Kraftaverkakötturinn Grána gamla lifði af alvarlega árás Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. september 2022 23:30 Margrét Sif Sigurðardóttir sjálfboðaliði hjá Villiköttum, Matthías Margrétarson, Eva Dalrós Haraldsdóttir og Kolbrún Eva Viktorsdóttir eigandi Gránu. Vísir/Egill Það þykir kraftaverki líkast að átján ára köttur hafi lifað af alvarlega árás sem talin er vera eftir hund. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem köttur er illa leikinn eftir slíka árás. Eigandinn biðlar til hundaeigenda að passa upp á dýrin sín. Kisan Grána varð fyrir alvarlegri árás fyrir rúmri viku þegar hún skrapp í sinn daglega tíu mínútna göngutúr. Henni tókst við illan leik að komast heim, mikið særð og vönkuð. Annað bitsárið á Gránu.Vísir „Hún hafði verið illa bitinn. Það er augljóst að þetta er eftir hundskjaft. Það er hola á hausnum á henni og stórt sár undir kjálkanum,“ segir Kolbrún Eva Viktorsdóttir eigandi Gránu. Blóðsýkingin kom upp eftir að Grána kom heim af dýraspítala. Kötturinn er átján ára þannig að þetta leit ekkert sérlega vel út. „Þá var hún orðin þreföld í framan, bara eins og fílakötturinn og ég hringi í Neyðarvaktina og þeir vilja fá hana strax inn,“ segir Kolbrún. Grána þurfti meiri meðhöndlun og öflugan sýklalyfjakúr. Kolbrún segir bata hennar framar öllum vonum. Kraftaverkakötturinn Grána.Vísir/Egill „Ef þetta hefði verið níræð kona hún hefði ekki jafnað sig eftir svona,“ segir Kolbrún. Kolbrún segir árásir sem þessar ekki einsdæmi í hverfinu og biðlar til hundaeigenda að passa upp á dýrin sín. hún hafi fengið skilboð frá kattaeigenda um svipaða árás. „Fjórum dögum áður en þetta gerist lendir kötturinn hennar í nákvæmlega eins,“ segir hún. Kolbrún vonar að Grána eigi nokkur góð ár eftir enda dásamlegur köttur. „Hún er eiginlega eins og hundur, eltir mig út um allt. Þegar ég fer í vinnunna þá eltir hún mig og vill koma upp í bíl með mér. Ef hún fær það ekki þá bíður hún eftir mér á planinu eða á húddum annarra bíla þangað til ég kem heim. Þessi kisa hefur fylgt mér stóran hluta lífs míns og ég lít nánast á hana eins og mitt eigið afkvæmi. Fyrst áttu mamma og pabbi hana en ég fékk hana svo til mín. Ég er að vona að hún verði að minnsta kosti 25 ára, ég mun gera mitt til að svo verði enda er ég sjúkraliði,“ segir Kolbrún og hlær. Tók að sér fimm munaðarlausa kettlinga Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Grána vekur athygli en fyrir tólf árum komst hún í fréttir Stöðvar 2 þegar hún tók að sér fimm munaðarlausa kettlinga sem fundust í bílhræi ásamt því að hafa sína þrjá á spena. Kettlingarnir komust á legg og er einn þeirra í eigu Margrétar Sifjar Sigurðardóttur mágkonu Kolbrúnar. Grána tók að sér fimm munaðarlausa kettlinga árið 2012 ásamt því að eiga þrjá sjálf. Sannkallað kærleiksbúnt. Vísir Margrét segist strax hafa gert sér grein fyrir að það kostaði sitt að gera að sárum Gránu og hóf því söfnun fyrir kostnaðinum sem fer fram á Facebook. „Kostnaðurinn við að geta að sárum Gránu og taka á blóðsýkingunni er á annað hundrað þúsund. Ég hóf því söfnun fyrir þessu á Facebook. Þetta er svo mikil undrakisa að við viljum allt fyrir hana gera. Það sem kemur umfram fer þá í söfnunarsjóð Villikatta þar sem ég er sjálfboðaliði,“ segir Margrét. Dýr Dýraheilbrigði Kettir Gæludýr Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Kisan Grána varð fyrir alvarlegri árás fyrir rúmri viku þegar hún skrapp í sinn daglega tíu mínútna göngutúr. Henni tókst við illan leik að komast heim, mikið særð og vönkuð. Annað bitsárið á Gránu.Vísir „Hún hafði verið illa bitinn. Það er augljóst að þetta er eftir hundskjaft. Það er hola á hausnum á henni og stórt sár undir kjálkanum,“ segir Kolbrún Eva Viktorsdóttir eigandi Gránu. Blóðsýkingin kom upp eftir að Grána kom heim af dýraspítala. Kötturinn er átján ára þannig að þetta leit ekkert sérlega vel út. „Þá var hún orðin þreföld í framan, bara eins og fílakötturinn og ég hringi í Neyðarvaktina og þeir vilja fá hana strax inn,“ segir Kolbrún. Grána þurfti meiri meðhöndlun og öflugan sýklalyfjakúr. Kolbrún segir bata hennar framar öllum vonum. Kraftaverkakötturinn Grána.Vísir/Egill „Ef þetta hefði verið níræð kona hún hefði ekki jafnað sig eftir svona,“ segir Kolbrún. Kolbrún segir árásir sem þessar ekki einsdæmi í hverfinu og biðlar til hundaeigenda að passa upp á dýrin sín. hún hafi fengið skilboð frá kattaeigenda um svipaða árás. „Fjórum dögum áður en þetta gerist lendir kötturinn hennar í nákvæmlega eins,“ segir hún. Kolbrún vonar að Grána eigi nokkur góð ár eftir enda dásamlegur köttur. „Hún er eiginlega eins og hundur, eltir mig út um allt. Þegar ég fer í vinnunna þá eltir hún mig og vill koma upp í bíl með mér. Ef hún fær það ekki þá bíður hún eftir mér á planinu eða á húddum annarra bíla þangað til ég kem heim. Þessi kisa hefur fylgt mér stóran hluta lífs míns og ég lít nánast á hana eins og mitt eigið afkvæmi. Fyrst áttu mamma og pabbi hana en ég fékk hana svo til mín. Ég er að vona að hún verði að minnsta kosti 25 ára, ég mun gera mitt til að svo verði enda er ég sjúkraliði,“ segir Kolbrún og hlær. Tók að sér fimm munaðarlausa kettlinga Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Grána vekur athygli en fyrir tólf árum komst hún í fréttir Stöðvar 2 þegar hún tók að sér fimm munaðarlausa kettlinga sem fundust í bílhræi ásamt því að hafa sína þrjá á spena. Kettlingarnir komust á legg og er einn þeirra í eigu Margrétar Sifjar Sigurðardóttur mágkonu Kolbrúnar. Grána tók að sér fimm munaðarlausa kettlinga árið 2012 ásamt því að eiga þrjá sjálf. Sannkallað kærleiksbúnt. Vísir Margrét segist strax hafa gert sér grein fyrir að það kostaði sitt að gera að sárum Gránu og hóf því söfnun fyrir kostnaðinum sem fer fram á Facebook. „Kostnaðurinn við að geta að sárum Gránu og taka á blóðsýkingunni er á annað hundrað þúsund. Ég hóf því söfnun fyrir þessu á Facebook. Þetta er svo mikil undrakisa að við viljum allt fyrir hana gera. Það sem kemur umfram fer þá í söfnunarsjóð Villikatta þar sem ég er sjálfboðaliði,“ segir Margrét.
Dýr Dýraheilbrigði Kettir Gæludýr Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira