Vilhjálmur um andlát drottningarinnar: „Hún var hjá mér þegar ég upplifði verstu daga lífs míns“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. september 2022 16:13 Vilhjálmur prins og Elísabet drottning. Getty/Max Mumb Vilhjálmur Bretaprins hefur gefið út yfirlýsingu vegna andláts Elísabetar annarrar Bretadrottningar á Instagram. Þar segir hann meðal annars að heimurinn hafi misst mikinn leiðtoga en hann hafi hins vegar misst ömmu sína. „Ég vissi að þessi dagur kæmi,“ skrifar Vilhjálmur í yfirlýsingunni, og bætir við: „en þrátt fyrir það mun það taka nokkurn tíma þar til ég mun átta mig á því hvernig líf án ömmu er.“ Hann segist munu syrgja fráfall ömmu sinnar en hann finni þrátt fyrir það fyrir miklu þakklæti. Hann hafi fengið að njóta leiðsagnar hennar, visku og hvatningar á fimmta tug ára. „Eiginkona mín hefur fengið að njóta leiðsagnar og stuðnings hennar í tuttugu ár. Börnin mín þrjú hafa fengið að verja hátíðisdögum með henni og skapa minningar sem munu fylgja þeim út lífið,“ skrifar Vilhjálmur. View this post on Instagram A post shared by The Prince and Princess of Wales (@princeandprincessofwales) „Hún var við hlið mína á þeim augnablikum sem ég var hamingjusamastur og hún var hjá mér þegar ég upplifði mikla sorg.“ Hann segist þakklátur þeirri góðvild sem hún sýndi honum og fjölskyldu hans og þakkar henni fyrir hönd kynslóðar sinnar fyrir að hafa sýnt fordæmi á ýmsum sviðum. „Amma mín sagði, eins og margir þekkja, að sorgin sé sá kostnaður sem fylgir ástinni. Öll sú sorg sem við munum upplifa næstu vikur verða til marks um þá ást sem við fundum fyrir í garð okkar einstöku drottningar. Ég mun heiðra minningu hennar með því að styðja við bak föður míns, Konungsins, á allan þann hátt sem ég get.“ Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Karl III Bretakonungur Bretland England Tengdar fréttir Karl III sór þegnum sínum hollustueið Í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar í dag þakkaði Karl III nýr konungur Bretlands Elísabetu II móður sinni fyrir þá ást og umhyggju sem hún sýndi fjölskyldu sinni og óbilandi trúnað hennar og skyldurækni í störfum og samskiptum við þegna hennar. 9. september 2022 19:20 Settur til hliðar vegna ummæla um drottninguna Fyrrum knattspyrnumaðurinn Trevor Sinclair hefur verið sendur í leyfi vegna ummæla sinna á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar sagði hann að fólk dökkt að hörund ætti ekki að syrgja drottninguna. 9. september 2022 16:30 Bresk framámenni minnast drottningarinnar Karl III Bretlandskonungur mun ávarpaði bresku þjóðina í fyrsta skiptið sem konungur klukkan 17. Ræðan var sýnd í beinni útsýningu en hluta athafnarinnar í St. Paul dómkirkjunni má sjá hér fyrir neðan ásamt ræðu konungs. 9. september 2022 16:00 Mest lesið Hvað var Trú og líf? Innlent Grunur um að maður hafi farið í sjóinn Innlent Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Innlent Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Innlent Felldi tár þegar hætt var við áformin í bakgarðinum Innlent Sjö handteknir og einn stunginn þrisvar Innlent Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Erlent Enn margt á huldu og mögulega þrettán handteknir Innlent Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Innlent Tveir ríkisráðsfundir á morgun Innlent Fleiri fréttir Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Sjá meira
„Ég vissi að þessi dagur kæmi,“ skrifar Vilhjálmur í yfirlýsingunni, og bætir við: „en þrátt fyrir það mun það taka nokkurn tíma þar til ég mun átta mig á því hvernig líf án ömmu er.“ Hann segist munu syrgja fráfall ömmu sinnar en hann finni þrátt fyrir það fyrir miklu þakklæti. Hann hafi fengið að njóta leiðsagnar hennar, visku og hvatningar á fimmta tug ára. „Eiginkona mín hefur fengið að njóta leiðsagnar og stuðnings hennar í tuttugu ár. Börnin mín þrjú hafa fengið að verja hátíðisdögum með henni og skapa minningar sem munu fylgja þeim út lífið,“ skrifar Vilhjálmur. View this post on Instagram A post shared by The Prince and Princess of Wales (@princeandprincessofwales) „Hún var við hlið mína á þeim augnablikum sem ég var hamingjusamastur og hún var hjá mér þegar ég upplifði mikla sorg.“ Hann segist þakklátur þeirri góðvild sem hún sýndi honum og fjölskyldu hans og þakkar henni fyrir hönd kynslóðar sinnar fyrir að hafa sýnt fordæmi á ýmsum sviðum. „Amma mín sagði, eins og margir þekkja, að sorgin sé sá kostnaður sem fylgir ástinni. Öll sú sorg sem við munum upplifa næstu vikur verða til marks um þá ást sem við fundum fyrir í garð okkar einstöku drottningar. Ég mun heiðra minningu hennar með því að styðja við bak föður míns, Konungsins, á allan þann hátt sem ég get.“
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Karl III Bretakonungur Bretland England Tengdar fréttir Karl III sór þegnum sínum hollustueið Í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar í dag þakkaði Karl III nýr konungur Bretlands Elísabetu II móður sinni fyrir þá ást og umhyggju sem hún sýndi fjölskyldu sinni og óbilandi trúnað hennar og skyldurækni í störfum og samskiptum við þegna hennar. 9. september 2022 19:20 Settur til hliðar vegna ummæla um drottninguna Fyrrum knattspyrnumaðurinn Trevor Sinclair hefur verið sendur í leyfi vegna ummæla sinna á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar sagði hann að fólk dökkt að hörund ætti ekki að syrgja drottninguna. 9. september 2022 16:30 Bresk framámenni minnast drottningarinnar Karl III Bretlandskonungur mun ávarpaði bresku þjóðina í fyrsta skiptið sem konungur klukkan 17. Ræðan var sýnd í beinni útsýningu en hluta athafnarinnar í St. Paul dómkirkjunni má sjá hér fyrir neðan ásamt ræðu konungs. 9. september 2022 16:00 Mest lesið Hvað var Trú og líf? Innlent Grunur um að maður hafi farið í sjóinn Innlent Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Innlent Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Innlent Felldi tár þegar hætt var við áformin í bakgarðinum Innlent Sjö handteknir og einn stunginn þrisvar Innlent Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Erlent Enn margt á huldu og mögulega þrettán handteknir Innlent Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Innlent Tveir ríkisráðsfundir á morgun Innlent Fleiri fréttir Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Sjá meira
Karl III sór þegnum sínum hollustueið Í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar í dag þakkaði Karl III nýr konungur Bretlands Elísabetu II móður sinni fyrir þá ást og umhyggju sem hún sýndi fjölskyldu sinni og óbilandi trúnað hennar og skyldurækni í störfum og samskiptum við þegna hennar. 9. september 2022 19:20
Settur til hliðar vegna ummæla um drottninguna Fyrrum knattspyrnumaðurinn Trevor Sinclair hefur verið sendur í leyfi vegna ummæla sinna á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar sagði hann að fólk dökkt að hörund ætti ekki að syrgja drottninguna. 9. september 2022 16:30
Bresk framámenni minnast drottningarinnar Karl III Bretlandskonungur mun ávarpaði bresku þjóðina í fyrsta skiptið sem konungur klukkan 17. Ræðan var sýnd í beinni útsýningu en hluta athafnarinnar í St. Paul dómkirkjunni má sjá hér fyrir neðan ásamt ræðu konungs. 9. september 2022 16:00