Herforingjastjórnin í Mjanmar ræktar sambandið við Rússland Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. september 2022 07:43 Min Aung Hlaing og sendinefnd hans mun funda með rússneskum kollegum á næstu dögum. Getty/Sefa Karacan Leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar lenti í Rússlandi í morgun þar sem hann er í annarri opinberu heimsókninni sinni í landinu á innan við tveimur mánuðum. Herforingjastjórnin hefur undafnarið lagt kapp á að rækta sambönd við þau fáu ríki sem enn eiga í samskiptum við Asíuþjóðina. Min Aung Hlaing, æðsta herforingja mjanmarska hersins, hefur verið bannað af flestum alþjóðastofnunum að fara fyrir mjanmörskum stjórnvöldum. Flest ríki heims og alþjóðastofnanir hafa fordæmt valdarán herforingjanna og ekki viðurkennt réttmæti þeirra sem stjórn landsins. Hlaing heimsótti Moskvu í fyrsta sinn í júní í fyrra en þá hétu bæði rússnesk og mjanmörsk stjórnvöld að styrkja hernaðarsamstarf sitt til muna. Þá heimsótti hann Rússland í júlí síðastliðnum en að hans sögn var það ekki opinber heimsókn. Rússland hefur séð mjanmarska hernum fyrir vopnum og öðrum hergögnum og var eitt af fyrstu ríkjunum til að lýsa yfir stuðningi við herforingjastjórnina eftir valdaránið. Þegar Rússland lýsti yfir stuðningi við hana leit alþjóðasamfélagið hryllingsaugum til landsins þaðan sem fréttir af ógnastjórn og ofbeldi bárust á sama tíma. Samkvæmt fréttum mjanmarskra fjölmiðla mun Hlaing sækja efnahagsráðstefnu, heimsækja þekkta staði, háskóla og verksmiðjur á ferð sinni um Rússland. Þá mun hann og sendinefnd hans, sem samanstendur af ráðherrum og herforingjum, funda með rússneskum kollegum sínum. Rússland hefur auk hergagna séð Mjanmar fyrir bóluefninu gegn Covid-19 og áætlað er að Mjanmar muni kaupa rússneskt eldsneyti, sem fáir vestan Rússlands vilja sjá. Það kemur mjanmörskum stjórnvöldum vel þar sem þau eiga það sameiginlegt með Rússlandi að hafa verið beitt víðtækum viðskiptaþvingunum undanfarin misseri. Sameinuðu þjóðirnar og ýmis mannréttindasamtök hafa sakað mjanmörsk stjórnvöld um mikil voðaverk og glæpi gegn mannkyni og hvatt alþjóðasamfélagið til að hætta vopnasölu til Mjanmar alfarið. Mjanmörsk stjórnvöld halda því fram að þau berjist gegn hryðjuverkamönnum og séu að reyna að endurheimta frið í landinu og koma aftur á lýðræði eftir, að þeirra sögn, víðtækt kosningasvindl og spillingu í þingkosningunum 2020. Mjanmar Rússland Tengdar fréttir Suu Kyi fær enn einn fangelsisdóminn Dómstóll í Mjanmar hefur dæmt Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, í þriggja ára fangelsi fyrir kosningasvindl í tengslum við þingkosningarnar í nóvember 2020. 2. september 2022 07:54 Bæta sex árum við fangelsisdóm Suu Kyi Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi Mjanmar, hefur verið sakfelld fyrir enn eitt spillingarmálið af herdómstóli þar í landi. Með dómnum bætist sex ára fangelsisvist við þann ellefu ára dóm sem hún afplánar nú. 15. ágúst 2022 11:26 Baráttufólk dæmt til dauða í Mjanmar Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur tekið fjóra baráttumenn fyrir auknu lýðræði af lífi en dauðarefsingum hefur ekki verið beitt í landinu í rúma fjóra áratugi, opinberlega í það minnsta. Þeir dauðadæmdu voru fyrrverandi þingmaður, rithöfundur og tveir aðgerðasinnar. 25. júlí 2022 07:18 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira
Min Aung Hlaing, æðsta herforingja mjanmarska hersins, hefur verið bannað af flestum alþjóðastofnunum að fara fyrir mjanmörskum stjórnvöldum. Flest ríki heims og alþjóðastofnanir hafa fordæmt valdarán herforingjanna og ekki viðurkennt réttmæti þeirra sem stjórn landsins. Hlaing heimsótti Moskvu í fyrsta sinn í júní í fyrra en þá hétu bæði rússnesk og mjanmörsk stjórnvöld að styrkja hernaðarsamstarf sitt til muna. Þá heimsótti hann Rússland í júlí síðastliðnum en að hans sögn var það ekki opinber heimsókn. Rússland hefur séð mjanmarska hernum fyrir vopnum og öðrum hergögnum og var eitt af fyrstu ríkjunum til að lýsa yfir stuðningi við herforingjastjórnina eftir valdaránið. Þegar Rússland lýsti yfir stuðningi við hana leit alþjóðasamfélagið hryllingsaugum til landsins þaðan sem fréttir af ógnastjórn og ofbeldi bárust á sama tíma. Samkvæmt fréttum mjanmarskra fjölmiðla mun Hlaing sækja efnahagsráðstefnu, heimsækja þekkta staði, háskóla og verksmiðjur á ferð sinni um Rússland. Þá mun hann og sendinefnd hans, sem samanstendur af ráðherrum og herforingjum, funda með rússneskum kollegum sínum. Rússland hefur auk hergagna séð Mjanmar fyrir bóluefninu gegn Covid-19 og áætlað er að Mjanmar muni kaupa rússneskt eldsneyti, sem fáir vestan Rússlands vilja sjá. Það kemur mjanmörskum stjórnvöldum vel þar sem þau eiga það sameiginlegt með Rússlandi að hafa verið beitt víðtækum viðskiptaþvingunum undanfarin misseri. Sameinuðu þjóðirnar og ýmis mannréttindasamtök hafa sakað mjanmörsk stjórnvöld um mikil voðaverk og glæpi gegn mannkyni og hvatt alþjóðasamfélagið til að hætta vopnasölu til Mjanmar alfarið. Mjanmörsk stjórnvöld halda því fram að þau berjist gegn hryðjuverkamönnum og séu að reyna að endurheimta frið í landinu og koma aftur á lýðræði eftir, að þeirra sögn, víðtækt kosningasvindl og spillingu í þingkosningunum 2020.
Mjanmar Rússland Tengdar fréttir Suu Kyi fær enn einn fangelsisdóminn Dómstóll í Mjanmar hefur dæmt Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, í þriggja ára fangelsi fyrir kosningasvindl í tengslum við þingkosningarnar í nóvember 2020. 2. september 2022 07:54 Bæta sex árum við fangelsisdóm Suu Kyi Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi Mjanmar, hefur verið sakfelld fyrir enn eitt spillingarmálið af herdómstóli þar í landi. Með dómnum bætist sex ára fangelsisvist við þann ellefu ára dóm sem hún afplánar nú. 15. ágúst 2022 11:26 Baráttufólk dæmt til dauða í Mjanmar Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur tekið fjóra baráttumenn fyrir auknu lýðræði af lífi en dauðarefsingum hefur ekki verið beitt í landinu í rúma fjóra áratugi, opinberlega í það minnsta. Þeir dauðadæmdu voru fyrrverandi þingmaður, rithöfundur og tveir aðgerðasinnar. 25. júlí 2022 07:18 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira
Suu Kyi fær enn einn fangelsisdóminn Dómstóll í Mjanmar hefur dæmt Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, í þriggja ára fangelsi fyrir kosningasvindl í tengslum við þingkosningarnar í nóvember 2020. 2. september 2022 07:54
Bæta sex árum við fangelsisdóm Suu Kyi Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi Mjanmar, hefur verið sakfelld fyrir enn eitt spillingarmálið af herdómstóli þar í landi. Með dómnum bætist sex ára fangelsisvist við þann ellefu ára dóm sem hún afplánar nú. 15. ágúst 2022 11:26
Baráttufólk dæmt til dauða í Mjanmar Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur tekið fjóra baráttumenn fyrir auknu lýðræði af lífi en dauðarefsingum hefur ekki verið beitt í landinu í rúma fjóra áratugi, opinberlega í það minnsta. Þeir dauðadæmdu voru fyrrverandi þingmaður, rithöfundur og tveir aðgerðasinnar. 25. júlí 2022 07:18