Skírður í höfuðið á listmálara
Sonurinn, sem hún á með eiginmanni sínum Cooke Maroney, fékk nafnið Cy. Hún segir hann nefndan í höfuðið á listmálaranum Cy Twombly sem er í uppáhaldi hjá eiginmanni hennar. Jennifer segir að lífið sitt hafi byrjað upp á nýtt þegar hún tók á móti syni sínum og að ástin sé ólýsanleg.
„Hjartað mitt hefur teygt sig í allar áttir og stækkað að getu sem ég vissi ekki um. Maðurinn minn fær að vera hluti af því,“ segir hún um móðurhlutverkið í viðtalinu við Vogue.
Í myndbandi frá Vogue svarar Jennifer einnig 73 spurningum. „Hvað er það skrítnasta sem þú hefur heyrt um þig?“ Spurði spyrillinn hana og Jennifer svaraði hiklaust:
„Að ég hafi stundað kynlíf með Harvey Weinstein.“
Robert De Niro lét sig hverfa
Aðspurð um samleikara sinn Robert De Niro deildi hún skemmtilegri sögu af því þegar hún bauð honum í æfingarkvöldverð fyrir brúðkaupið sitt.
„Ég bjóst ekki við því að hann kæmi,“ segir hún. Þegar hann mætti á svæðið segist hún hafa sagt við hann: „Bob, þú þarft ekki að vera hérna.“ Þá svaraði hann með þökkum og fór heim.
