Samtök atvinnulífsins hvetja fyrirtæki til að nota íslenskuna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. september 2022 21:17 Halldór Benjamín Þorbergsson telur það öfuga þróun að íslensk fyrirtæki noti ensku í auknum mæli. Stöð 2 Samtök atvinnulífsins hvetja íslensk fyrirtæki til að nota íslenskuna í ríkari mæli og hætta að grafa undan tungumálinu með ensku. Þau útiloka ekki að ráðast í átak eða grípa til aðgerða á næstunni til að styðja við tungumálið. Umræðan um enskunotkun íslenskra fyrirtækja hefur verið nokkuðáberandi upp á síðkastið eftir að umdeild auglýsing sænska fyrirtækisins Oatly fór í loftið. Henni var þó snögglega skipt út fyrir íslenska útgáfu. Þetta dró athygli margra að enskunotkun annarra fyrirtækja á Íslandi sem velja sér mörg ensk heiti. Víða myndast ansi skörp skil í þessum efnum, til dæmis á Austurvelli. Við Austurstræti eru aðeins fyrirtæki sem bera ensk heiti; American Bar, Dirty Burger and Ribs, English Pub og Duck and Rose. Við Pósthússtræti er hins vegar allt önnur saga; bara fyrirtæki með íslensk nöfn; Apótekið, Skuggabaldur og Hótel Borg. „Við eigum fjöldamörg dæmi um fyrirtæki sem hafa farið hina leiðina, það er að segja að nota íslensku í allri sinni framsetningu. Og ef þú krefur mig svara í þessu viðtali þá segi ég að það væri æskileg leið fyrir íslensk fyrirtæki til framtíðar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu. Dæmin eru fjölmörg í íslensku samfélagi - veitingastaðir eru hvað mest áberandi hvað þetta varðar. Halldór segir skoðun sína á málinu einfalda: Á íslensku má alltaf finna svar. „Ég hef auðvitað tekið eftir þessari þróun eins og margir aðrir. Og ég held að þetta eigi við á miklu víðari sviðum samfélagsins. Þetta á við um allt sem við gerum. Við sjáum jafnvel slagorð á ensku. Og ég held að þetta sé öfug þróun og við hljótum að senda út hvatningu til allra sem eru í aðstöðu til þess að styrkja íslenska tungu frekar en að veikja hana hægt og bítandi,“ segir hann. Hann útilokar ekki að Samtök atvinnulífsins reyni að taka með einhverjum hætti á málinu. „Ég tek þessari brýningu mjög alvarlega og við skulum hittast að nokkrum mánuðum liðnum og þá skulum við sjá hver framvindan hefur orðið,“ segir Halldór Benjamín að lokum. Auglýsinga- og markaðsmál Íslenska á tækniöld Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telja auglýsinguna löglega en breyttu henni þó Slagorðið „It’s like milk but made for humans“ hefur fylgt vörumerki Oatly frá upphafi og um allan heim. Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Innes, segir forsvarsmenn vörumerkisins telja að slagorðið og auglýsingar með því séu löglegar hér á landi. 25. ágúst 2022 17:54 Íslensk útgáfa af umdeildri auglýsingu farin í loftið „It's like milk but made for humans“. Þessa áletrun mátti sjá á strætóskýlum bæjarins framan af viku en um er að ræða auglýsingu fyrir haframjólk Oatly. Það sætti harðri gagnrýni að auglýsingin væri á ensku en nú er íslensk útgáfa komin í dreifingu. 25. ágúst 2022 12:20 Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4. september 2022 00:22 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Sjá meira
Umræðan um enskunotkun íslenskra fyrirtækja hefur verið nokkuðáberandi upp á síðkastið eftir að umdeild auglýsing sænska fyrirtækisins Oatly fór í loftið. Henni var þó snögglega skipt út fyrir íslenska útgáfu. Þetta dró athygli margra að enskunotkun annarra fyrirtækja á Íslandi sem velja sér mörg ensk heiti. Víða myndast ansi skörp skil í þessum efnum, til dæmis á Austurvelli. Við Austurstræti eru aðeins fyrirtæki sem bera ensk heiti; American Bar, Dirty Burger and Ribs, English Pub og Duck and Rose. Við Pósthússtræti er hins vegar allt önnur saga; bara fyrirtæki með íslensk nöfn; Apótekið, Skuggabaldur og Hótel Borg. „Við eigum fjöldamörg dæmi um fyrirtæki sem hafa farið hina leiðina, það er að segja að nota íslensku í allri sinni framsetningu. Og ef þú krefur mig svara í þessu viðtali þá segi ég að það væri æskileg leið fyrir íslensk fyrirtæki til framtíðar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu. Dæmin eru fjölmörg í íslensku samfélagi - veitingastaðir eru hvað mest áberandi hvað þetta varðar. Halldór segir skoðun sína á málinu einfalda: Á íslensku má alltaf finna svar. „Ég hef auðvitað tekið eftir þessari þróun eins og margir aðrir. Og ég held að þetta eigi við á miklu víðari sviðum samfélagsins. Þetta á við um allt sem við gerum. Við sjáum jafnvel slagorð á ensku. Og ég held að þetta sé öfug þróun og við hljótum að senda út hvatningu til allra sem eru í aðstöðu til þess að styrkja íslenska tungu frekar en að veikja hana hægt og bítandi,“ segir hann. Hann útilokar ekki að Samtök atvinnulífsins reyni að taka með einhverjum hætti á málinu. „Ég tek þessari brýningu mjög alvarlega og við skulum hittast að nokkrum mánuðum liðnum og þá skulum við sjá hver framvindan hefur orðið,“ segir Halldór Benjamín að lokum.
Auglýsinga- og markaðsmál Íslenska á tækniöld Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telja auglýsinguna löglega en breyttu henni þó Slagorðið „It’s like milk but made for humans“ hefur fylgt vörumerki Oatly frá upphafi og um allan heim. Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Innes, segir forsvarsmenn vörumerkisins telja að slagorðið og auglýsingar með því séu löglegar hér á landi. 25. ágúst 2022 17:54 Íslensk útgáfa af umdeildri auglýsingu farin í loftið „It's like milk but made for humans“. Þessa áletrun mátti sjá á strætóskýlum bæjarins framan af viku en um er að ræða auglýsingu fyrir haframjólk Oatly. Það sætti harðri gagnrýni að auglýsingin væri á ensku en nú er íslensk útgáfa komin í dreifingu. 25. ágúst 2022 12:20 Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4. september 2022 00:22 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Sjá meira
Telja auglýsinguna löglega en breyttu henni þó Slagorðið „It’s like milk but made for humans“ hefur fylgt vörumerki Oatly frá upphafi og um allan heim. Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Innes, segir forsvarsmenn vörumerkisins telja að slagorðið og auglýsingar með því séu löglegar hér á landi. 25. ágúst 2022 17:54
Íslensk útgáfa af umdeildri auglýsingu farin í loftið „It's like milk but made for humans“. Þessa áletrun mátti sjá á strætóskýlum bæjarins framan af viku en um er að ræða auglýsingu fyrir haframjólk Oatly. Það sætti harðri gagnrýni að auglýsingin væri á ensku en nú er íslensk útgáfa komin í dreifingu. 25. ágúst 2022 12:20
Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4. september 2022 00:22
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent