„Ætla hin liðin bara að láta þetta yfir sig ganga?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. september 2022 14:30 Valsmenn unnu 37-29 sigur á KA í meistarakeppni HSÍ á laugardaginn var. Vísir/Diego Þrefaldir meistara Vals voru til umræðu í upphitunarþætti Seinni bylgjunnar í gær en óðfluga styttist í að Olís-deild karla fari af stað á ný. Því er velt upp hvort önnur lið muni veita Valsmönnum samkeppni í vetur og hvaða áhrif þátttaka þeirra í Evrópudeildinni muni hafa. Valsmenn hafa unnið sjö síðustu titla sem verið hafa í boði í íslenskum handbolta en liðið varð eftir því þrefaldur meistari í fyrra og þá unnu Valsmenn meistarakeppni HSÍ um helgina. Því er velt upp hvort önnur lið á landinu ætli ekki að taka sig á og veita Hlíðarendapiltum almennilega samkeppni. „Ég fór bara að hugsa, ætla hin liðin bara að láta þetta yfir sig ganga?“ spyr Jóhann Gunnar Einarsson. „Ég veit að Snorri [Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals] er svolítið búinn að breyta leiknum og bara mikið hrós á hann. Þetta er svolítið eins og þegar Golden State komu inn í NBA, þá fóru menn að skjóta þristum [eins og þeir],“ segir Jóhann Gunnar og bætir við: „Ég veit með FH-ingana og önnur lið að það er búið að hlaupa, og hlaupa og hlaupa. Valsmenn eru búnir að reisa rána og það er ánægjulegt að heyra að menn vilja ná Val og vilja bara vinna þá. Hin liðin hljóta að hugsa núna er nóg komið,“ Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Val Hvaða áhrif hefur Evrópukeppnin á gengið heimafyrir? Valsmenn taka þátt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í vetur þar sem þeir verða í sex liða riðli og spila alls tíu leiki, heima og heiman, við hvern andstæðing. Því er velt upp hvaða áhrif það muni hafa á gengið í deildarkeppninni. „Þarna koma inn 600 aukamínútur af handbolta. Er þetta hausverkur fyrir Snorra?“ spurði þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson. „Þetta verða ferðalög og auðvitað er það það. Robbi [Róbert Aron Hostert] er ekkert með besta skrokk í heimi og Magnús Óli [Magnússon] er búinn að missa mikið út. Svo það má ekkert mikið út af bregða að þetta fari í léttan apaskít. Ég veit að þeir vilja standa sig vel í Evrópu, þeir vilja ekkert til Noregs og Þýskalands og tapa með tíu og gera sig að einhverju atlægi. Þeir kannski setja fókusinn þar og geta þar af leiðandi dottið niður í deildinni en þeir munu alltaf ná sér strik,“ segir Jóhann Gunnar. Fleiri þurfi að koma sér í almennilegt stand „Þetta verður klárlega bara til góða. Ég held að þetta búi til momentun hjá þeim og búi til stemningu innan hópsins. Þeir kannski missa einn leik hér og þar í deildinni á milli einhverra erfiðra Evrópuleikja en svona heilt yfir held ég að þetta eigi bara eftir að styrkja þá,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson. Hann greip þá á lofti umræðuna um stífar æfingar annara liða. „Mér hefur fundist lengi fullt af liðum mega vera í miklu, miklu betra standi. Það eru allt of margir leikmenn í deildinni sem eru ekki í neinu ástandi. Þannig að ef þetta er eitthvað sem sparkar í hina leikmennnina þá er það frábært,“ „Lalli bróðir, taktu þetta til þín,“ sagði þá Þorgrímur Smári Ólafsson og beindi til Lárusar Helga Ólafssonar, bróður síns sem leikur með Fram. Lárus Helgi, markvörður Fram, er bróðir Þorgríms Smára sem sagði honum að koma sér í stand.Vísir/Hulda Margrét Allir þrír sérfræðinganna spáðu þá Val efsta sæti deildarinnar en umræðuna í heild má sjá í spilaranum að ofan. Olís-deild karla hefst á fimmtudag með fjórum leikjum. Leikur Fram og Selfoss verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 17:50 og leikur FH og Stjörnunnar í kjölfarið klukkan 19:30 á fimmtudagskvöld. Umferðin klárast með leik Hauka og KA á föstudagskvöld og Seinni bylgjan fer yfir umferðina í heild sinni eftir að þeim leik lýkur. Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Valsmenn hafa unnið sjö síðustu titla sem verið hafa í boði í íslenskum handbolta en liðið varð eftir því þrefaldur meistari í fyrra og þá unnu Valsmenn meistarakeppni HSÍ um helgina. Því er velt upp hvort önnur lið á landinu ætli ekki að taka sig á og veita Hlíðarendapiltum almennilega samkeppni. „Ég fór bara að hugsa, ætla hin liðin bara að láta þetta yfir sig ganga?“ spyr Jóhann Gunnar Einarsson. „Ég veit að Snorri [Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals] er svolítið búinn að breyta leiknum og bara mikið hrós á hann. Þetta er svolítið eins og þegar Golden State komu inn í NBA, þá fóru menn að skjóta þristum [eins og þeir],“ segir Jóhann Gunnar og bætir við: „Ég veit með FH-ingana og önnur lið að það er búið að hlaupa, og hlaupa og hlaupa. Valsmenn eru búnir að reisa rána og það er ánægjulegt að heyra að menn vilja ná Val og vilja bara vinna þá. Hin liðin hljóta að hugsa núna er nóg komið,“ Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Val Hvaða áhrif hefur Evrópukeppnin á gengið heimafyrir? Valsmenn taka þátt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í vetur þar sem þeir verða í sex liða riðli og spila alls tíu leiki, heima og heiman, við hvern andstæðing. Því er velt upp hvaða áhrif það muni hafa á gengið í deildarkeppninni. „Þarna koma inn 600 aukamínútur af handbolta. Er þetta hausverkur fyrir Snorra?“ spurði þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson. „Þetta verða ferðalög og auðvitað er það það. Robbi [Róbert Aron Hostert] er ekkert með besta skrokk í heimi og Magnús Óli [Magnússon] er búinn að missa mikið út. Svo það má ekkert mikið út af bregða að þetta fari í léttan apaskít. Ég veit að þeir vilja standa sig vel í Evrópu, þeir vilja ekkert til Noregs og Þýskalands og tapa með tíu og gera sig að einhverju atlægi. Þeir kannski setja fókusinn þar og geta þar af leiðandi dottið niður í deildinni en þeir munu alltaf ná sér strik,“ segir Jóhann Gunnar. Fleiri þurfi að koma sér í almennilegt stand „Þetta verður klárlega bara til góða. Ég held að þetta búi til momentun hjá þeim og búi til stemningu innan hópsins. Þeir kannski missa einn leik hér og þar í deildinni á milli einhverra erfiðra Evrópuleikja en svona heilt yfir held ég að þetta eigi bara eftir að styrkja þá,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson. Hann greip þá á lofti umræðuna um stífar æfingar annara liða. „Mér hefur fundist lengi fullt af liðum mega vera í miklu, miklu betra standi. Það eru allt of margir leikmenn í deildinni sem eru ekki í neinu ástandi. Þannig að ef þetta er eitthvað sem sparkar í hina leikmennnina þá er það frábært,“ „Lalli bróðir, taktu þetta til þín,“ sagði þá Þorgrímur Smári Ólafsson og beindi til Lárusar Helga Ólafssonar, bróður síns sem leikur með Fram. Lárus Helgi, markvörður Fram, er bróðir Þorgríms Smára sem sagði honum að koma sér í stand.Vísir/Hulda Margrét Allir þrír sérfræðinganna spáðu þá Val efsta sæti deildarinnar en umræðuna í heild má sjá í spilaranum að ofan. Olís-deild karla hefst á fimmtudag með fjórum leikjum. Leikur Fram og Selfoss verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 17:50 og leikur FH og Stjörnunnar í kjölfarið klukkan 19:30 á fimmtudagskvöld. Umferðin klárast með leik Hauka og KA á föstudagskvöld og Seinni bylgjan fer yfir umferðina í heild sinni eftir að þeim leik lýkur.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira