Fylkir vann öruggan 4-0 sigur á föllnu liði Þróttar úr Vogum þegar liðin mættust í Árbænum í dag en Fylkir, sem féll úr efstu deild á síðustu leiktíð, var búið að tryggja sér upp um deild áður en kom að leik dagsins.
HK-ingar, sem munu fylgja Fylki upp úr Lengjudeildinni, töpuðu fyrir Grindavík í miklum markaleik suður með sjó, 4-3 fyrir Grindavík sem lyfti sér þar með upp í 9.sæti deildarinnar.
Á Ísafirði gerðu Vestri og Selfoss 2-2 jafntefli á meðan Kórdrengir unnu öruggan 3-0 sigur á Aftureldingu. Þá unnu fallnir Vesturbæingar í KV 1-0 sigur á Þór.
Engin spenna er fyrir lokaumferðina í Lengjudeildinni sem fram fer um næstu helgi þar sem öll sæti sem telja eitthvað eru ráðin.