Meistararnir flengdir í fyrsta leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. september 2022 11:21 Josh Allen var óstöðvandi í gær. vísir/getty Tímabilið í NFL-deildinni hófst í nótt þegar meistarar LA Rams tók á móti Buffalo Bills. Margir spá því að þessi lið munu einnig mætast í Super Bowl í febrúar. Buffalo var nálægt því að fara alla leið á síðustu leiktíð og liðið ætlar ekki að láta neitt stoppa sig í vetur. Liðið sendi líka yfirlýsingu með því að flengja meistarana á þeirra heimavelli, 31-10. Leikstjórnandi Bills, Josh Allen, setti tóninn fyrir það sem koma skal en hann var óstöðvandi. Kláraði 26 af 31 sendingum sínum fyrir 297 jördum og 3 snertimörkum. Hann kastaði boltanum líka tvisvar frá sér. Svo hljóp hann 56 jarda með boltann og skoraði eitt snertimark á hlaupum. Josh Allen dunks it for SIX. @BuffaloBills📺: #BUFvsLAR on NBC📱: Stream on NFL+ https://t.co/LlxLdqcrlv pic.twitter.com/sXA94HBrWq— NFL (@NFL) September 9, 2022 Varnarmaðurinn Von Miller yfirgaf Rams í sumar og fór yfir til Bills. Margir töluðu um að það væri púslið sem vantaði til að Bills gæti farið alla leið. Ef mið er tekið af leiknum í nótt er það rétt. Miller með tvær leikstjórnandafellur og heilt yfir frábær í leiknum. 🗣 GOT THE DUB!@JoshAllenQB | @VonMiller pic.twitter.com/VH3EQ6eCGD— Buffalo Bills (@BuffaloBills) September 9, 2022 Matthew Stafford, leikstjórnandi Rams, hefur verið að glíma við mjög erfið olnbogameiðsli og það leyndi sér ekki í neitt að hann er ekki eins og hann á að sér að vera. Það er mikið áhyggjuefni fyrir Rams. Dane Jackson answers with an INT for the @BuffaloBills defense! #Kickoff2022 #BillsMafia📺: #BUFvsLAR on NBC📱: Stream on NFL+ https://t.co/LlxLdqcZb3 pic.twitter.com/qXUx13nKPN— NFL (@NFL) September 9, 2022 Stafford kláraði 29 af 41 sendingum sínum fyrir 240 jördum. Hann kastaði fyrir einu snertimarki en þrisvar sinnum kastaði hann boltanum í hendur andstæðinga sinna. Sem fyrr gekk honum best að finna útherjann Cooper Kupp sem greip 13 sendingar frá honum og endaði Kupp með 128 jarda og eitt snertimark. Toe drag swag ft. @CooperKupp 🔥 #Kickoff2022📺: #BUFvsLAR on NBC📱: Stream on NFL+ https://t.co/LlxLdqcrlv pic.twitter.com/nwZwuSpUoJ— NFL (@NFL) September 9, 2022 Fyrsta umferðin heldur áfram á sunnudag og þá verða tveir leikir í beinni á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.00 og 20.20. Fyrri leikurinn er rimma Miami Dolphins og New England Patriots en seinni leikurinn er á milli Arizona Cardinals og Kansas City Chiefs. NFL Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
Buffalo var nálægt því að fara alla leið á síðustu leiktíð og liðið ætlar ekki að láta neitt stoppa sig í vetur. Liðið sendi líka yfirlýsingu með því að flengja meistarana á þeirra heimavelli, 31-10. Leikstjórnandi Bills, Josh Allen, setti tóninn fyrir það sem koma skal en hann var óstöðvandi. Kláraði 26 af 31 sendingum sínum fyrir 297 jördum og 3 snertimörkum. Hann kastaði boltanum líka tvisvar frá sér. Svo hljóp hann 56 jarda með boltann og skoraði eitt snertimark á hlaupum. Josh Allen dunks it for SIX. @BuffaloBills📺: #BUFvsLAR on NBC📱: Stream on NFL+ https://t.co/LlxLdqcrlv pic.twitter.com/sXA94HBrWq— NFL (@NFL) September 9, 2022 Varnarmaðurinn Von Miller yfirgaf Rams í sumar og fór yfir til Bills. Margir töluðu um að það væri púslið sem vantaði til að Bills gæti farið alla leið. Ef mið er tekið af leiknum í nótt er það rétt. Miller með tvær leikstjórnandafellur og heilt yfir frábær í leiknum. 🗣 GOT THE DUB!@JoshAllenQB | @VonMiller pic.twitter.com/VH3EQ6eCGD— Buffalo Bills (@BuffaloBills) September 9, 2022 Matthew Stafford, leikstjórnandi Rams, hefur verið að glíma við mjög erfið olnbogameiðsli og það leyndi sér ekki í neitt að hann er ekki eins og hann á að sér að vera. Það er mikið áhyggjuefni fyrir Rams. Dane Jackson answers with an INT for the @BuffaloBills defense! #Kickoff2022 #BillsMafia📺: #BUFvsLAR on NBC📱: Stream on NFL+ https://t.co/LlxLdqcZb3 pic.twitter.com/qXUx13nKPN— NFL (@NFL) September 9, 2022 Stafford kláraði 29 af 41 sendingum sínum fyrir 240 jördum. Hann kastaði fyrir einu snertimarki en þrisvar sinnum kastaði hann boltanum í hendur andstæðinga sinna. Sem fyrr gekk honum best að finna útherjann Cooper Kupp sem greip 13 sendingar frá honum og endaði Kupp með 128 jarda og eitt snertimark. Toe drag swag ft. @CooperKupp 🔥 #Kickoff2022📺: #BUFvsLAR on NBC📱: Stream on NFL+ https://t.co/LlxLdqcrlv pic.twitter.com/nwZwuSpUoJ— NFL (@NFL) September 9, 2022 Fyrsta umferðin heldur áfram á sunnudag og þá verða tveir leikir í beinni á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.00 og 20.20. Fyrri leikurinn er rimma Miami Dolphins og New England Patriots en seinni leikurinn er á milli Arizona Cardinals og Kansas City Chiefs.
NFL Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira