Um 150 Íslendingar á móti sextán þúsund Hollendingum Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2022 15:30 Gleðin var við völd hjá þessum hressu stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í dag. Annar hópurinn búinn að koma sér vel fyrir í miðborg Utrecht og hinn hópurinn, rúmlega 20 starfsmenn Reykjavíkurborgar sem staddir voru í vinnuferð í Hollandi, á leið með lestinni frá Amsterdam. vísir/Sindri Nokkur hópur íslenskra stuðningsmanna er mættur til Hollands til að styðja stelpurnar okkar í átt að HM í fótbolta en þeir verða þó í miklum minnihluta á Galgenwaard-leikvanginum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá hollenska knattspyrnusambandinu má búast við um 150 íslenskum áhorfendum og verða þeir saman í einu hólfi á vellinum, nærri einum af hornfánunum. Hins vegar hafa selst 16.000 miðar til hollenskra stuðningsmanna svo að búast má við því að stúkan á vellinum verði appelsínugul að lit þegar flautað verður til leiks klukkan 20:45 að staðartíma, eða klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Hollenskir stuðningsmenn vekja gjarnan athygli i sínum einkennandi appelsínugula lit. Þessar stelpur sáu Holland vinna Skotland 2-1 í vináttulandsleik á föstudagskvöld.Getty/Rene Nijhuis Íslenska liðinu, sem var dyggilega stutt svo eftir var tekið á EM í Englandi í sumar, dugar jafntefli í kvöld til að komast í fyrsta sinn á HM en ef að liðið tapar leiknum tekur við umspilsleikur í október, gegn andstæðingi sem ekki er ljóst hver yrði. Staðan í riðli Íslands fyrir lokaleikina í kvöld. Kýpur hefur lokið keppni og endar neðst. Íslandi dugar jafntefli til að enda efst.vísir Ef allt gengur að óskum í kvöld geta svo íslenskir stuðningsmenn farið að safna sér fyrir ferð til Eyjaálfu því þar fer HM fram næsta sumar, í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, dagana 20. júlí til 20. ágúst. Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Erum svo þakklát þjóðinni“ „Þetta er risaskref,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um möguleikann á því að Ísland tryggi sér í kvöld farseðilinn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn. Til þess þarf liðið jafntefli eða sigur gegn Hollandi í Utrecht. 6. september 2022 12:31 „Ég treysti þeim í allt“ Samanlagður aldur vinstri vængsins í íslenska landsliðsinu í fótbolta síðastliðið föstudagskvöld var undir fertugu. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segist hins vegar treysta Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur og Amöndu Andradóttur fullkomlega til að spila úrslitaleikinn stóra gegn Hollandi í kvöld. 6. september 2022 11:30 Mjög nálægt því að hætta en gæti komist á HM í kvöld „Það væri svakalegt. Bara draumur,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir um möguleikann á að feta í fótspor kærustu sinnar, kanadíska landsliðsmarkvarðarins Erin McLeod, með því að vinna sig í kvöld inn á HM í fótbolta í fyrsta sinn. 6. september 2022 09:30 Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá hollenska knattspyrnusambandinu má búast við um 150 íslenskum áhorfendum og verða þeir saman í einu hólfi á vellinum, nærri einum af hornfánunum. Hins vegar hafa selst 16.000 miðar til hollenskra stuðningsmanna svo að búast má við því að stúkan á vellinum verði appelsínugul að lit þegar flautað verður til leiks klukkan 20:45 að staðartíma, eða klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Hollenskir stuðningsmenn vekja gjarnan athygli i sínum einkennandi appelsínugula lit. Þessar stelpur sáu Holland vinna Skotland 2-1 í vináttulandsleik á föstudagskvöld.Getty/Rene Nijhuis Íslenska liðinu, sem var dyggilega stutt svo eftir var tekið á EM í Englandi í sumar, dugar jafntefli í kvöld til að komast í fyrsta sinn á HM en ef að liðið tapar leiknum tekur við umspilsleikur í október, gegn andstæðingi sem ekki er ljóst hver yrði. Staðan í riðli Íslands fyrir lokaleikina í kvöld. Kýpur hefur lokið keppni og endar neðst. Íslandi dugar jafntefli til að enda efst.vísir Ef allt gengur að óskum í kvöld geta svo íslenskir stuðningsmenn farið að safna sér fyrir ferð til Eyjaálfu því þar fer HM fram næsta sumar, í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, dagana 20. júlí til 20. ágúst. Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Erum svo þakklát þjóðinni“ „Þetta er risaskref,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um möguleikann á því að Ísland tryggi sér í kvöld farseðilinn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn. Til þess þarf liðið jafntefli eða sigur gegn Hollandi í Utrecht. 6. september 2022 12:31 „Ég treysti þeim í allt“ Samanlagður aldur vinstri vængsins í íslenska landsliðsinu í fótbolta síðastliðið föstudagskvöld var undir fertugu. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segist hins vegar treysta Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur og Amöndu Andradóttur fullkomlega til að spila úrslitaleikinn stóra gegn Hollandi í kvöld. 6. september 2022 11:30 Mjög nálægt því að hætta en gæti komist á HM í kvöld „Það væri svakalegt. Bara draumur,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir um möguleikann á að feta í fótspor kærustu sinnar, kanadíska landsliðsmarkvarðarins Erin McLeod, með því að vinna sig í kvöld inn á HM í fótbolta í fyrsta sinn. 6. september 2022 09:30 Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjá meira
„Erum svo þakklát þjóðinni“ „Þetta er risaskref,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um möguleikann á því að Ísland tryggi sér í kvöld farseðilinn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn. Til þess þarf liðið jafntefli eða sigur gegn Hollandi í Utrecht. 6. september 2022 12:31
„Ég treysti þeim í allt“ Samanlagður aldur vinstri vængsins í íslenska landsliðsinu í fótbolta síðastliðið föstudagskvöld var undir fertugu. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segist hins vegar treysta Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur og Amöndu Andradóttur fullkomlega til að spila úrslitaleikinn stóra gegn Hollandi í kvöld. 6. september 2022 11:30
Mjög nálægt því að hætta en gæti komist á HM í kvöld „Það væri svakalegt. Bara draumur,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir um möguleikann á að feta í fótspor kærustu sinnar, kanadíska landsliðsmarkvarðarins Erin McLeod, með því að vinna sig í kvöld inn á HM í fótbolta í fyrsta sinn. 6. september 2022 09:30
Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00