Fögnuðu því að finna jarðskjálftakrafta í fyrsta skipti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2022 10:36 Sólin skín ekki í Grímsey í dag en þar er þó fallegt og stillt veður, í svarta þoku. Getty Íbúar í Grímsey vöknuðu flestir ef ekki allir um fjögurleytið í nótt þegar skjálfti af stærðinni 4,9 reið yfir í nágrenni eyjunnar. Bandarískir ferðamenn fögnuðu skjálftanum og segjast geta hakað við boxið á golulistanum. Stóri skjálftinn reið yfir klukkan eina mínútu yfir fjögur. Upptök hans voru tólf kílómetra austnorðaustur af Grímsey og fannst vel víða á Norðurlandi. „Ég var sofandi og vaknaði við drunurnar. Svo fann ég víbringinn sem kom á húsið,“ segir Anna María Sigvaldadóttir. Hún rekur gistiheimilið Gullsól í Grímsey ásamt vinkonum sínum. „Ég bý í timburhúsi svo það er ekki eins mikið högg og í steyptu húsunum.“ Skjálftinn varð á Tjörnesbrotabeltinu en fjölmargir minni skjálftar hafa verið á svæðinu í nótt og í morgun. Grímseyingar eru vanir skjálftum. Anna María Sigvaldadóttir hvetur fólk til að leggja leið sína í Grímsey þegar nýja kirkjan verður forvígð. „En auðvitað venst maður þessu aldrei hundrað prósent,“ segir Anna María. Henni bregði kannski ekki mjög mikið, svo framarlega sem þeir séu undir fimm að stærð. Ferðamenn gistu í Gullsól í nótt. Anna María hafði ekki hitt þá það sem af var degi en þeir voru farnir í morgungöngu þegar fréttastofa sló á þráðinn norður. „Þeir voru allavega ekki stressaðri en svo að þeir eru farnir út,“ segir Anna María. Hún mætti aftur á móti bandarískum ferðamönnum frá Wisconsin í sinni næturgöngu en þeir höfðu næturstað í Básum, öðrum gistiheimili í eyjunni. Þar er byggt úr steypu. „Þeim fannst þetta mögnuð upplifun, að geta krossað þetta út af „bucket-listanum“. Þau þekkja ekki til jarðskjálfta í Wisconsin,“ segir Anna María. Fyrir þá sem ekki þekkja er „bucket-listi“ orð yfir hluti sem fólk langar að gera áður en það geispar golunni. Fyrir vikið hafa einhverjir stungið upp á þýðingunni golulisti. Gistiheimilið Gullsól í Grímsey. Svartaþoka er í Grímsey í dag en fallegt og stillt veður. Anna María segir hug í Grímseyingum enda ný kirkja í byggingu eftir að sú gamla varð eldi að bráð í september í fyrra. „Það er allt að komast á full-swing. Það verður hittingur í Grímsey 21. september þar sem við forvígjum kirkjuna. Friðrik Ómar kemur og syngur auk þess sem kvenfélagið býður upp á léttar veitingar og kaffi,“ segir Anna María. „Við ætlum að gera þetta að góðum degi, sléttu ári eftir brunann.“ Grímsey Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur Sjá meira
Stóri skjálftinn reið yfir klukkan eina mínútu yfir fjögur. Upptök hans voru tólf kílómetra austnorðaustur af Grímsey og fannst vel víða á Norðurlandi. „Ég var sofandi og vaknaði við drunurnar. Svo fann ég víbringinn sem kom á húsið,“ segir Anna María Sigvaldadóttir. Hún rekur gistiheimilið Gullsól í Grímsey ásamt vinkonum sínum. „Ég bý í timburhúsi svo það er ekki eins mikið högg og í steyptu húsunum.“ Skjálftinn varð á Tjörnesbrotabeltinu en fjölmargir minni skjálftar hafa verið á svæðinu í nótt og í morgun. Grímseyingar eru vanir skjálftum. Anna María Sigvaldadóttir hvetur fólk til að leggja leið sína í Grímsey þegar nýja kirkjan verður forvígð. „En auðvitað venst maður þessu aldrei hundrað prósent,“ segir Anna María. Henni bregði kannski ekki mjög mikið, svo framarlega sem þeir séu undir fimm að stærð. Ferðamenn gistu í Gullsól í nótt. Anna María hafði ekki hitt þá það sem af var degi en þeir voru farnir í morgungöngu þegar fréttastofa sló á þráðinn norður. „Þeir voru allavega ekki stressaðri en svo að þeir eru farnir út,“ segir Anna María. Hún mætti aftur á móti bandarískum ferðamönnum frá Wisconsin í sinni næturgöngu en þeir höfðu næturstað í Básum, öðrum gistiheimili í eyjunni. Þar er byggt úr steypu. „Þeim fannst þetta mögnuð upplifun, að geta krossað þetta út af „bucket-listanum“. Þau þekkja ekki til jarðskjálfta í Wisconsin,“ segir Anna María. Fyrir þá sem ekki þekkja er „bucket-listi“ orð yfir hluti sem fólk langar að gera áður en það geispar golunni. Fyrir vikið hafa einhverjir stungið upp á þýðingunni golulisti. Gistiheimilið Gullsól í Grímsey. Svartaþoka er í Grímsey í dag en fallegt og stillt veður. Anna María segir hug í Grímseyingum enda ný kirkja í byggingu eftir að sú gamla varð eldi að bráð í september í fyrra. „Það er allt að komast á full-swing. Það verður hittingur í Grímsey 21. september þar sem við forvígjum kirkjuna. Friðrik Ómar kemur og syngur auk þess sem kvenfélagið býður upp á léttar veitingar og kaffi,“ segir Anna María. „Við ætlum að gera þetta að góðum degi, sléttu ári eftir brunann.“
Grímsey Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent