Stökkið: Flutti til Úganda í starfsnám hjá sendiráðinu Elísabet Hanna skrifar 12. september 2022 08:05 Vaka Lind er í starfsnámi í Úganda. Aðsend Vaka Lind Birkisdóttir er starfsnemi í íslenska sendiráðinu í Kampala, Úganda. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Stúdentaráði Háskóla Íslands. Hún lærði félagsfræði og hagfræði á Íslandi áður en hún flutti til Dublin þar sem hún útskrifaðist með MSc í alþjóðlegum stjórnmálum frá Trinity College. Hvar ertu búsett?Ég er búsett í Kampala, Úganda af því að ég fékk starfsnemastöðu í íslenska sendiráðinu. View this post on Instagram A post shared by Vaka Lind (@vakalind) Með hverjum býrðu úti?Ég bjó fyrst ein í tvær vikur en svo flutti inn norskur starfsnemi í íbúðina og við náum mjög vel saman. Það er gaman að hafa smá líf í íbúðinni og einhvern til að spjalla við sem kemur frá svipuðu umhverfi og maður sjálfur. Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Já mig hefur alltaf langað að fara aftur út og það er í raun algjör heppni að fá að flytja aftur til Úganda, því ég bjó þar frá því að ég var fjögurra ára til sirka sjö ára. Ég gekk þar í alþjóðlegan skóla og það hefur lengi blundað í mér að fara aftur til Úganda síðan. View this post on Instagram A post shared by Vaka Lind (@vakalind) Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Í raun hefur heimsfaraldurinn ekki haft nein áhrif á mig í flutningunum. Ég þurfti bara að sýna fram á að ég væri bólusett. Þegar ég flutti til Írlands haustið 2020 var það talsvert meira vesen. Þegar ég var komin á stúdentagarðana þar þá þurfti ég að einangra mig í tvær vikur inn í herberginu mínu og það tók smá á. Einnig var hálfgert útgöngubann (e.lockdown), þannig ég mátti ekki fara meira en fimm km frá húsinu mínu. Skólinn var opinn fyrir nemendur en allir tímar voru á Zoom. Svo í samanburði við það er þetta lítið mál. View this post on Instagram A post shared by Vaka Lind (@vakalind) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Starfið sem ég sótti um bauð upp á nokkrar staðsetningar en ég sótti um í þeirri von að fá stöðu í Afríku. Þegar ég fékk stöðuna jók það á gleðina þegar það kom í ljós að staðan var í Úganda. Vinnan útvegaði mér húsnæði og ég fékk aðstoð við að fara í fyrsta skipti út í búð til að kaupa vatn og mat. Einnig fékk ég nýtt SIM-kort til að hringja heim og láta vita af mér. Það var mikill léttir hvað starfsfólkið í Kampala tók vel á móti mér. Varðandi andlegan undirbúning þá var það frekar fyndið, vinir mínir sögðu mér að ég væri einum of afslöppuð að flytja svona langt í burtu en ég fann meira fyrir létti að fara. Ég bjó lengi erlendis með fjölskyldu minni sem barn. Bjó í Úganda, í Þýskalandi í fimm ár og Japan í tvö ár. Svo bjó ég ein í Írlandi í eitt ár. Eftir þessa reynslu hefur blundað í mér mikil ferðaþrá. Það blundaði mikil ferðaþrá í Vöku.Aðsend. Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda?Maður þarf fyrst og fremst að hafa það í huga hvernig maður ætlar að halda sér uppi fjárhagslega. Það er gott að vita hvernig þú ætlar að tengjast öðru fólki sem fyrst, til að einangrast ekki. Einnig að byggja upp tengslanet fyrir námið eða vinnuna og auðvitað líka til að eignast nýja og góða vini. Auðvitað er mikilvægt að finna húsnæði sem fyrst, en maður getur alltaf farið á Airbnb í nokkrar vikur á meðan maður reynir að finna íbúð. Það sem þarf helst að hafa í huga þegar maður flytur til Afríku er umsókn um vegabréfsáritun/VISA, fylgja ráðleggingum sérfræðinga um bólusetningar. Svo er gott að taka með varasjóð í dollurum sem þú getur svo skipt yfir í réttan gjaldmiðil, og pakka viðeigandi fatnað. View this post on Instagram A post shared by Vaka Lind (@vakalind) Það gæti verið gott að taka með sér malaríu lyf og önnur lyf sem eru fáanleg heima. Það er einnig best að redda sér SIM-korti sem fyrst til að tengjast netinu. Það er til að mynda ekki þráðlaust net heima hjá mér. Að lokum er mikilvægt að hafa í huga að bera alltaf virðingu fyrir menningunni á þeim stað sem þú flyst til. Það er gott að kynna sér hefðir og venjur landsins, til að mynda hvernig fólk heilsast, klæðaburður og fleira. Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í?Ég sá alltaf fyrir mér að vinna í Úganda eða í austur-Afríku í þróunarmálum. Það hefur verið draumur síðan ég var lítil. Sendiráð Íslands í Kampala sinnir einmitt tvíhliða þróunarsamvinnu milli Úganda og Íslands. Ísland er með flott þróunarsamvinnuverkefni í tveimur héruðum, Buikwe og Namayingo. Þar er lögð áhersla á menntun barna, aðgengi að vatni, réttindi kvenna og umhverfismálin. Ég er nýbyrjuð að vinna hérna en það er margt spennandi fram undan og ég hlakka til að vinna með samstarfsfélögum mínum sem eru þegar búnir að kenna mér margt og mikið. View this post on Instagram A post shared by Vaka Lind (@vakalind) Hvers saknarðu mest við Ísland?Ætli það séu ekki vinirnir og fjölskyldan. Ég á það til að fá svokallað „FOMO“ eða „fear of missing out“ þegar það er eitthvað um að vera á Íslandi hjá vinahópnum, til dæmis októberfest SHÍ. Hingað til hef ég ekki fundið fyrir heimþrá. Hvers saknarðu minnst við Ísland?Veðursins. Hvernig er veðrið?Það eru tvö rigningar tímabil, um haustið og vorið, svo það á það til að rigna smá en annars er oftast sól og um 23 til 26 gráður. Hvaða ferðamáta notast þú við?Ég labba á hverjum degi í vinnuna, það tekur rúmar tíu mínútur. Ef ég vil fara eitthvert sérstakt þá tek ég svokallað „boda boda“, það er lítið mótorhjól sem ég hoppa aftan á og bílstjórinn skutlar manni á áfangastað. Ég nota alltaf hjálm því það getur verið frekar hættulegt að nota boda í Kampala. Ég reyni að finna einhvern sem keyrir varlega. Svo er hægt að taka strætó, leigubíla eða Uber en það er mjög þung umferð í Kampala sem veldur því að boda verður yfirleitt fyrir valinu nema á kvöldin. Aðsend. Kemurðu oft til Íslands?Ég stefni á að fara heim til Íslands í stutt frí um jólin. Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna?Það er auðvitað verðbólga nánast um allan heim þannig verðlagið hér hefur hækkað og það hjálpar ekki heimamönnum í Úganda. Fyrir mig er ódýrara að búa hér heldur en á Íslandi. Maturinn, ferðamáti og aðrar nauðsynjar eru ódýrari hér. Leigan er líka almennt ódýrari en á Íslandi en ef maður vill gæða húsgögn og fleira þá getur það verið mjög dýrt. Túristaferðir, líkt og Safari, eða hitta simpansana í Kibale National Park er frekar dýrt. Einnig getur maður fundið „evrópskar matvörubúðir” sem eru í dýrari kantinum. Aðgangur að líkamsræktarstöðvum er líka frekar dýr. Ég er spennt fyrir að skrá mig í Kick box sem vinkona mín er í og svo fer ég út að hlaupa með vinum. Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Nei, ég er búin að vera svo stutt. Ég fæ heimsóknir á næsta ári frá vinum og fjölskyldu. Þegar ég var á Írlandi árið 2020 til 2021 þá gat enginn heimsótt mig vegna faraldursins. Ég hlakka til að fá heimsóknir hér í Úganda. Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert?Það get ég ekki sagt. Sem er frábært því þá fæ ég tækifæri til að kynnast frekar fólki frá öðrum heimshornum og heimamönnum. Áttu þér uppáhalds stað?Ég á eftir að finna uppáhalds stað, en ætli það sé ekki í kringum vinina hérna úti. Það er alltaf gaman með þeim, hvert sem við förum. Það er gaman þar sem vinirnir eru.Aðsend. Hvaða matsölustöðum myndir þú mæla með?Ég mæli hiklaust með indverskum mat í Kampala. Uppáhalds veitingastaðurinn minn heitir Nawaab og er nálægt verslunarmiðstöðinni Acacia mall. Annars er flest allt gott hérna. Svo mæli ég með að prófa „local“ matinn eins og chapati og rolex. Það eru líka allskonar baunaréttir hérna sem eru mjög góðir. Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á þessum stað?Ég mæli klárlega með að fara í safarí. Það eru margir stórir þjóðgarðar Úganda sem hægt er að velja úr. Þá mæli ég með að fara til Jinja þar sem hægt er að fara í í flúðasiglingu (e. white water rafting), teygjustökk, skoða ánna Nile og fara í fjallgöngur og hjólatúra. Í Kampala þá er nauðsynlegt að fara á stórmarkaðinn á Ggaba road og Buganda road, það er alltaf gaman að kaupa flotta hluti þar sem eru gerðir af innfæddum. Einnig ætti maður að kíkja á næturlífið í Kampala. Það er skemmtilegt að fara á bari eða klúbba í borginni og mæli ég sérstaklega með skemmtistaðnum Otters og Wild Coffee. Svo er fullt af sætum kaffihúsum eins og Kardamom sem er í uppáhaldi hjá mér. View this post on Instagram A post shared by Vaka Lind (@vakalind) Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Vakna klukkan sjö og fer í vinnuna. Eftir vinnu fer ég ýmist að kaupa í matinn, eða út að hlaupa og svo slaka á heima með vinum. Maður leyfir sér af og til að fara út að borða en oftast eldum við mat heima. Hingað til hefur hver helgi verið mjög fjölbreytt. Ég hef til dæmis farið í Kabira Country Club, sem er gamli skólinn minn, í ræktina, sund og sólbað. Síðan er ég búin að kíkja á markaði, í verslunarmiðstöð og labba niður í bæ. Ég á eftir að finna einhvern sem nennir að fara með mér í tennis. Það er margt skemmtilegt fram undan. Í september fer ég á tónlistarhátíðina Nyege Nyege, sem er stærsta tónlistarhátíðin í austur Afríku. Í október fer ég í safarí með vinum mínum. Einnig ætlum við að kíkja bráðum til Jinja en eins og ég nefndi áður er margt skemmtilegt í boði þar. Þetta verður fjölbreytt og spennandi ár. Það er mikið fram undan.Aðsend. Hvað er það besta við staðinn þinn?Ég upplifi alla í Úganda sem mjög rólega og jákvæða. Mér líður mjög vel hérna. Það er ekki þessi samfélagslega pressa eins og heima finnst mér. Ég er miklu meira í núinu hérna úti heldur en heima. En það þarf að taka fram að ég bý við mikil forréttindi hérna úti miðað við marga sem búa við mikla fátækt. Ég hef fullt aðgengi að vatni, rafmagni, hef efni á því að kaupa góðan mat, og bý í stórri íbúð. Það er ekki sjálfgefið fyrir alla í Úganda. Hvað er það versta við staðinn þinn?Fyrst og fremst er erfitt að sjá þessa miklu fátækt sem margir búa við. Covid-19 hefur haft enn verri áhrif á efnahagsstöðu fólks, margir atvinnulausir og búa við slæmar aðstæður. Varðandi minn forréttinda lífsstíl, þá er aðeins minna frelsi hérna úti fyrir mig heldur en heima. Það er til dæmis ekki mælt með að ég labbi eða hlaupi ein úti á kvöldin eða snemma á morgnana, annars er Úganda mjög öruggt land. Vaka sér það fyrir sér að flytja aftur til Íslands á næsta ári.Aðsend. Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Já ég flyt líklega aftur til Íslands í ágúst 2023 þegar starfsnámi mínu lýkur. Ég er hins vegar opin fyrir öllum tækifærum. Stökkið Íslendingar erlendis Úganda Sendiráð Íslands Tengdar fréttir Stökkið: „Því lengur sem ég bý hérna því meira fell ég fyrir þessari borg“ Hildur Anissa býr í Kaupmannahöfn ásamt kærastanum sínum Sebastian og starfar sem svæðissölustjóri hjá Paper Collective, sem er danskt hönnunarfyrirtæki. Einnig starfar hún við samfélagsmiðla þar sem hún aðstoðar áhrifavalda að móta efnið sitt. 5. september 2022 07:00 Stökkið: Féll fyrir David Attenborough í æsku Rakel Dawn Hanson er dýrafræðingur sem er búsett í Bristol með kærastanum sínum James Scrivens. Hún vinnur við að gera dýralífsheimildarmyndir en áhuginn á faginu kom eftir að hún varð ástfangin að störfum David Attenborough í æsku. 29. ágúst 2022 07:00 Stökkið: „Það er mikið um duglega vasaþjófa“ Hilmar Ragnarsson starfar sem forritari í Barcelona þar sem hann býr með unnustu sinni Raphaellu Santana og hundinum þeirra Nölu. Hilmar flutti upphaflega til Madríd haustið 2015 í skiptinám en kom aldrei heim og færði sig yfir til Barcelona þremur árum síðar. 13. júní 2022 07:01 „Ég bý fyrir utan Tulum inn í frumskóginum, umvafin miklu dýralífi, fullt af skordýrum og endalaust af plöntum“ Heiðrún María Magnúsdóttir ætlaði í þriggja vikna frí til Tulum í Mexíkó en er enn erlendis rúmum tveimur mánuðum síðar. Hún bjó fyrir utan Tulum í frumskóginum áður en hún fór áleiðis til San Marcos La Laguna og er aðallega að njóta þess að vera til. 20. maí 2022 07:00 „Það er bara þumalputtaregla að vera skynsamur og fara ekki út seint á kvöldin“ Guðrún Lund og unnusti hennar Max Hopkins eru í hálfs árs Suður-Ameríku reisu þar sem þau eru að búa til stórbrotnar minningar saman, labba að Machu Picchu og hitta lamadýr. Þau elska að ferðast og hafa oftast einhver ferðalög bókuð fram í tímann. 21. apríl 2022 07:01 Stökkið: „Ég bókstaflega pakkaði í eina ferðatösku og keypti flugmiða aðra leið“ Vigdís Erla býr í Berlín í Þýskalandi þangað sem hún flutti árið 2013 eftir að hafa fundið kvikmynda og ljósmyndaskóla á netinu, sótt um og komist inn. Hún pakkaði í eina tösku, keypti miða og flaug út á vit ævintýranna. 4. apríl 2022 07:00 Stökkið: Vírusinn reyndist vera atvinnutilboð Axel Þorsteinsson er búsettur í Kúveit eftir að hafa upphaflega flutt til Dubai árið 2016 þar sem hann starfar sem sérhæfður bakari. Axel býr úti með hundinum sínum Murphy og hélt fyrst að um vírus væri að ræða þegar hann var uppgötvaður á Instagram. 27. mars 2022 09:01 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Hvar ertu búsett?Ég er búsett í Kampala, Úganda af því að ég fékk starfsnemastöðu í íslenska sendiráðinu. View this post on Instagram A post shared by Vaka Lind (@vakalind) Með hverjum býrðu úti?Ég bjó fyrst ein í tvær vikur en svo flutti inn norskur starfsnemi í íbúðina og við náum mjög vel saman. Það er gaman að hafa smá líf í íbúðinni og einhvern til að spjalla við sem kemur frá svipuðu umhverfi og maður sjálfur. Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Já mig hefur alltaf langað að fara aftur út og það er í raun algjör heppni að fá að flytja aftur til Úganda, því ég bjó þar frá því að ég var fjögurra ára til sirka sjö ára. Ég gekk þar í alþjóðlegan skóla og það hefur lengi blundað í mér að fara aftur til Úganda síðan. View this post on Instagram A post shared by Vaka Lind (@vakalind) Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Í raun hefur heimsfaraldurinn ekki haft nein áhrif á mig í flutningunum. Ég þurfti bara að sýna fram á að ég væri bólusett. Þegar ég flutti til Írlands haustið 2020 var það talsvert meira vesen. Þegar ég var komin á stúdentagarðana þar þá þurfti ég að einangra mig í tvær vikur inn í herberginu mínu og það tók smá á. Einnig var hálfgert útgöngubann (e.lockdown), þannig ég mátti ekki fara meira en fimm km frá húsinu mínu. Skólinn var opinn fyrir nemendur en allir tímar voru á Zoom. Svo í samanburði við það er þetta lítið mál. View this post on Instagram A post shared by Vaka Lind (@vakalind) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Starfið sem ég sótti um bauð upp á nokkrar staðsetningar en ég sótti um í þeirri von að fá stöðu í Afríku. Þegar ég fékk stöðuna jók það á gleðina þegar það kom í ljós að staðan var í Úganda. Vinnan útvegaði mér húsnæði og ég fékk aðstoð við að fara í fyrsta skipti út í búð til að kaupa vatn og mat. Einnig fékk ég nýtt SIM-kort til að hringja heim og láta vita af mér. Það var mikill léttir hvað starfsfólkið í Kampala tók vel á móti mér. Varðandi andlegan undirbúning þá var það frekar fyndið, vinir mínir sögðu mér að ég væri einum of afslöppuð að flytja svona langt í burtu en ég fann meira fyrir létti að fara. Ég bjó lengi erlendis með fjölskyldu minni sem barn. Bjó í Úganda, í Þýskalandi í fimm ár og Japan í tvö ár. Svo bjó ég ein í Írlandi í eitt ár. Eftir þessa reynslu hefur blundað í mér mikil ferðaþrá. Það blundaði mikil ferðaþrá í Vöku.Aðsend. Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda?Maður þarf fyrst og fremst að hafa það í huga hvernig maður ætlar að halda sér uppi fjárhagslega. Það er gott að vita hvernig þú ætlar að tengjast öðru fólki sem fyrst, til að einangrast ekki. Einnig að byggja upp tengslanet fyrir námið eða vinnuna og auðvitað líka til að eignast nýja og góða vini. Auðvitað er mikilvægt að finna húsnæði sem fyrst, en maður getur alltaf farið á Airbnb í nokkrar vikur á meðan maður reynir að finna íbúð. Það sem þarf helst að hafa í huga þegar maður flytur til Afríku er umsókn um vegabréfsáritun/VISA, fylgja ráðleggingum sérfræðinga um bólusetningar. Svo er gott að taka með varasjóð í dollurum sem þú getur svo skipt yfir í réttan gjaldmiðil, og pakka viðeigandi fatnað. View this post on Instagram A post shared by Vaka Lind (@vakalind) Það gæti verið gott að taka með sér malaríu lyf og önnur lyf sem eru fáanleg heima. Það er einnig best að redda sér SIM-korti sem fyrst til að tengjast netinu. Það er til að mynda ekki þráðlaust net heima hjá mér. Að lokum er mikilvægt að hafa í huga að bera alltaf virðingu fyrir menningunni á þeim stað sem þú flyst til. Það er gott að kynna sér hefðir og venjur landsins, til að mynda hvernig fólk heilsast, klæðaburður og fleira. Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í?Ég sá alltaf fyrir mér að vinna í Úganda eða í austur-Afríku í þróunarmálum. Það hefur verið draumur síðan ég var lítil. Sendiráð Íslands í Kampala sinnir einmitt tvíhliða þróunarsamvinnu milli Úganda og Íslands. Ísland er með flott þróunarsamvinnuverkefni í tveimur héruðum, Buikwe og Namayingo. Þar er lögð áhersla á menntun barna, aðgengi að vatni, réttindi kvenna og umhverfismálin. Ég er nýbyrjuð að vinna hérna en það er margt spennandi fram undan og ég hlakka til að vinna með samstarfsfélögum mínum sem eru þegar búnir að kenna mér margt og mikið. View this post on Instagram A post shared by Vaka Lind (@vakalind) Hvers saknarðu mest við Ísland?Ætli það séu ekki vinirnir og fjölskyldan. Ég á það til að fá svokallað „FOMO“ eða „fear of missing out“ þegar það er eitthvað um að vera á Íslandi hjá vinahópnum, til dæmis októberfest SHÍ. Hingað til hef ég ekki fundið fyrir heimþrá. Hvers saknarðu minnst við Ísland?Veðursins. Hvernig er veðrið?Það eru tvö rigningar tímabil, um haustið og vorið, svo það á það til að rigna smá en annars er oftast sól og um 23 til 26 gráður. Hvaða ferðamáta notast þú við?Ég labba á hverjum degi í vinnuna, það tekur rúmar tíu mínútur. Ef ég vil fara eitthvert sérstakt þá tek ég svokallað „boda boda“, það er lítið mótorhjól sem ég hoppa aftan á og bílstjórinn skutlar manni á áfangastað. Ég nota alltaf hjálm því það getur verið frekar hættulegt að nota boda í Kampala. Ég reyni að finna einhvern sem keyrir varlega. Svo er hægt að taka strætó, leigubíla eða Uber en það er mjög þung umferð í Kampala sem veldur því að boda verður yfirleitt fyrir valinu nema á kvöldin. Aðsend. Kemurðu oft til Íslands?Ég stefni á að fara heim til Íslands í stutt frí um jólin. Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna?Það er auðvitað verðbólga nánast um allan heim þannig verðlagið hér hefur hækkað og það hjálpar ekki heimamönnum í Úganda. Fyrir mig er ódýrara að búa hér heldur en á Íslandi. Maturinn, ferðamáti og aðrar nauðsynjar eru ódýrari hér. Leigan er líka almennt ódýrari en á Íslandi en ef maður vill gæða húsgögn og fleira þá getur það verið mjög dýrt. Túristaferðir, líkt og Safari, eða hitta simpansana í Kibale National Park er frekar dýrt. Einnig getur maður fundið „evrópskar matvörubúðir” sem eru í dýrari kantinum. Aðgangur að líkamsræktarstöðvum er líka frekar dýr. Ég er spennt fyrir að skrá mig í Kick box sem vinkona mín er í og svo fer ég út að hlaupa með vinum. Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Nei, ég er búin að vera svo stutt. Ég fæ heimsóknir á næsta ári frá vinum og fjölskyldu. Þegar ég var á Írlandi árið 2020 til 2021 þá gat enginn heimsótt mig vegna faraldursins. Ég hlakka til að fá heimsóknir hér í Úganda. Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert?Það get ég ekki sagt. Sem er frábært því þá fæ ég tækifæri til að kynnast frekar fólki frá öðrum heimshornum og heimamönnum. Áttu þér uppáhalds stað?Ég á eftir að finna uppáhalds stað, en ætli það sé ekki í kringum vinina hérna úti. Það er alltaf gaman með þeim, hvert sem við förum. Það er gaman þar sem vinirnir eru.Aðsend. Hvaða matsölustöðum myndir þú mæla með?Ég mæli hiklaust með indverskum mat í Kampala. Uppáhalds veitingastaðurinn minn heitir Nawaab og er nálægt verslunarmiðstöðinni Acacia mall. Annars er flest allt gott hérna. Svo mæli ég með að prófa „local“ matinn eins og chapati og rolex. Það eru líka allskonar baunaréttir hérna sem eru mjög góðir. Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á þessum stað?Ég mæli klárlega með að fara í safarí. Það eru margir stórir þjóðgarðar Úganda sem hægt er að velja úr. Þá mæli ég með að fara til Jinja þar sem hægt er að fara í í flúðasiglingu (e. white water rafting), teygjustökk, skoða ánna Nile og fara í fjallgöngur og hjólatúra. Í Kampala þá er nauðsynlegt að fara á stórmarkaðinn á Ggaba road og Buganda road, það er alltaf gaman að kaupa flotta hluti þar sem eru gerðir af innfæddum. Einnig ætti maður að kíkja á næturlífið í Kampala. Það er skemmtilegt að fara á bari eða klúbba í borginni og mæli ég sérstaklega með skemmtistaðnum Otters og Wild Coffee. Svo er fullt af sætum kaffihúsum eins og Kardamom sem er í uppáhaldi hjá mér. View this post