Vilhjálmur um andlát drottningarinnar: „Hún var hjá mér þegar ég upplifði verstu daga lífs míns“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. september 2022 16:13 Vilhjálmur prins og Elísabet drottning. Getty/Max Mumb Vilhjálmur Bretaprins hefur gefið út yfirlýsingu vegna andláts Elísabetar annarrar Bretadrottningar á Instagram. Þar segir hann meðal annars að heimurinn hafi misst mikinn leiðtoga en hann hafi hins vegar misst ömmu sína. „Ég vissi að þessi dagur kæmi,“ skrifar Vilhjálmur í yfirlýsingunni, og bætir við: „en þrátt fyrir það mun það taka nokkurn tíma þar til ég mun átta mig á því hvernig líf án ömmu er.“ Hann segist munu syrgja fráfall ömmu sinnar en hann finni þrátt fyrir það fyrir miklu þakklæti. Hann hafi fengið að njóta leiðsagnar hennar, visku og hvatningar á fimmta tug ára. „Eiginkona mín hefur fengið að njóta leiðsagnar og stuðnings hennar í tuttugu ár. Börnin mín þrjú hafa fengið að verja hátíðisdögum með henni og skapa minningar sem munu fylgja þeim út lífið,“ skrifar Vilhjálmur. View this post on Instagram A post shared by The Prince and Princess of Wales (@princeandprincessofwales) „Hún var við hlið mína á þeim augnablikum sem ég var hamingjusamastur og hún var hjá mér þegar ég upplifði mikla sorg.“ Hann segist þakklátur þeirri góðvild sem hún sýndi honum og fjölskyldu hans og þakkar henni fyrir hönd kynslóðar sinnar fyrir að hafa sýnt fordæmi á ýmsum sviðum. „Amma mín sagði, eins og margir þekkja, að sorgin sé sá kostnaður sem fylgir ástinni. Öll sú sorg sem við munum upplifa næstu vikur verða til marks um þá ást sem við fundum fyrir í garð okkar einstöku drottningar. Ég mun heiðra minningu hennar með því að styðja við bak föður míns, Konungsins, á allan þann hátt sem ég get.“ Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Karl III Bretakonungur Bretland England Tengdar fréttir Karl III sór þegnum sínum hollustueið Í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar í dag þakkaði Karl III nýr konungur Bretlands Elísabetu II móður sinni fyrir þá ást og umhyggju sem hún sýndi fjölskyldu sinni og óbilandi trúnað hennar og skyldurækni í störfum og samskiptum við þegna hennar. 9. september 2022 19:20 Settur til hliðar vegna ummæla um drottninguna Fyrrum knattspyrnumaðurinn Trevor Sinclair hefur verið sendur í leyfi vegna ummæla sinna á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar sagði hann að fólk dökkt að hörund ætti ekki að syrgja drottninguna. 9. september 2022 16:30 Bresk framámenni minnast drottningarinnar Karl III Bretlandskonungur mun ávarpaði bresku þjóðina í fyrsta skiptið sem konungur klukkan 17. Ræðan var sýnd í beinni útsýningu en hluta athafnarinnar í St. Paul dómkirkjunni má sjá hér fyrir neðan ásamt ræðu konungs. 9. september 2022 16:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
„Ég vissi að þessi dagur kæmi,“ skrifar Vilhjálmur í yfirlýsingunni, og bætir við: „en þrátt fyrir það mun það taka nokkurn tíma þar til ég mun átta mig á því hvernig líf án ömmu er.“ Hann segist munu syrgja fráfall ömmu sinnar en hann finni þrátt fyrir það fyrir miklu þakklæti. Hann hafi fengið að njóta leiðsagnar hennar, visku og hvatningar á fimmta tug ára. „Eiginkona mín hefur fengið að njóta leiðsagnar og stuðnings hennar í tuttugu ár. Börnin mín þrjú hafa fengið að verja hátíðisdögum með henni og skapa minningar sem munu fylgja þeim út lífið,“ skrifar Vilhjálmur. View this post on Instagram A post shared by The Prince and Princess of Wales (@princeandprincessofwales) „Hún var við hlið mína á þeim augnablikum sem ég var hamingjusamastur og hún var hjá mér þegar ég upplifði mikla sorg.“ Hann segist þakklátur þeirri góðvild sem hún sýndi honum og fjölskyldu hans og þakkar henni fyrir hönd kynslóðar sinnar fyrir að hafa sýnt fordæmi á ýmsum sviðum. „Amma mín sagði, eins og margir þekkja, að sorgin sé sá kostnaður sem fylgir ástinni. Öll sú sorg sem við munum upplifa næstu vikur verða til marks um þá ást sem við fundum fyrir í garð okkar einstöku drottningar. Ég mun heiðra minningu hennar með því að styðja við bak föður míns, Konungsins, á allan þann hátt sem ég get.“
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Karl III Bretakonungur Bretland England Tengdar fréttir Karl III sór þegnum sínum hollustueið Í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar í dag þakkaði Karl III nýr konungur Bretlands Elísabetu II móður sinni fyrir þá ást og umhyggju sem hún sýndi fjölskyldu sinni og óbilandi trúnað hennar og skyldurækni í störfum og samskiptum við þegna hennar. 9. september 2022 19:20 Settur til hliðar vegna ummæla um drottninguna Fyrrum knattspyrnumaðurinn Trevor Sinclair hefur verið sendur í leyfi vegna ummæla sinna á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar sagði hann að fólk dökkt að hörund ætti ekki að syrgja drottninguna. 9. september 2022 16:30 Bresk framámenni minnast drottningarinnar Karl III Bretlandskonungur mun ávarpaði bresku þjóðina í fyrsta skiptið sem konungur klukkan 17. Ræðan var sýnd í beinni útsýningu en hluta athafnarinnar í St. Paul dómkirkjunni má sjá hér fyrir neðan ásamt ræðu konungs. 9. september 2022 16:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Karl III sór þegnum sínum hollustueið Í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar í dag þakkaði Karl III nýr konungur Bretlands Elísabetu II móður sinni fyrir þá ást og umhyggju sem hún sýndi fjölskyldu sinni og óbilandi trúnað hennar og skyldurækni í störfum og samskiptum við þegna hennar. 9. september 2022 19:20
Settur til hliðar vegna ummæla um drottninguna Fyrrum knattspyrnumaðurinn Trevor Sinclair hefur verið sendur í leyfi vegna ummæla sinna á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar sagði hann að fólk dökkt að hörund ætti ekki að syrgja drottninguna. 9. september 2022 16:30
Bresk framámenni minnast drottningarinnar Karl III Bretlandskonungur mun ávarpaði bresku þjóðina í fyrsta skiptið sem konungur klukkan 17. Ræðan var sýnd í beinni útsýningu en hluta athafnarinnar í St. Paul dómkirkjunni má sjá hér fyrir neðan ásamt ræðu konungs. 9. september 2022 16:00