Loginn brennur á ný í Seinni bylgjunni: „Ætlum að koma þessu í nýjar hæðir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2022 09:31 Logi Geirsson með allt upp á tíu, Elvis-gleraugu og hneppt niður á nafla. stöð 2 Áhöfn Seinni bylgjunnar fyrir tímabilið 2022-23 er nú fullmönnuð. Síðastur, en alls ekki sístur, til að koma um borð er sjálfur Logi Geirsson. Silfurdrengurinn úr Hafnarfirðinum er ekki ókunnur Seinni bylgjunni en hann var sérfræðingur hennar um tveggja ára skeið. Logi iðar í skinninu að hefjast handa. „Ég get eiginlega ekki beðið. Það er mikið af spennandi hlutum að gerast, deildin aldrei jafn sterk og það sem mér finnst vera helsti munurinn á henni, og ástæðan fyrir því að mig langaði að koma aftur, að þetta er að færast úr því að vera áhugamennska yfir í hálf atvinnumennsku,“ sagði Logi sem ætlar að láta til sín taka á skjánum í vetur. „Ég ætla að færa þetta upp á við. Það er sveifla með handboltanum. Landsliðinu gekk vel á EM, allir eru spenntir fyrir HM og margir nýir iðkendur. Fólk veit þegar ég er í sjónvarpinu að það verður alltaf eitthvað nýtt, ferskt og gaman. Þetta verður gott sjónvarp og við ætlum að koma þessu í nýjar hæðir með frábæru teymi.“ En hverju á Logi von á í Olís-deildinni í vetur? „Þessi klisja að deildin sé alltaf að verða sterkari og sterkari með hverju árinu er sönn. Við sjáum það í Evrópukeppninni. Síðustu tíu árin hef ég talað um að koma okkur á þann stað að vera samkeppnishæfir við þessi lið í Evrópu. Á síðustu árum höfum við sýnt að við erum ansi nálægt þeim. Menn eru að setja meira í þetta. Við erum að fá fleiri góða handboltamenn, æfum meira og stöndumst stóru liðunum snúning,“ svaraði Logi. Klippa: Logi kominn aftur Auk Loga verða Arnar Daði Arnarsson, Theodór Ingi Pálmason, Þorgrímur Smári Ólafsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Jóhann Gunnar Einarsson í sérfræðingateymi Seinni bylgjunnar. Þeir þrír síðastnefndu verða í upphitunarþætti fyrir tímabilið sem verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports klukkan 22:00 á mánudaginn. Keppnistímabilið 2022-23 hefst formlega í dag þegar Valur og KA eigast við í Meistarakeppni HSÍ á Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar lofar hressleika í bland við skynsemi Þorgrímur Smári Ólafsson mun bregða sér í nýtt hlutverk í vetur. Í stað þess að djöflast á parketinu mun hann sitja í setti upp á Suðurlandsbraut, eða á vellinum, og fara með þjóðinni yfir það sem hefur gerst í Olís deild karla. 18. ágúst 2022 15:01 „Vil ekki meina að ég sé grimmur þótt ég sé hreinskilinn“ Arnar Daði Arnarsson kveðst fullur tilhlökkunar að takast á við nýtt hlutverk, að vera sérfræðingur í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. 11. ágúst 2022 11:00 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira
Silfurdrengurinn úr Hafnarfirðinum er ekki ókunnur Seinni bylgjunni en hann var sérfræðingur hennar um tveggja ára skeið. Logi iðar í skinninu að hefjast handa. „Ég get eiginlega ekki beðið. Það er mikið af spennandi hlutum að gerast, deildin aldrei jafn sterk og það sem mér finnst vera helsti munurinn á henni, og ástæðan fyrir því að mig langaði að koma aftur, að þetta er að færast úr því að vera áhugamennska yfir í hálf atvinnumennsku,“ sagði Logi sem ætlar að láta til sín taka á skjánum í vetur. „Ég ætla að færa þetta upp á við. Það er sveifla með handboltanum. Landsliðinu gekk vel á EM, allir eru spenntir fyrir HM og margir nýir iðkendur. Fólk veit þegar ég er í sjónvarpinu að það verður alltaf eitthvað nýtt, ferskt og gaman. Þetta verður gott sjónvarp og við ætlum að koma þessu í nýjar hæðir með frábæru teymi.“ En hverju á Logi von á í Olís-deildinni í vetur? „Þessi klisja að deildin sé alltaf að verða sterkari og sterkari með hverju árinu er sönn. Við sjáum það í Evrópukeppninni. Síðustu tíu árin hef ég talað um að koma okkur á þann stað að vera samkeppnishæfir við þessi lið í Evrópu. Á síðustu árum höfum við sýnt að við erum ansi nálægt þeim. Menn eru að setja meira í þetta. Við erum að fá fleiri góða handboltamenn, æfum meira og stöndumst stóru liðunum snúning,“ svaraði Logi. Klippa: Logi kominn aftur Auk Loga verða Arnar Daði Arnarsson, Theodór Ingi Pálmason, Þorgrímur Smári Ólafsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Jóhann Gunnar Einarsson í sérfræðingateymi Seinni bylgjunnar. Þeir þrír síðastnefndu verða í upphitunarþætti fyrir tímabilið sem verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports klukkan 22:00 á mánudaginn. Keppnistímabilið 2022-23 hefst formlega í dag þegar Valur og KA eigast við í Meistarakeppni HSÍ á Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar lofar hressleika í bland við skynsemi Þorgrímur Smári Ólafsson mun bregða sér í nýtt hlutverk í vetur. Í stað þess að djöflast á parketinu mun hann sitja í setti upp á Suðurlandsbraut, eða á vellinum, og fara með þjóðinni yfir það sem hefur gerst í Olís deild karla. 18. ágúst 2022 15:01 „Vil ekki meina að ég sé grimmur þótt ég sé hreinskilinn“ Arnar Daði Arnarsson kveðst fullur tilhlökkunar að takast á við nýtt hlutverk, að vera sérfræðingur í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. 11. ágúst 2022 11:00 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira
Nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar lofar hressleika í bland við skynsemi Þorgrímur Smári Ólafsson mun bregða sér í nýtt hlutverk í vetur. Í stað þess að djöflast á parketinu mun hann sitja í setti upp á Suðurlandsbraut, eða á vellinum, og fara með þjóðinni yfir það sem hefur gerst í Olís deild karla. 18. ágúst 2022 15:01
„Vil ekki meina að ég sé grimmur þótt ég sé hreinskilinn“ Arnar Daði Arnarsson kveðst fullur tilhlökkunar að takast á við nýtt hlutverk, að vera sérfræðingur í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. 11. ágúst 2022 11:00