Ágúst Þór Jóhannson: „Ég held við höfum unnið ansi sanngjarnan sigur“ Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 10. september 2022 15:45 Hulda Margrét Valskonur eru meistarar meistaranna eftir frábæran sigur á Fram í nýju Framhúsi í Úlfársdalnum fyrr í dag. Valur var með yfirhöndina allan tímann og sigldu þær sigrinum heim. Lokatölur 19-23. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var virkilega sáttur með sitt lið í dag. „Mér líður bara ágætlega. Þetta var bara hörkuleikur og það var hrikaleg grimmd og barátta í Fram liðinu. Auðvitað vantar nokkra leikmenn hjá þeim og það á svosem það sama við um okkur. En að mörgu leyti fannst mér þetta bara skemmtilegur og góður leikur í frábærri umgjörð. Þetta er glæsilegt hús hérna hjá Frömurum. Og bara frábært í heildina“. Hafði Ágúst Þór að segja um sigurinn strax að leik loknum. Aðspurður um frammistöðu liðsins í leiknum hafði hann þetta að segja: „Við nátturlega stóðum mikinn part leiksins í vörn. Og svona sérstaklega í fyrri hálfleiknum þegar við vorum að vinna boltann og keyra í bakið á þeim. Við vorum að skjóta illa, bæði var Hafdís að verja og við vorum að skjóta mikið í stöng, framhjá og annað. Það gekk svona nokkuð brösulega að hrista þær af okkur en mér fannst við svona hafa yfirhöndina allan leikinn. Svo fórum við að skjóta aðeins betur og skora aðeins betur þannig ég held við höfum unnið ansi sanngjarnan sigur.“ Ágúst Þór segist vera spenntur fyrir komandi tímabili. „Það er alltaf gaman að vinna en við nálgumst tímabilið á svona gamaldags en góðan hátt. Við tökum bara einn leik fyrir í einu en við ætlum auðvitað að vera í baráttunni um að vinna þessa titla. Við erum og höfum verið að skipa mjög góðu liði. Það eru líka bara fleiri lið í deildinni sem eru mjög öflug. Þannig við þurfum bara að vera vel undirbúin og vinna vel á æfingum hjá okkur til þess að við séum í sem bestu standi.“ „Við erum að hefja leik næsta föstudag á móti Haukum sem eru pínu óskrifað blað og maður hefur lítið séð eða heyrt af þeim. Við munum bara undirbúa okkur vel og vera tilbúin í næsta leik.“ Þann 6. september síðastliðinn fór fram kynningarfundur Olís- og Grill 66 deildanna. Þar var Valsstúlkum spáð sigri í Olís deild kvenna á meðan Fram var spáð 2. sæti. „Það fer eftir því hvernig á þetta er litið. Ég er sultuslakur yfir því þótt okkur sé spáð titlinum. Okkur og Fram hefur verið gert það til skiptis í nokkur ár og við höfum alltaf verið í baráttunni. Þannig ég er alveg slakur en við ætlum okkur að berjast um titla“. Sagði hann að lokum. Olís-deild kvenna Valur Coca-Cola bikarinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
„Mér líður bara ágætlega. Þetta var bara hörkuleikur og það var hrikaleg grimmd og barátta í Fram liðinu. Auðvitað vantar nokkra leikmenn hjá þeim og það á svosem það sama við um okkur. En að mörgu leyti fannst mér þetta bara skemmtilegur og góður leikur í frábærri umgjörð. Þetta er glæsilegt hús hérna hjá Frömurum. Og bara frábært í heildina“. Hafði Ágúst Þór að segja um sigurinn strax að leik loknum. Aðspurður um frammistöðu liðsins í leiknum hafði hann þetta að segja: „Við nátturlega stóðum mikinn part leiksins í vörn. Og svona sérstaklega í fyrri hálfleiknum þegar við vorum að vinna boltann og keyra í bakið á þeim. Við vorum að skjóta illa, bæði var Hafdís að verja og við vorum að skjóta mikið í stöng, framhjá og annað. Það gekk svona nokkuð brösulega að hrista þær af okkur en mér fannst við svona hafa yfirhöndina allan leikinn. Svo fórum við að skjóta aðeins betur og skora aðeins betur þannig ég held við höfum unnið ansi sanngjarnan sigur.“ Ágúst Þór segist vera spenntur fyrir komandi tímabili. „Það er alltaf gaman að vinna en við nálgumst tímabilið á svona gamaldags en góðan hátt. Við tökum bara einn leik fyrir í einu en við ætlum auðvitað að vera í baráttunni um að vinna þessa titla. Við erum og höfum verið að skipa mjög góðu liði. Það eru líka bara fleiri lið í deildinni sem eru mjög öflug. Þannig við þurfum bara að vera vel undirbúin og vinna vel á æfingum hjá okkur til þess að við séum í sem bestu standi.“ „Við erum að hefja leik næsta föstudag á móti Haukum sem eru pínu óskrifað blað og maður hefur lítið séð eða heyrt af þeim. Við munum bara undirbúa okkur vel og vera tilbúin í næsta leik.“ Þann 6. september síðastliðinn fór fram kynningarfundur Olís- og Grill 66 deildanna. Þar var Valsstúlkum spáð sigri í Olís deild kvenna á meðan Fram var spáð 2. sæti. „Það fer eftir því hvernig á þetta er litið. Ég er sultuslakur yfir því þótt okkur sé spáð titlinum. Okkur og Fram hefur verið gert það til skiptis í nokkur ár og við höfum alltaf verið í baráttunni. Þannig ég er alveg slakur en við ætlum okkur að berjast um titla“. Sagði hann að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Coca-Cola bikarinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira