Meistararnir flengdir í fyrsta leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. september 2022 11:21 Josh Allen var óstöðvandi í gær. vísir/getty Tímabilið í NFL-deildinni hófst í nótt þegar meistarar LA Rams tók á móti Buffalo Bills. Margir spá því að þessi lið munu einnig mætast í Super Bowl í febrúar. Buffalo var nálægt því að fara alla leið á síðustu leiktíð og liðið ætlar ekki að láta neitt stoppa sig í vetur. Liðið sendi líka yfirlýsingu með því að flengja meistarana á þeirra heimavelli, 31-10. Leikstjórnandi Bills, Josh Allen, setti tóninn fyrir það sem koma skal en hann var óstöðvandi. Kláraði 26 af 31 sendingum sínum fyrir 297 jördum og 3 snertimörkum. Hann kastaði boltanum líka tvisvar frá sér. Svo hljóp hann 56 jarda með boltann og skoraði eitt snertimark á hlaupum. Josh Allen dunks it for SIX. @BuffaloBills📺: #BUFvsLAR on NBC📱: Stream on NFL+ https://t.co/LlxLdqcrlv pic.twitter.com/sXA94HBrWq— NFL (@NFL) September 9, 2022 Varnarmaðurinn Von Miller yfirgaf Rams í sumar og fór yfir til Bills. Margir töluðu um að það væri púslið sem vantaði til að Bills gæti farið alla leið. Ef mið er tekið af leiknum í nótt er það rétt. Miller með tvær leikstjórnandafellur og heilt yfir frábær í leiknum. 🗣 GOT THE DUB!@JoshAllenQB | @VonMiller pic.twitter.com/VH3EQ6eCGD— Buffalo Bills (@BuffaloBills) September 9, 2022 Matthew Stafford, leikstjórnandi Rams, hefur verið að glíma við mjög erfið olnbogameiðsli og það leyndi sér ekki í neitt að hann er ekki eins og hann á að sér að vera. Það er mikið áhyggjuefni fyrir Rams. Dane Jackson answers with an INT for the @BuffaloBills defense! #Kickoff2022 #BillsMafia📺: #BUFvsLAR on NBC📱: Stream on NFL+ https://t.co/LlxLdqcZb3 pic.twitter.com/qXUx13nKPN— NFL (@NFL) September 9, 2022 Stafford kláraði 29 af 41 sendingum sínum fyrir 240 jördum. Hann kastaði fyrir einu snertimarki en þrisvar sinnum kastaði hann boltanum í hendur andstæðinga sinna. Sem fyrr gekk honum best að finna útherjann Cooper Kupp sem greip 13 sendingar frá honum og endaði Kupp með 128 jarda og eitt snertimark. Toe drag swag ft. @CooperKupp 🔥 #Kickoff2022📺: #BUFvsLAR on NBC📱: Stream on NFL+ https://t.co/LlxLdqcrlv pic.twitter.com/nwZwuSpUoJ— NFL (@NFL) September 9, 2022 Fyrsta umferðin heldur áfram á sunnudag og þá verða tveir leikir í beinni á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.00 og 20.20. Fyrri leikurinn er rimma Miami Dolphins og New England Patriots en seinni leikurinn er á milli Arizona Cardinals og Kansas City Chiefs. NFL Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira
Buffalo var nálægt því að fara alla leið á síðustu leiktíð og liðið ætlar ekki að láta neitt stoppa sig í vetur. Liðið sendi líka yfirlýsingu með því að flengja meistarana á þeirra heimavelli, 31-10. Leikstjórnandi Bills, Josh Allen, setti tóninn fyrir það sem koma skal en hann var óstöðvandi. Kláraði 26 af 31 sendingum sínum fyrir 297 jördum og 3 snertimörkum. Hann kastaði boltanum líka tvisvar frá sér. Svo hljóp hann 56 jarda með boltann og skoraði eitt snertimark á hlaupum. Josh Allen dunks it for SIX. @BuffaloBills📺: #BUFvsLAR on NBC📱: Stream on NFL+ https://t.co/LlxLdqcrlv pic.twitter.com/sXA94HBrWq— NFL (@NFL) September 9, 2022 Varnarmaðurinn Von Miller yfirgaf Rams í sumar og fór yfir til Bills. Margir töluðu um að það væri púslið sem vantaði til að Bills gæti farið alla leið. Ef mið er tekið af leiknum í nótt er það rétt. Miller með tvær leikstjórnandafellur og heilt yfir frábær í leiknum. 🗣 GOT THE DUB!@JoshAllenQB | @VonMiller pic.twitter.com/VH3EQ6eCGD— Buffalo Bills (@BuffaloBills) September 9, 2022 Matthew Stafford, leikstjórnandi Rams, hefur verið að glíma við mjög erfið olnbogameiðsli og það leyndi sér ekki í neitt að hann er ekki eins og hann á að sér að vera. Það er mikið áhyggjuefni fyrir Rams. Dane Jackson answers with an INT for the @BuffaloBills defense! #Kickoff2022 #BillsMafia📺: #BUFvsLAR on NBC📱: Stream on NFL+ https://t.co/LlxLdqcZb3 pic.twitter.com/qXUx13nKPN— NFL (@NFL) September 9, 2022 Stafford kláraði 29 af 41 sendingum sínum fyrir 240 jördum. Hann kastaði fyrir einu snertimarki en þrisvar sinnum kastaði hann boltanum í hendur andstæðinga sinna. Sem fyrr gekk honum best að finna útherjann Cooper Kupp sem greip 13 sendingar frá honum og endaði Kupp með 128 jarda og eitt snertimark. Toe drag swag ft. @CooperKupp 🔥 #Kickoff2022📺: #BUFvsLAR on NBC📱: Stream on NFL+ https://t.co/LlxLdqcrlv pic.twitter.com/nwZwuSpUoJ— NFL (@NFL) September 9, 2022 Fyrsta umferðin heldur áfram á sunnudag og þá verða tveir leikir í beinni á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.00 og 20.20. Fyrri leikurinn er rimma Miami Dolphins og New England Patriots en seinni leikurinn er á milli Arizona Cardinals og Kansas City Chiefs.
NFL Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira