Erlent

Lík­kista drottningarinnar flutt frá Balmor­al

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Skoski konunglegi fáninn umlykur líkkistu drottningarinnar.
Skoski konunglegi fáninn umlykur líkkistu drottningarinnar. Getty/Humphreys

Líkkista drottningarinnar hefur verið flutt frá Balmoral-kastala og fjöldi fólks hefur safnast saman nærri kastalanum. Til stendur að keyra með kistuna alla leið til Edinborgar.

Á kistunni má sjá hvítt beitilyng, dalíur og önnur uppáhaldsblóm drottningarinnar. Fréttamenn Breska ríkisútvarpsins segja ákveðna kyrrð yfir tregablöndnu andrúmslofti.

Í bílalestinni eru um 45 bílar og líkbílnum fylgir Anna prinsessa, dóttir Elísabetar II, og eiginmaður hennar aðmírállinn Tim Laurence. Fyrsta stopp er Aberdeen og þaðan verður haldið í gegnum Dundee og Perth. Loks liggur leiðin til Holyroodhouse-hallarinnar í Edinborg, en ferðin tekur um sex klukkutíma.

Fyrst heldur bílalestin til Aberdeen.Getty/Milligan
Bílalestin keyrir í gegnum þorpið Ballater við Balmoral-kastala.Getty/Milligan
Fréttamaður Breska ríkisútvarpsins taldi 45 bíla í bílalestinni.Getty/Humphreys
Börn fylgjast með ásamt foreldrum sínum.Getty/Milligan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×