on Instagram A post shared by Vaka Lind (@vakalind) Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Vakna klukkan sjö og fer í vinnuna. Eftir vinnu fer ég ýmist að kaupa í matinn, eða út að hlaupa og svo slaka á heima með vinum. Maður leyfir sér af og til að fara út að borða en oftast eldum við mat heima. Hingað til hefur hver helgi verið mjög fjölbreytt. Ég hef til dæmis farið í Kabira Country Club, sem er gamli skólinn minn, í ræktina, sund og sólbað. Síðan er ég búin að kíkja á markaði, í verslunarmiðstöð og labba niður í bæ. Ég á eftir að finna einhvern sem nennir að fara með mér í tennis. Það er margt skemmtilegt fram undan. Í september fer ég á tónlistarhátíðina Nyege Nyege, sem er stærsta tónlistarhátíðin í austur Afríku. Í október fer ég í safarí með vinum mínum. Einnig ætlum við að kíkja bráðum til Jinja en eins og ég nefndi áður er margt skemmtilegt í boði þar. Þetta verður fjölbreytt og spennandi ár. Það er mikið fram undan.Aðsend. Hvað er það besta við staðinn þinn?Ég upplifi alla í Úganda sem mjög rólega og jákvæða. Mér líður mjög vel hérna. Það er ekki þessi samfélagslega pressa eins og heima finnst mér. Ég er miklu meira í núinu hérna úti heldur en heima. En það þarf að taka fram að ég bý við mikil forréttindi hérna úti miðað við marga sem búa við mikla fátækt. Ég hef fullt aðgengi að vatni, rafmagni, hef efni á því að kaupa góðan mat, og bý í stórri íbúð. Það er ekki sjálfgefið fyrir alla í Úganda. Hvað er það versta við staðinn þinn?Fyrst og fremst er erfitt að sjá þessa miklu fátækt sem margir búa við. Covid-19 hefur haft enn verri áhrif á efnahagsstöðu fólks, margir atvinnulausir og búa við slæmar aðstæður. Varðandi minn forréttinda lífsstíl, þá er aðeins minna frelsi hérna úti fyrir mig heldur en heima. Það er til dæmis ekki mælt með að ég labbi eða hlaupi ein úti á kvöldin eða snemma á morgnana, annars er Úganda mjög öruggt land. Vaka sér það fyrir sér að flytja aftur til Íslands á næsta ári.Aðsend. Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Já ég flyt líklega aftur til Íslands í ágúst 2023 þegar starfsnámi mínu lýkur. Ég er hins vegar opin fyrir öllum tækifærum.
Stökkið Íslendingar erlendis Úganda Sendiráð Íslands Tengdar fréttir Stökkið: „Því lengur sem ég bý hérna því meira fell ég fyrir þessari borg“ Hildur Anissa býr í Kaupmannahöfn ásamt kærastanum sínum Sebastian og starfar sem svæðissölustjóri hjá Paper Collective, sem er danskt hönnunarfyrirtæki. Einnig starfar hún við samfélagsmiðla þar sem hún aðstoðar áhrifavalda að móta efnið sitt. 5. september 2022 07:00 Stökkið: Féll fyrir David Attenborough í æsku Rakel Dawn Hanson er dýrafræðingur sem er búsett í Bristol með kærastanum sínum James Scrivens. Hún vinnur við að gera dýralífsheimildarmyndir en áhuginn á faginu kom eftir að hún varð ástfangin að störfum David Attenborough í æsku. 29. ágúst 2022 07:00 Stökkið: „Það er mikið um duglega vasaþjófa“ Hilmar Ragnarsson starfar sem forritari í Barcelona þar sem hann býr með unnustu sinni Raphaellu Santana og hundinum þeirra Nölu. Hilmar flutti upphaflega til Madríd haustið 2015 í skiptinám en kom aldrei heim og færði sig yfir til Barcelona þremur árum síðar. 13. júní 2022 07:01 „Ég bý fyrir utan Tulum inn í frumskóginum, umvafin miklu dýralífi, fullt af skordýrum og endalaust af plöntum“ Heiðrún María Magnúsdóttir ætlaði í þriggja vikna frí til Tulum í Mexíkó en er enn erlendis rúmum tveimur mánuðum síðar. Hún bjó fyrir utan Tulum í frumskóginum áður en hún fór áleiðis til San Marcos La Laguna og er aðallega að njóta þess að vera til. 20. maí 2022 07:00 „Það er bara þumalputtaregla að vera skynsamur og fara ekki út seint á kvöldin“ Guðrún Lund og unnusti hennar Max Hopkins eru í hálfs árs Suður-Ameríku reisu þar sem þau eru að búa til stórbrotnar minningar saman, labba að Machu Picchu og hitta lamadýr. Þau elska að ferðast og hafa oftast einhver ferðalög bókuð fram í tímann. 21. apríl 2022 07:01 Stökkið: „Ég bókstaflega pakkaði í eina ferðatösku og keypti flugmiða aðra leið“ Vigdís Erla býr í Berlín í Þýskalandi þangað sem hún flutti árið 2013 eftir að hafa fundið kvikmynda og ljósmyndaskóla á netinu, sótt um og komist inn. Hún pakkaði í eina tösku, keypti miða og flaug út á vit ævintýranna. 4. apríl 2022 07:00 Stökkið: Vírusinn reyndist vera atvinnutilboð Axel Þorsteinsson er búsettur í Kúveit eftir að hafa upphaflega flutt til Dubai árið 2016 þar sem hann starfar sem sérhæfður bakari. Axel býr úti með hundinum sínum Murphy og hélt fyrst að um vírus væri að ræða þegar hann var uppgötvaður á Instagram. 27. mars 2022 09:01 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Stökkið: „Því lengur sem ég bý hérna því meira fell ég fyrir þessari borg“ Hildur Anissa býr í Kaupmannahöfn ásamt kærastanum sínum Sebastian og starfar sem svæðissölustjóri hjá Paper Collective, sem er danskt hönnunarfyrirtæki. Einnig starfar hún við samfélagsmiðla þar sem hún aðstoðar áhrifavalda að móta efnið sitt. 5. september 2022 07:00
Stökkið: Féll fyrir David Attenborough í æsku Rakel Dawn Hanson er dýrafræðingur sem er búsett í Bristol með kærastanum sínum James Scrivens. Hún vinnur við að gera dýralífsheimildarmyndir en áhuginn á faginu kom eftir að hún varð ástfangin að störfum David Attenborough í æsku. 29. ágúst 2022 07:00
Stökkið: „Það er mikið um duglega vasaþjófa“ Hilmar Ragnarsson starfar sem forritari í Barcelona þar sem hann býr með unnustu sinni Raphaellu Santana og hundinum þeirra Nölu. Hilmar flutti upphaflega til Madríd haustið 2015 í skiptinám en kom aldrei heim og færði sig yfir til Barcelona þremur árum síðar. 13. júní 2022 07:01
„Ég bý fyrir utan Tulum inn í frumskóginum, umvafin miklu dýralífi, fullt af skordýrum og endalaust af plöntum“ Heiðrún María Magnúsdóttir ætlaði í þriggja vikna frí til Tulum í Mexíkó en er enn erlendis rúmum tveimur mánuðum síðar. Hún bjó fyrir utan Tulum í frumskóginum áður en hún fór áleiðis til San Marcos La Laguna og er aðallega að njóta þess að vera til. 20. maí 2022 07:00
„Það er bara þumalputtaregla að vera skynsamur og fara ekki út seint á kvöldin“ Guðrún Lund og unnusti hennar Max Hopkins eru í hálfs árs Suður-Ameríku reisu þar sem þau eru að búa til stórbrotnar minningar saman, labba að Machu Picchu og hitta lamadýr. Þau elska að ferðast og hafa oftast einhver ferðalög bókuð fram í tímann. 21. apríl 2022 07:01
Stökkið: „Ég bókstaflega pakkaði í eina ferðatösku og keypti flugmiða aðra leið“ Vigdís Erla býr í Berlín í Þýskalandi þangað sem hún flutti árið 2013 eftir að hafa fundið kvikmynda og ljósmyndaskóla á netinu, sótt um og komist inn. Hún pakkaði í eina tösku, keypti miða og flaug út á vit ævintýranna. 4. apríl 2022 07:00
Stökkið: Vírusinn reyndist vera atvinnutilboð Axel Þorsteinsson er búsettur í Kúveit eftir að hafa upphaflega flutt til Dubai árið 2016 þar sem hann starfar sem sérhæfður bakari. Axel býr úti með hundinum sínum Murphy og hélt fyrst að um vírus væri að ræða þegar hann var uppgötvaður á Instagram. 27. mars 2022 09:01