH í Kaplakrika. Nýju mennirnir í Garðabæ, þeir Hergeir Grímsson og Arnar Freyr Ársælsson, komu vel inn í liðið. 12. september 2022 12:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
„Hvað myndi hann segja ef það væru alltaf einn til tveir í árshátíðarferð?“ Í Seinni bylgjunni eftir fyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta var það gagnrýnt að aðalþjálfari KA síðustu ár, Jónatan Magnússon, skyldi missa af fyrsta leik tímabilsins vegna árshátíðarferðar. 13. september 2022 08:30
„Mikil meiðsli og mikil forföll, alltaf einn leikmaður út á sjó meira að segja“ Það ríkti ekki mikil bjartsýni hjá Handkastinu fyrir leik Íslandsmeistara Vals og nýliða Harðar í Olís deild karla á föstudaginn kemur. Ástæðan er mannekla Ísfirðinga ásamt þeirri staðreynd að þeir eru að heimsækja Íslandsmeistarana. 13. september 2022 07:00
„Þetta eru bestu félagaskiptin í sumar“ „Við spáðum Haukum 5. sætinu, við þurfum mögulega bara að endurskoða það eftir þessi kaup,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar, um innkomu Andra Más Rúnarssonar í lið Hauka í Olís deild karla. 12. september 2022 21:46
„Er Guðmundur Hólmar að nenna þessu?“ „Þetta verður rosalega langt tímabil fyrir Selfyssinga,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, ómyrkur í máli eftir afhroðið sem Selfoss hlaut gegn Fram í fyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta í síðustu viku. 12. september 2022 14:01
„Ef ekki núna, hvenær þá?“ Stjarnan fór vel af stað í Olís-deild karla í handbolta er liðið vann 33-28 sigur á FH í Kaplakrika. Nýju mennirnir í Garðabæ, þeir Hergeir Grímsson og Arnar Freyr Ársælsson, komu vel inn í liðið. 12. september 2022 12:00