Nýfæddur sonur GDRN sáttur með nýju plötuna Elísabet Hanna skrifar 8. september 2022 14:30 Magnús Jóhann Ragnarsson og GDRN gefa plötuna út í næstu viku. Anna Maggy Söngkonan Guðrún Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN og tónlistarmaðurinn Magnús Jóhann Ragnarsson eru að gefa út plötuna Tíu íslensk sönglög. Sonur Guðrúnar, Steinþór Jóhann Árnason, fékk að njóta góðs af æfingum þeirra á dögunum og tók lúrinn sinn við fagra tóna. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Eyfjo rð/GDRN/KATLA (@eyfjord) Kynntust í FÍH Platan inniheldur sönglög sem tvíeykið hefur spilað saman og útsett í gegnum tíðina. „Við Guðrún erum búin að vera að spila saman síðan við kynntumst í FÍH og eftir að hún fór að gefa út tónlist hef ég verið hluti af þeim verkefnum líka,“ Segir Magnús Jóhann í samtali við Vísi. „Guðrún er með svo rosalega rödd, er frábær söngkona og á þessari plötu fær röddin að njóta sín mjög vel. Þetta er bara píanó og söngur svo einlægnin verður gríðarleg,“ segir hann um plötuna. Lögin völdu þau frá ýmsum tímabilum í íslenskri tónlistarsögu og útfærðu þau í tímalausan búning sem myndar eina heild. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Eyfjo rð/GDRN/KATLA (@eyfjord) Mikil nánd í plötunni „Það getur verið erfiðara að gera svona einfaldar plötur því það má ekkert út af bregða,“ segir Magnús um upptökurnar. „Hljóðið verður extra mjúkt, það verður meiri nánd og verður líkt og hún sé upp við eyrað á manni að syngja. Á sama tíma fá brakið og brestirnir í píanóinu að vera með og gefa þessa hlýju.“ View this post on Instagram A post shared by Magnu s Jo hann Ragnarsson (@magnus__johann) Hér að neðan má sjá perlurnar sem þau útsettu fyrir plötuna ásamt nýju lagi sem ber heitið Morgunsól: Einhvers staðar einhvern tímann aftur 700 Þúsund stólar Hjarta mitt Ég veit þú kemur Hvert örstutt spor Víkivaki Ó, þú Rósin Leiðin okkar allra Morgunsól Platan kemur út 16. september. Tónlist Barnalán Tengdar fréttir Drengur GDRN er kominn með nafn Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem GDRN, hélt skírn um helgina. 22. ágúst 2022 09:22 Sonur GDRN og Árna Steins er kominn í heiminn Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, einnig þekkt undir listamannsnafninu GDRN og sambýlismaður hennar Árni Steinn Steinþórsson hafa tekið á móti syni sínum í þennan heim. „Hann er mættur og hann er fullkominn,“ segir í tilkynningu á Instagram miðlum þeirra. 26. júlí 2022 14:11 Sviðslista-elíta landsins geislaði á Grímunni Það er óhætt að segja að Þjóðleikhúsið hafi skartað sínum fegurstu fjöðrum síðasta þriðjudagskvöld þegar sviðslistafólk Íslands kom saman á Grímunni. 16. júní 2022 11:52 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
View this post on Instagram A post shared by Guðru n Eyfjo rð/GDRN/KATLA (@eyfjord) Kynntust í FÍH Platan inniheldur sönglög sem tvíeykið hefur spilað saman og útsett í gegnum tíðina. „Við Guðrún erum búin að vera að spila saman síðan við kynntumst í FÍH og eftir að hún fór að gefa út tónlist hef ég verið hluti af þeim verkefnum líka,“ Segir Magnús Jóhann í samtali við Vísi. „Guðrún er með svo rosalega rödd, er frábær söngkona og á þessari plötu fær röddin að njóta sín mjög vel. Þetta er bara píanó og söngur svo einlægnin verður gríðarleg,“ segir hann um plötuna. Lögin völdu þau frá ýmsum tímabilum í íslenskri tónlistarsögu og útfærðu þau í tímalausan búning sem myndar eina heild. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Eyfjo rð/GDRN/KATLA (@eyfjord) Mikil nánd í plötunni „Það getur verið erfiðara að gera svona einfaldar plötur því það má ekkert út af bregða,“ segir Magnús um upptökurnar. „Hljóðið verður extra mjúkt, það verður meiri nánd og verður líkt og hún sé upp við eyrað á manni að syngja. Á sama tíma fá brakið og brestirnir í píanóinu að vera með og gefa þessa hlýju.“ View this post on Instagram A post shared by Magnu s Jo hann Ragnarsson (@magnus__johann) Hér að neðan má sjá perlurnar sem þau útsettu fyrir plötuna ásamt nýju lagi sem ber heitið Morgunsól: Einhvers staðar einhvern tímann aftur 700 Þúsund stólar Hjarta mitt Ég veit þú kemur Hvert örstutt spor Víkivaki Ó, þú Rósin Leiðin okkar allra Morgunsól Platan kemur út 16. september.
Tónlist Barnalán Tengdar fréttir Drengur GDRN er kominn með nafn Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem GDRN, hélt skírn um helgina. 22. ágúst 2022 09:22 Sonur GDRN og Árna Steins er kominn í heiminn Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, einnig þekkt undir listamannsnafninu GDRN og sambýlismaður hennar Árni Steinn Steinþórsson hafa tekið á móti syni sínum í þennan heim. „Hann er mættur og hann er fullkominn,“ segir í tilkynningu á Instagram miðlum þeirra. 26. júlí 2022 14:11 Sviðslista-elíta landsins geislaði á Grímunni Það er óhætt að segja að Þjóðleikhúsið hafi skartað sínum fegurstu fjöðrum síðasta þriðjudagskvöld þegar sviðslistafólk Íslands kom saman á Grímunni. 16. júní 2022 11:52 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Drengur GDRN er kominn með nafn Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem GDRN, hélt skírn um helgina. 22. ágúst 2022 09:22
Sonur GDRN og Árna Steins er kominn í heiminn Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, einnig þekkt undir listamannsnafninu GDRN og sambýlismaður hennar Árni Steinn Steinþórsson hafa tekið á móti syni sínum í þennan heim. „Hann er mættur og hann er fullkominn,“ segir í tilkynningu á Instagram miðlum þeirra. 26. júlí 2022 14:11
Sviðslista-elíta landsins geislaði á Grímunni Það er óhætt að segja að Þjóðleikhúsið hafi skartað sínum fegurstu fjöðrum síðasta þriðjudagskvöld þegar sviðslistafólk Íslands kom saman á Grímunni. 16. júní 2022 11:52