Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2022 07:23 Rússar eru sagðir hafa keypt fjölda vopna frá Norður-Kóreu. EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. Opinberir starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar staðfestu þetta í samtali við New York Times, sem greinir frá, og bættu við að búist sé við því að Rússar muni halda vopnaviðskiptum áfram við Norður-Kóreu. Þetta eru ekki fyrstu fréttirnar um vafasöm vopnakaup Rússa undanfarið en nýlega var greint frá því í fjölmiðlum að grunur sé um að Rússar séu farnir að nota dróna frá Íran. „Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur fest kaup á milljónum eldflauga og sprengja frá Norður-Kóreu til þess að nota í stríðinu í Úkraínu,“ sagði starfsmaður leyniþjónustunnar í skriflegu svari við fyrirspurn New York Times. Að sögn starfsmannsins benda vopnakaupin til þess að rússneski herinn sé enn þjakaður af hergagnaskorti í Úkraínu. Rússar hafa átt erfitt með ýmis konar framleiðslu undanfarna mánuði vegna hrávöruskorts, meðal annars vegna þeirra viðskiptaþvingana sem Vestræn ríki hafa beitt Rússa undanfarna mánuði. Það hefur haft áhrif á framleiðslu hergagna í Rússlandi. Fram kemur í frétt Times að bandarískir leyniþjónustustarfsmenn telji kaupin benda til þess að viðskiptaþvinganir Vesturlanda séu farnar að hafa áhrif á Rússa og draga úr mætti þeirra til þess að viðhalda stríðsrekstri í Úkraínu. Eins og áður segir kom nýlega fram að Rússar hafi fest kaup á írönskum drónum og notað þá í Úkraínu en starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar sagði í samtali við Reuters fyrir um mánuði að drónarnir hafi ekki reynst vel og bilað ítrekað. Rússar séu þó líklegir til að festa kaup á hundruðum Mohajer-6 og Shahed drónum. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. 5. september 2022 16:28 Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. 5. september 2022 12:16 Segir kveðjuathöfn Gorbatsjov hafa verið virðulega og viðeigandi Sendiherra Íslands í Rússlandi, Árni Þór Sigurðsson var viðstaddur kveðjuathöfn sem haldin var í gær til heiðurs Míkhaíl Gorbatsjov sem lést nú á dögunum, 91 árs. Árni segir athöfnina hafa verið virðulega og viðeigandi. 4. september 2022 10:26 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Opinberir starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar staðfestu þetta í samtali við New York Times, sem greinir frá, og bættu við að búist sé við því að Rússar muni halda vopnaviðskiptum áfram við Norður-Kóreu. Þetta eru ekki fyrstu fréttirnar um vafasöm vopnakaup Rússa undanfarið en nýlega var greint frá því í fjölmiðlum að grunur sé um að Rússar séu farnir að nota dróna frá Íran. „Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur fest kaup á milljónum eldflauga og sprengja frá Norður-Kóreu til þess að nota í stríðinu í Úkraínu,“ sagði starfsmaður leyniþjónustunnar í skriflegu svari við fyrirspurn New York Times. Að sögn starfsmannsins benda vopnakaupin til þess að rússneski herinn sé enn þjakaður af hergagnaskorti í Úkraínu. Rússar hafa átt erfitt með ýmis konar framleiðslu undanfarna mánuði vegna hrávöruskorts, meðal annars vegna þeirra viðskiptaþvingana sem Vestræn ríki hafa beitt Rússa undanfarna mánuði. Það hefur haft áhrif á framleiðslu hergagna í Rússlandi. Fram kemur í frétt Times að bandarískir leyniþjónustustarfsmenn telji kaupin benda til þess að viðskiptaþvinganir Vesturlanda séu farnar að hafa áhrif á Rússa og draga úr mætti þeirra til þess að viðhalda stríðsrekstri í Úkraínu. Eins og áður segir kom nýlega fram að Rússar hafi fest kaup á írönskum drónum og notað þá í Úkraínu en starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar sagði í samtali við Reuters fyrir um mánuði að drónarnir hafi ekki reynst vel og bilað ítrekað. Rússar séu þó líklegir til að festa kaup á hundruðum Mohajer-6 og Shahed drónum.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. 5. september 2022 16:28 Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. 5. september 2022 12:16 Segir kveðjuathöfn Gorbatsjov hafa verið virðulega og viðeigandi Sendiherra Íslands í Rússlandi, Árni Þór Sigurðsson var viðstaddur kveðjuathöfn sem haldin var í gær til heiðurs Míkhaíl Gorbatsjov sem lést nú á dögunum, 91 árs. Árni segir athöfnina hafa verið virðulega og viðeigandi. 4. september 2022 10:26 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. 5. september 2022 16:28
Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. 5. september 2022 12:16
Segir kveðjuathöfn Gorbatsjov hafa verið virðulega og viðeigandi Sendiherra Íslands í Rússlandi, Árni Þór Sigurðsson var viðstaddur kveðjuathöfn sem haldin var í gær til heiðurs Míkhaíl Gorbatsjov sem lést nú á dögunum, 91 árs. Árni segir athöfnina hafa verið virðulega og viðeigandi. 4. september 2022 10:26