„Allt streymi liggur niðri á vef RÚV og í appi. Hægt er að horfa á útsendingu í gegnum myndlykil. Unnið er að viðgerð,“ sagði áðan á vef Rúv.
Nú hefur tilkynning Rúv verið uppfærð. Streymið er komið í lag.
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur nú við það hollenska í leik sem sker úr um hvort liðið fer í aðalkeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu.
Rúv sýnir frá leiknum og því má gera ráð fyrir að mikið álag sé á streymisveitu þess.
Hægt er að horfa á leikinn mikilvæga í vefsjónvarpi Stöðvar 2.